Einstakt tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 1. mars 2018 15:00 Ímynd lands skiptir miklu máli og gefur haft áhrif á það hvort fólk hafi áhuga á því að heimsækja landið, eiga viðskipti, fjárfesta eða búa. Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði til dæmis talsverð áhrif á ímynd Íslands. Það vakti áhuga margra, en því má ekki gleyma að það vakti líka ótta t.d. fjárfesta og annarra sem eiga hér viðskipti. Á þeim tíma tókum við höndum saman og kynntum landið með stærsta samstarfsverkefni sem orðið hefur til í íslenskri ferðaþjónustu. Síðan höfum við haldið áfram að vinna saman að því að kynna Ísland og nú viljum við víkka það samstarf til fleiri aðila í atvinnulífinu. Með frammistöðu sinni á EM í knattspyrnu karla 2016 komst Ísland í hámæli. Leitarfyrirspurnir um landið ruku upp í tengslum við áfangastaðinn og yfir 150 þúsund blaðagreinar voru skrifaðar um íslenska knattspyrnu, land og þjóð á meðan mótinu stóð. Íslandsstofa vinnur nú að því að ýta úr vör tímamóta markaðs- og kynningarverkefni, sem á að nýta þann mikla meðbyr sem líklegt er að landið njóti í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Við höfum lært að athyglin verður ekki bara á knattspyrnuliðinu heldur einnig á þessu litla landi sem komst þangað. Spurningunum rignir yfir – s.s. hvernig tókst ykkur þetta, hver eru þið, hvað standið þið fyrir, hvernig ferðamannastaður er Ísland, hvað seljið þið? Við höfum þarna tækifæri til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri og skapa fókus fyrir kynningu á landi og þjóð. Verkefnið verður unnið undir merkjum Inspired by Iceland og keyrt á völdum mörkuðum í samráði við helstu hagsmunaaðila og stjórnvöld. Tilgangurinn er að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem uppruna gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað til að fjárfesta og stunda viðskipti. Ætlunin er að nýta þær öflugu boðleiðir sem Íslandsstofa hefur unnið að síðustu ár s.s. með almannatengslum, fjölmiðaferðum, samfélagsmiðlum, auglýsingum, sýningum og viðskiptasendinefndum og tengslastarfi. Það er mikill ávinningur af því að íslensk fyrirtæki og stjórnvöld vinni saman að því að styrkja ímynd og orðspor Íslands. Þannig næst slagkraftur í samkeppni við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar gagnvart markhópi sem sýnir Íslandi áhuga. Síðustu ár hefur verið lögð mikil vinna í að segja söguna um áfangastaðinn Ísland. Nú er tækifæri til þess að segja enn fleiri sögur á víðari grundvelli. Ætlar þitt fyrirtæki að taka þátt?Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ímynd lands skiptir miklu máli og gefur haft áhrif á það hvort fólk hafi áhuga á því að heimsækja landið, eiga viðskipti, fjárfesta eða búa. Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði til dæmis talsverð áhrif á ímynd Íslands. Það vakti áhuga margra, en því má ekki gleyma að það vakti líka ótta t.d. fjárfesta og annarra sem eiga hér viðskipti. Á þeim tíma tókum við höndum saman og kynntum landið með stærsta samstarfsverkefni sem orðið hefur til í íslenskri ferðaþjónustu. Síðan höfum við haldið áfram að vinna saman að því að kynna Ísland og nú viljum við víkka það samstarf til fleiri aðila í atvinnulífinu. Með frammistöðu sinni á EM í knattspyrnu karla 2016 komst Ísland í hámæli. Leitarfyrirspurnir um landið ruku upp í tengslum við áfangastaðinn og yfir 150 þúsund blaðagreinar voru skrifaðar um íslenska knattspyrnu, land og þjóð á meðan mótinu stóð. Íslandsstofa vinnur nú að því að ýta úr vör tímamóta markaðs- og kynningarverkefni, sem á að nýta þann mikla meðbyr sem líklegt er að landið njóti í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Við höfum lært að athyglin verður ekki bara á knattspyrnuliðinu heldur einnig á þessu litla landi sem komst þangað. Spurningunum rignir yfir – s.s. hvernig tókst ykkur þetta, hver eru þið, hvað standið þið fyrir, hvernig ferðamannastaður er Ísland, hvað seljið þið? Við höfum þarna tækifæri til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri og skapa fókus fyrir kynningu á landi og þjóð. Verkefnið verður unnið undir merkjum Inspired by Iceland og keyrt á völdum mörkuðum í samráði við helstu hagsmunaaðila og stjórnvöld. Tilgangurinn er að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem uppruna gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað til að fjárfesta og stunda viðskipti. Ætlunin er að nýta þær öflugu boðleiðir sem Íslandsstofa hefur unnið að síðustu ár s.s. með almannatengslum, fjölmiðaferðum, samfélagsmiðlum, auglýsingum, sýningum og viðskiptasendinefndum og tengslastarfi. Það er mikill ávinningur af því að íslensk fyrirtæki og stjórnvöld vinni saman að því að styrkja ímynd og orðspor Íslands. Þannig næst slagkraftur í samkeppni við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar gagnvart markhópi sem sýnir Íslandi áhuga. Síðustu ár hefur verið lögð mikil vinna í að segja söguna um áfangastaðinn Ísland. Nú er tækifæri til þess að segja enn fleiri sögur á víðari grundvelli. Ætlar þitt fyrirtæki að taka þátt?Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar