Ekkert til sparað við árshátíð Isavia í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:00 Árshátíðin fór fram í Hörpu og var mikið um dýrðir. VÍSIR/VILHELM Það var mikið um dýrðir og ekkert til sparað þegar árshátíð Isavia fór fram í Hörpu síðastliðinn laugardag. Stjörnulið íslenskra tónlistarmanna kom þar fram undir veislustjórn Jóns Jónssonar og Selmu Björnsdóttur. Heildarkostnaður Isavia vegna árshátíðarinnar nam 31,5 milljónum króna en rúmlega 1.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. „Metnaður hefur verið lagður í að halda góða árshátíð hjá Isavia með fjölbreyttum íslenskum skemmtiatriðum sem hæfa sem flestum, enda fólk á öllum aldri á meðal rúmlega 1.400 starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Skemmtikraftarnir voru ekki af verra taginu.Isavia, sem er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, annast uppbyggingu og rekstur allra flugvalla á landinu og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Félagið skilaði 6,9 milljarða króna hagnaði árið 2016 en uppgjör síðasta árs liggur ekki fyrir. Undanfarin ár hafa árshátíðir félagsins þótt veglegar. Svo veglegar raunar að þær hafa ratað inn í umræður á Alþingi. Umfjöllun DV um um árshátíðina 2015 varð til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi láta athuga meðferð fjár hjá opinberum stofnunum og félögum vegna viðburðarins sem þá kostaði 16 milljónir. Guðjón segir að um standandi borðhald hafi verið að ræða nú og maturinn í boði komið frá veitingaaðila í Hörpu.Gestir á árshátíðinni, bæði starfsmenn Isavia, dótturfyrirtækja og makar þeirra, greiddu 3.500 krónur í aðgangseyri. Af lista þeirra skemmtikrafta sem fram komu, og sjá má hér til hliðar, er ljóst að engum starfsmanni þurfti að leiðast. Guðjón segir að stjórnendur hafi viljað gera vel við sitt fólk.„Starfsmenn Isavia hafa verið undir miklu álagi á síðastliðnu ári vegna mikillar aukningar í flugumferð bæði til og frá Keflavíkurflugvelli og eins um íslenska flugstjórnarsvæðið. Stjórnendur Isavia vildu því með þessu þakka starfsmönnum fyrir vel unnin störf í þessum mikla vexti sem hefur verið og mun halda áfram á næstu árum gangi spár eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Það var mikið um dýrðir og ekkert til sparað þegar árshátíð Isavia fór fram í Hörpu síðastliðinn laugardag. Stjörnulið íslenskra tónlistarmanna kom þar fram undir veislustjórn Jóns Jónssonar og Selmu Björnsdóttur. Heildarkostnaður Isavia vegna árshátíðarinnar nam 31,5 milljónum króna en rúmlega 1.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. „Metnaður hefur verið lagður í að halda góða árshátíð hjá Isavia með fjölbreyttum íslenskum skemmtiatriðum sem hæfa sem flestum, enda fólk á öllum aldri á meðal rúmlega 1.400 starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Skemmtikraftarnir voru ekki af verra taginu.Isavia, sem er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, annast uppbyggingu og rekstur allra flugvalla á landinu og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Félagið skilaði 6,9 milljarða króna hagnaði árið 2016 en uppgjör síðasta árs liggur ekki fyrir. Undanfarin ár hafa árshátíðir félagsins þótt veglegar. Svo veglegar raunar að þær hafa ratað inn í umræður á Alþingi. Umfjöllun DV um um árshátíðina 2015 varð til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi láta athuga meðferð fjár hjá opinberum stofnunum og félögum vegna viðburðarins sem þá kostaði 16 milljónir. Guðjón segir að um standandi borðhald hafi verið að ræða nú og maturinn í boði komið frá veitingaaðila í Hörpu.Gestir á árshátíðinni, bæði starfsmenn Isavia, dótturfyrirtækja og makar þeirra, greiddu 3.500 krónur í aðgangseyri. Af lista þeirra skemmtikrafta sem fram komu, og sjá má hér til hliðar, er ljóst að engum starfsmanni þurfti að leiðast. Guðjón segir að stjórnendur hafi viljað gera vel við sitt fólk.„Starfsmenn Isavia hafa verið undir miklu álagi á síðastliðnu ári vegna mikillar aukningar í flugumferð bæði til og frá Keflavíkurflugvelli og eins um íslenska flugstjórnarsvæðið. Stjórnendur Isavia vildu því með þessu þakka starfsmönnum fyrir vel unnin störf í þessum mikla vexti sem hefur verið og mun halda áfram á næstu árum gangi spár eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. 28. febrúar 2018 18:20
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent