Neitar að læra af reynslunni Freyr Frostason skrifar 14. mars 2018 07:00 Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á að leyfa stórfellt iðnaðareldi í sjókvíum með norskum erfðabreyttum laxi, eða skal hafa allt eldi á landi, þar sem hægt er að hreinsa frárennsli frá eldiskvíum og koma í veg fyrir erfðablöndun við okkar villtu stofna? Svarið við þessari spurningu ætti að liggja í augum uppi, sérstaklega þegar skoðuð er reynsla þjóða sem þegar leyfa umfangsmikið sjókvíaeldi og glíma fyrir vikið við mengun og þurfa að horfa á sínu villtu laxastofna missa hæfileikann til að komast af í náttúrunni vegna varanlegs skaða af blöndun við það búdýr sem eldislaxinn er orðinn. „Líkt og vera ber á tímamótum eigum við líka að líta til framtíðar; nestuð reynslu fortíðarinnar og með það að markmiði að læra af reynslunni,“ segir í ávarpi formanns undirbúningsnefndar Alþingis vegna aldarafmælis fullveldis Íslands á þessu ári. Höfundur þessa skynsamlegu orða er Einar K. Guðfinnsson, en hann hefur samhliða þessari formennsku tekið að sér að vera talsmaður norskra fiskeldisrisa, sem eru meirihlutaeigendur í íslensku laxeldi. Í því hlutverki vill Einar hins vegar hvorki horfa til „reynslu fortíðarinnar“ né „læra af reynslunni“. Í frétt sem birtist á frettabladid.is þess efnis að Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur bannað sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi vegna mengunar og síendurtekinna slysasleppinga, gerir Einar lítið úr þeim lærdómi sem af því má draga. Í fréttinni segir Einar að „kvíabúnaðurinn sem þarna er notaður er af allt annarri gerð en þeirri sem notaður er hér á landi og Noregi og víðar“. Staðreyndin er þó sú að aðeins eru örfáar vikur frá því að tugþúsundir laxa sluppu úr tveimur eldiskvíum við Noreg og bara á síðustu 11 mánuðum hefur verið tilkynnt um þrjú stórslys í sjókvíaeldi við Skotland, allt hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna. Reynslan sýnir okkur afdráttarlaust að sjókvíar eru svo frumstæð og takmörkuð tækni að þær bila fyrr eða síðar. Við eigum að læra af því.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar