Lausnir í stað loftkastala Áslaug Friðriksdóttir skrifar 16. janúar 2018 07:00 Nú þegar vel viðrar í efnahagsmálum ættu borgarbúar að vera að njóta þess í einhverjum mæli. Svo er þó ekki. Áhersla á þjónustu við íbúa er engin en púðrið fer í að byggja loftkastala og tala í frösum um hvað allt verður frábært einhvern tíma seinna. Búið er að leysa húsnæðisvandann einhvern tíma seinna, búið er að leysa samgönguvandann einhvern tíma seinna og allt verður svo frábært, bara einhvern tíma seinna. Runnið er upp fyrir borgarbúum að viðhaldi á eignum, húsnæði, aðstöðu og götum er ekki sinnt. Barnafjölskyldum er ekki sinnt. Íbúar sem þurfa aðstoð fá ekki þjónustuna sem þeir þurfa. Biðlistar eftir húsnæði lengjast. Samgöngubætur eru ekki á dagskrá og lítið er gefið fyrir kvartanir þeirra sem sitja langdvölum í umferðarteppum. Það virðist ekki í verkahring meirihlutans í Reykjavík að hlusta á fólk frekar en að bera ábyrgð á því sem miður fer. Sem betur fer styttist í kosningar. Þá gefst borgarbúum tækifæri til að senda skýr skilaboð. Forgangsraða þarf í rekstrinum þannig að þjónusta við íbúa sé í forgangi. Hefja verður sókn í leikskóla- og menntamálum, gera starfsumhverfið aðlaðandi, auka sjálfstæði rekstrareininga og tryggja íbúum mannsæmandi þjónustu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið í ströngu við að leggja fram tillögur til breytinga. Tillögur til að minna á að þjónustan við borgarbúa hefur verið vanrækt. Tillögur um nýsköpun. Tillögur um aðgerðir til að draga úr veikindum. Tillögur um samgönguúrbætur. Tillögur um innleiðingu velferðartækni. Tillögum um umbætur í ólíkum hverfum. Flestum þeirra hefur verið ýtt út af borðinu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að höfða til breiðs hóps kjósenda til að fá umboð til að leiða þetta mikilvæga umbótastarf. Til þess þarf forystan að hafa breiða skírskotun, góða reynslu og skilja fólkið sem borgarkerfið á að þjóna. Það er mitt hjartans mál að þessar umbætur nái fram að ganga. Því óska ég eftir stuðningi þínum. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nú þegar vel viðrar í efnahagsmálum ættu borgarbúar að vera að njóta þess í einhverjum mæli. Svo er þó ekki. Áhersla á þjónustu við íbúa er engin en púðrið fer í að byggja loftkastala og tala í frösum um hvað allt verður frábært einhvern tíma seinna. Búið er að leysa húsnæðisvandann einhvern tíma seinna, búið er að leysa samgönguvandann einhvern tíma seinna og allt verður svo frábært, bara einhvern tíma seinna. Runnið er upp fyrir borgarbúum að viðhaldi á eignum, húsnæði, aðstöðu og götum er ekki sinnt. Barnafjölskyldum er ekki sinnt. Íbúar sem þurfa aðstoð fá ekki þjónustuna sem þeir þurfa. Biðlistar eftir húsnæði lengjast. Samgöngubætur eru ekki á dagskrá og lítið er gefið fyrir kvartanir þeirra sem sitja langdvölum í umferðarteppum. Það virðist ekki í verkahring meirihlutans í Reykjavík að hlusta á fólk frekar en að bera ábyrgð á því sem miður fer. Sem betur fer styttist í kosningar. Þá gefst borgarbúum tækifæri til að senda skýr skilaboð. Forgangsraða þarf í rekstrinum þannig að þjónusta við íbúa sé í forgangi. Hefja verður sókn í leikskóla- og menntamálum, gera starfsumhverfið aðlaðandi, auka sjálfstæði rekstrareininga og tryggja íbúum mannsæmandi þjónustu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið í ströngu við að leggja fram tillögur til breytinga. Tillögur til að minna á að þjónustan við borgarbúa hefur verið vanrækt. Tillögur um nýsköpun. Tillögur um aðgerðir til að draga úr veikindum. Tillögur um samgönguúrbætur. Tillögur um innleiðingu velferðartækni. Tillögum um umbætur í ólíkum hverfum. Flestum þeirra hefur verið ýtt út af borðinu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að höfða til breiðs hóps kjósenda til að fá umboð til að leiða þetta mikilvæga umbótastarf. Til þess þarf forystan að hafa breiða skírskotun, góða reynslu og skilja fólkið sem borgarkerfið á að þjóna. Það er mitt hjartans mál að þessar umbætur nái fram að ganga. Því óska ég eftir stuðningi þínum. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar