Neitar að læra af reynslunni Freyr Frostason skrifar 14. mars 2018 07:00 Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar