Frumvarp um lækkun veiðigjalda Þorvaldur Gylfason skrifar 7. júní 2018 07:00 Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. Venjan er að veita almenningi þriggja vikna frest til að skila umsögnum um frumvörp. Að þessu sinni var fresturinn örskammur. Útgerðin heimtar sitt. Við vorum 14 sem náðum að skila atvinnuveganefnd Alþingis fáeinum athugasemdum við frumvarpið.Mikil lækkun veiðigjalda frá 2013 Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu lækkuðu veiðigjöld á hverju ári frá 2012/13 til 2016/17 þótt ríkissjóði lægi mjög á tekjum til að vernda fólkið í landinu gegn óþyrmilegum afleiðingum hrunsins. Lækkun veiðigjaldanna nemur næstum 2/3 á þessu árabili á verðlagi hvers árs og er enn meiri á föstu verðlagi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mótmælti lækkun veiðigjalda 2013 af hagstjórnarástæðum og það gerðu einnig margir aðrir innan lands. Indriði H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur lýst því að aðeins um 10% fiskveiðirentunnar hefur undangengin ár skilað sér til rétts eiganda auðlindarinnar, fólksins í landinu, meðan 90% hafa runnið til útvegsmanna. Til samanburðar hafa 80% olíurentunnar í Noregi runnið til rétts eiganda þar.Alþingi fer gegn lögum og stjórnarskrá Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda gengur í berhögg við lögin í landinu eða a.m.k. anda laganna, m.a. fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Fyrirhuguð lækkun gengur einnig í berhögg við:Stjórnarskrána skv. dómi Hæstaréttar frá 1998,Úrskurð mannréttindanefndar SÞ frá 2007 í máli sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu ogNýju stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi bauð kjósendum til 2012 og þá sérstaklega auðlindaákvæðið sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi, en þar segir: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Alþingi á enn eftir að virða vilja þjóðarinnar með því að lögfesta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Þjóðin hefur talað Engum þarf að koma á óvart skýringin á hvoru tveggja, lækkun veiðigjalda nú og ítrekuðum undanbrögðum Alþingis í stjórnarskrármálinu síðan 2013. Skýringin blasir við. Henni hafa margir menn lýst í löngu máli innan lands og utan svo eftir hefur verið tekið. Hér er ein lýsingin enn, tekin úr óbirtri meistaraprófsritgerð Þorvalds Logasonar félagsfræðings í Háskóla Íslands 2011 með leyfi höfundar: „Kvótakerfið hefur ... virkað einsog dulið sjóðakerfi, með föstum fyrirfram ákveðnum fyrirgreiðslum til útvalinna útgerðarmanna. Á kvótanum hefur verið pólitískt eignarhald. Búin voru til eitruð vensl milli þeirra stjórnmálaflokka sem studdu kvótann, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og útgerðarmanna. Fyrirgreiðslukerfið í sjávarútvegi var í raun lögfest og bundið við tvo stjórnmálaflokka sem um leið festi pólitískt samráð þeirra á milli. Samráð sem gengið hefur undir heitinu, helmingaskipti. Hér: Helmingaskipti verðmætustu auðlindar þjóðarinnar. Svo mikil völd, eignir og verðmæti eru í húfi, að augljós hætta er á að þeir sem þau hafa öðlast séu tilbúnir til að ganga mjög langt til að verja auðvöld sín. Eitraða sambandið milli ofangreindra stjórnmálaflokka og útgerðarinnar eru, að mati höfundar, veigamikill skýringaþáttur spillingarinnar á Íslandi, vegna þess að útgerðarauðvaldið er tryggasti bakhjarl valdakjarna beggja flokkanna.” Bezt færi á að Alþingi klippti sjálft á naflastrenginn sem bindur marga þingmenn við útvegsmenn. Lögfesting nýju stjórnarskrárinnar býður Alþingi greiða leið til þess. Alþingi dugir að segja við útvegsmenn: Þjóðin hefur talað. Ef Alþingi bregzt þessari frumskyldu sinni við lýðræðið í þurfa önnur öfl, utan þings, að leysa málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. Venjan er að veita almenningi þriggja vikna frest til að skila umsögnum um frumvörp. Að þessu sinni var fresturinn örskammur. Útgerðin heimtar sitt. Við vorum 14 sem náðum að skila atvinnuveganefnd Alþingis fáeinum athugasemdum við frumvarpið.Mikil lækkun veiðigjalda frá 2013 Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu lækkuðu veiðigjöld á hverju ári frá 2012/13 til 2016/17 þótt ríkissjóði lægi mjög á tekjum til að vernda fólkið í landinu gegn óþyrmilegum afleiðingum hrunsins. Lækkun veiðigjaldanna nemur næstum 2/3 á þessu árabili á verðlagi hvers árs og er enn meiri á föstu verðlagi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mótmælti lækkun veiðigjalda 2013 af hagstjórnarástæðum og það gerðu einnig margir aðrir innan lands. Indriði H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur lýst því að aðeins um 10% fiskveiðirentunnar hefur undangengin ár skilað sér til rétts eiganda auðlindarinnar, fólksins í landinu, meðan 90% hafa runnið til útvegsmanna. Til samanburðar hafa 80% olíurentunnar í Noregi runnið til rétts eiganda þar.Alþingi fer gegn lögum og stjórnarskrá Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda gengur í berhögg við lögin í landinu eða a.m.k. anda laganna, m.a. fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Fyrirhuguð lækkun gengur einnig í berhögg við:Stjórnarskrána skv. dómi Hæstaréttar frá 1998,Úrskurð mannréttindanefndar SÞ frá 2007 í máli sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu ogNýju stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi bauð kjósendum til 2012 og þá sérstaklega auðlindaákvæðið sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi, en þar segir: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Alþingi á enn eftir að virða vilja þjóðarinnar með því að lögfesta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Þjóðin hefur talað Engum þarf að koma á óvart skýringin á hvoru tveggja, lækkun veiðigjalda nú og ítrekuðum undanbrögðum Alþingis í stjórnarskrármálinu síðan 2013. Skýringin blasir við. Henni hafa margir menn lýst í löngu máli innan lands og utan svo eftir hefur verið tekið. Hér er ein lýsingin enn, tekin úr óbirtri meistaraprófsritgerð Þorvalds Logasonar félagsfræðings í Háskóla Íslands 2011 með leyfi höfundar: „Kvótakerfið hefur ... virkað einsog dulið sjóðakerfi, með föstum fyrirfram ákveðnum fyrirgreiðslum til útvalinna útgerðarmanna. Á kvótanum hefur verið pólitískt eignarhald. Búin voru til eitruð vensl milli þeirra stjórnmálaflokka sem studdu kvótann, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og útgerðarmanna. Fyrirgreiðslukerfið í sjávarútvegi var í raun lögfest og bundið við tvo stjórnmálaflokka sem um leið festi pólitískt samráð þeirra á milli. Samráð sem gengið hefur undir heitinu, helmingaskipti. Hér: Helmingaskipti verðmætustu auðlindar þjóðarinnar. Svo mikil völd, eignir og verðmæti eru í húfi, að augljós hætta er á að þeir sem þau hafa öðlast séu tilbúnir til að ganga mjög langt til að verja auðvöld sín. Eitraða sambandið milli ofangreindra stjórnmálaflokka og útgerðarinnar eru, að mati höfundar, veigamikill skýringaþáttur spillingarinnar á Íslandi, vegna þess að útgerðarauðvaldið er tryggasti bakhjarl valdakjarna beggja flokkanna.” Bezt færi á að Alþingi klippti sjálft á naflastrenginn sem bindur marga þingmenn við útvegsmenn. Lögfesting nýju stjórnarskrárinnar býður Alþingi greiða leið til þess. Alþingi dugir að segja við útvegsmenn: Þjóðin hefur talað. Ef Alþingi bregzt þessari frumskyldu sinni við lýðræðið í þurfa önnur öfl, utan þings, að leysa málið.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun