Andi Einars Ben svífi yfir hreinum ströndum Árni Snævarr skrifar 12. september 2018 13:25 Ísland tekur þátt í stærsta hreinsunarátaki sem dæmi eru um í heiminum „Alþjóðlega hreinsunardeginum“ laugardaginn 15. september 2018. Hreinsum Ísland, með Bláa herinn og Landvernd í broddi fylkingar, taka þátt í alheimsátakinu og verða Tómas Knútsson og hans fólk við hreinsunarstörf á Víðisandi í Ölfusi við Hlíðarvatn á laugardaginn. Tómas og Blái herinn hreinsuðu á dögunum Herdísarvík og nú er sem sagt haldið áfram í næsta nágrenni við síðasta heimili þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. „Andi Einars Ben getur þá svifið yfir hreinum ströndum, það er gjöf Bláa hersins í tilefni af fullveldsafmælinu“, segir Tómas Knútsson. Það er síður en svo langsótt að nefna fullveldi Íslands 1918 í sömu andrá og Alþjóðlega hreinsunardaginn. Frumkvæðið kemur frá Eistlandi, sem einmitt lýsti yfir sjálfstæði þetta sama ár. „Alþjóðlegi hreinsunardagurinn er gjöf Eistlands til heimsins á 100 ára afmæli sínu, hreinni og betri pláneta og betri framtíð fyrir alla,” segir í yfirlýsingu hreyfingarinnar sem nýtur stuðnings ríkisstjórnar Eistlands.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tilkynnti á dögunum að Hreinsum Ísland, verkefni Landverndar og Bláa hersins, hafi verið tilnefnt til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 ásamt Hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Það er því kannski við hæfi að starfsfólk forsætisráðuneytisins muni leggja átakinu lið með því að taka þátt í hreinsuninni á laugardag. Auk Bláa hersins standa Landvernd, JCI, Plastlaus September og ýmsir plokkarahópar að átakinu og er vonast við að fjöll af rusli verið hreinsuð í tengslum við þennan alheimsviðburð. Landvernd hefur haft samband við öll sveitarfélög landsins og hvatt þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Blái herinn hefur stundað strandhreinsun í mörg ár, en fengið aukinn byr í seglinn á undanförnum árum vegna stóraukins áhuga á málefninu jafnt heima sem erlendis, og er nærtækast að nefna plokkara-hreyfinguna. Svo mikið er víst að verkefnin eru næg. Á hverju ári enda átta milljón tonn af plasti í hafinu. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðann, hvatti heimsbyggðina fyrr á árinu til að sameinast gegn plastmengun og sagði stærð vandans slíkan að nú væri plastöreindur í sjónum „fleiri en stjörnurnar í vetrarbrautinni.” Alþjóðlegi hreinsunardagurinn nýtur stuðnings UN Environment, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hóf átakið #CleanSeas eða Hrein höf fyrir ári. Í Heimsmarkmiðum samtakanna um sjálfbæra þróun er stefnt að því í markmiði númer 14, “Líf í vatni”, að eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þar með talið rusl í sjó. Höfundur er Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland tekur þátt í stærsta hreinsunarátaki sem dæmi eru um í heiminum „Alþjóðlega hreinsunardeginum“ laugardaginn 15. september 2018. Hreinsum Ísland, með Bláa herinn og Landvernd í broddi fylkingar, taka þátt í alheimsátakinu og verða Tómas Knútsson og hans fólk við hreinsunarstörf á Víðisandi í Ölfusi við Hlíðarvatn á laugardaginn. Tómas og Blái herinn hreinsuðu á dögunum Herdísarvík og nú er sem sagt haldið áfram í næsta nágrenni við síðasta heimili þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. „Andi Einars Ben getur þá svifið yfir hreinum ströndum, það er gjöf Bláa hersins í tilefni af fullveldsafmælinu“, segir Tómas Knútsson. Það er síður en svo langsótt að nefna fullveldi Íslands 1918 í sömu andrá og Alþjóðlega hreinsunardaginn. Frumkvæðið kemur frá Eistlandi, sem einmitt lýsti yfir sjálfstæði þetta sama ár. „Alþjóðlegi hreinsunardagurinn er gjöf Eistlands til heimsins á 100 ára afmæli sínu, hreinni og betri pláneta og betri framtíð fyrir alla,” segir í yfirlýsingu hreyfingarinnar sem nýtur stuðnings ríkisstjórnar Eistlands.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tilkynnti á dögunum að Hreinsum Ísland, verkefni Landverndar og Bláa hersins, hafi verið tilnefnt til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 ásamt Hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Það er því kannski við hæfi að starfsfólk forsætisráðuneytisins muni leggja átakinu lið með því að taka þátt í hreinsuninni á laugardag. Auk Bláa hersins standa Landvernd, JCI, Plastlaus September og ýmsir plokkarahópar að átakinu og er vonast við að fjöll af rusli verið hreinsuð í tengslum við þennan alheimsviðburð. Landvernd hefur haft samband við öll sveitarfélög landsins og hvatt þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Blái herinn hefur stundað strandhreinsun í mörg ár, en fengið aukinn byr í seglinn á undanförnum árum vegna stóraukins áhuga á málefninu jafnt heima sem erlendis, og er nærtækast að nefna plokkara-hreyfinguna. Svo mikið er víst að verkefnin eru næg. Á hverju ári enda átta milljón tonn af plasti í hafinu. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðann, hvatti heimsbyggðina fyrr á árinu til að sameinast gegn plastmengun og sagði stærð vandans slíkan að nú væri plastöreindur í sjónum „fleiri en stjörnurnar í vetrarbrautinni.” Alþjóðlegi hreinsunardagurinn nýtur stuðnings UN Environment, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hóf átakið #CleanSeas eða Hrein höf fyrir ári. Í Heimsmarkmiðum samtakanna um sjálfbæra þróun er stefnt að því í markmiði númer 14, “Líf í vatni”, að eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þar með talið rusl í sjó. Höfundur er Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar