Útreiðartúr á tígrisdýri Þorvaldur Gylfason skrifar 29. mars 2018 09:00 Miklir atburðir gerast nú úti í heimi. Kalt stríð milli Bandaríkjamanna, Breta og margra annarra Evrópuþjóða annars vegar og Rússa hins vegar kann að vera í uppsiglingu. Viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína kann einnig vera í aðsigi. Fyrstu skrefin hafa þegar verið stigin. Við bætast viðsjár í Austurlöndum nær þar sem Íran og Sádi-Arabía eigast við grá fyrir járnum í gegnum milliliði í Jemen, Sýrlandi og víðar með virkri aukaaðild Bandaríkjamanna, Rússa o.fl. og veitist ýmsum betur. Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Trump Bandaríkjaforseti skiptast á hótunum um kjarnorkuárásir. Stríð hefur geisað í Kongó frá 1998 með hléum og miklu mannfalli.Réttlætingar með lygum rýra traust Ófriðarhorfurnar um heiminn eru að því leytinu til uggvænlegri nú en oft áður að Bandaríkin sem voru hryggjarstykkið í bandalagi lýðræðisríkjanna eftir 1945 hafa glatað trausti. Til þess liggja ýmsar ástæður. Nú er t.d. komið í ljós að Víetnamstríðið var réttlætt með lygum líkt og innrás Bandaríkjanna, Bretlands o.fl. ríkja í Írak 2003 var réttlætt með lygum. Margt bendir til að skýring bandarískra yfirvalda á morðinu á Kennedy forseta 1963 reist á niðurstöðu Warren-nefndarinnar sé röng eins og Bandaríkjaþing ályktaði 1978 án þess að kafa til botns. Enn er skjölum um morðið haldið leyndum fyrir almenningi til að vernda meinta þjóðaröryggishagsmuni að sögn Trumps forseta, en lokaskjalanna er að vænta nú í apríl nema leyndin verði framlengd. Bandaríkjastjórn hefur, stundum ásamt leyniþjónustunni CIA, steypt fjórtán ríkisstjórnum af stóli frá Havaí 1893 til Íraks 2003, þar á meðal lýðræðislega kjörnum stjórnum í Íran 1953 og Síle 1973. Allt þetta hefur grafið undan áliti Bandaríkjanna þrátt fyrir mikinn árangur landsins á mörgum sviðum.Trump forseti er kafli út af fyrir sig Við bætist að nú situr í Hvíta húsinu maður sem hótar kjarnorkuárásum, er hlynntur pyndingum, leggur nýnasista að jöfnu við andstæðinga þeirra, dregur skv. mörgum prentuðum heimildum á eftir sér langan glæpaslóða og liggur undir grun um að vera undir hælnum á Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin fá nú miklu minna en fullt hús stiga í mati stjórnmálafræðinga á lýðræði í heiminum.+Kannanir Gallups sýna að Trump forseti hefur frá því hann tók við embætti í janúar 2017 notið stuðnings allt að 40% bandarískra kjósenda (og langflestra skráðra repúblikana) meðan allt að 60% kjósenda eru honum andsnúin. Hann náði kjöri 2016 vegna galla á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tryggði honum meiri hluta í kjörráði (e. Electoral College) þótt hann hlyti þrem milljónum færri atkvæði á landsvísu en keppinautur hans úr röðum demókrata. Svipað gerðist árið 2000 þegar Hæstiréttur gerði George W. Bush að forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum.Hæstiréttur brást Kjörráðsákvæðið er ekki eini alvarlegi gallinn á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þar er einnig að finna ákvæði um frelsi til að bera vopn svo sem ástæða þótti til á ofanverðri 18. öld. Þetta ákvæði hefur bandaríska byssuvinafélagið (National Rifles Association, NRA) notað til að hræða Bandaríkjaþing frá því að innleiða skilvirkt skotopnaeftirlit. John Paul Stevens sem var hæstaréttardómari 1975-2010, lengur en flestir aðrir dómarar í sögu réttarins, birti nýlega grein í New York Times þar sem hann rifjar upp að félagi hans Warren Burger, forseti réttarins 1969-1986, kallaði túlkun NRA á stjórnarskránni „einhver mestu svik, segi og skrifa svik, sem bandaríska þjóðin hefur mátt þola af hálfu hagsmunasamtaka um alla mína daga.“ [Mín þýðing, ÞG.] Hæstiréttur innsiglaði svikin 2008 með því að staðfesta þessa rangtúlkun byssuvinafélagsins á úreltu ákvæði stjórnarskrárinnar. Og fjöldamorðin halda áfram í skólum og annars staðar. Byssur eru fleiri í Bandaríkjunum en fullorðið fólk. Stevens leggur til að byssuverndarákvæðið verði numið brott úr stjórnarskránni úr því að Hæstiréttur brást. Hæstiréttur bætti síðan gráu ofan á svart 2010 með því að létta öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálamanna og flokka. Í ljósi þessara tveggja dóma Hæstaréttar verður það skiljanlegt hvers vegna bandarískir þingmenn, einkum repúblikanar, sitja og standa eins og byssuvinafélagið býður þeim. Þeir fóru í útreiðartúr á tígrisdýri. Bandarískir byssuvinir eru ekki einir um hituna. Lyfjafyrirtæki, bankar o.fl. hafa keypt sér mikil ítök meðal bandarískra stjórnmálamanna á kostnað almennings. Lýðræðinu blæðir, einnig hér heima þar sem peningar, iðulega illa fengnir, virðast nú hafa meiri áhrif á Alþingi en nokkru sinni fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miklir atburðir gerast nú úti í heimi. Kalt stríð milli Bandaríkjamanna, Breta og margra annarra Evrópuþjóða annars vegar og Rússa hins vegar kann að vera í uppsiglingu. Viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína kann einnig vera í aðsigi. Fyrstu skrefin hafa þegar verið stigin. Við bætast viðsjár í Austurlöndum nær þar sem Íran og Sádi-Arabía eigast við grá fyrir járnum í gegnum milliliði í Jemen, Sýrlandi og víðar með virkri aukaaðild Bandaríkjamanna, Rússa o.fl. og veitist ýmsum betur. Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Trump Bandaríkjaforseti skiptast á hótunum um kjarnorkuárásir. Stríð hefur geisað í Kongó frá 1998 með hléum og miklu mannfalli.Réttlætingar með lygum rýra traust Ófriðarhorfurnar um heiminn eru að því leytinu til uggvænlegri nú en oft áður að Bandaríkin sem voru hryggjarstykkið í bandalagi lýðræðisríkjanna eftir 1945 hafa glatað trausti. Til þess liggja ýmsar ástæður. Nú er t.d. komið í ljós að Víetnamstríðið var réttlætt með lygum líkt og innrás Bandaríkjanna, Bretlands o.fl. ríkja í Írak 2003 var réttlætt með lygum. Margt bendir til að skýring bandarískra yfirvalda á morðinu á Kennedy forseta 1963 reist á niðurstöðu Warren-nefndarinnar sé röng eins og Bandaríkjaþing ályktaði 1978 án þess að kafa til botns. Enn er skjölum um morðið haldið leyndum fyrir almenningi til að vernda meinta þjóðaröryggishagsmuni að sögn Trumps forseta, en lokaskjalanna er að vænta nú í apríl nema leyndin verði framlengd. Bandaríkjastjórn hefur, stundum ásamt leyniþjónustunni CIA, steypt fjórtán ríkisstjórnum af stóli frá Havaí 1893 til Íraks 2003, þar á meðal lýðræðislega kjörnum stjórnum í Íran 1953 og Síle 1973. Allt þetta hefur grafið undan áliti Bandaríkjanna þrátt fyrir mikinn árangur landsins á mörgum sviðum.Trump forseti er kafli út af fyrir sig Við bætist að nú situr í Hvíta húsinu maður sem hótar kjarnorkuárásum, er hlynntur pyndingum, leggur nýnasista að jöfnu við andstæðinga þeirra, dregur skv. mörgum prentuðum heimildum á eftir sér langan glæpaslóða og liggur undir grun um að vera undir hælnum á Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin fá nú miklu minna en fullt hús stiga í mati stjórnmálafræðinga á lýðræði í heiminum.+Kannanir Gallups sýna að Trump forseti hefur frá því hann tók við embætti í janúar 2017 notið stuðnings allt að 40% bandarískra kjósenda (og langflestra skráðra repúblikana) meðan allt að 60% kjósenda eru honum andsnúin. Hann náði kjöri 2016 vegna galla á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tryggði honum meiri hluta í kjörráði (e. Electoral College) þótt hann hlyti þrem milljónum færri atkvæði á landsvísu en keppinautur hans úr röðum demókrata. Svipað gerðist árið 2000 þegar Hæstiréttur gerði George W. Bush að forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum.Hæstiréttur brást Kjörráðsákvæðið er ekki eini alvarlegi gallinn á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þar er einnig að finna ákvæði um frelsi til að bera vopn svo sem ástæða þótti til á ofanverðri 18. öld. Þetta ákvæði hefur bandaríska byssuvinafélagið (National Rifles Association, NRA) notað til að hræða Bandaríkjaþing frá því að innleiða skilvirkt skotopnaeftirlit. John Paul Stevens sem var hæstaréttardómari 1975-2010, lengur en flestir aðrir dómarar í sögu réttarins, birti nýlega grein í New York Times þar sem hann rifjar upp að félagi hans Warren Burger, forseti réttarins 1969-1986, kallaði túlkun NRA á stjórnarskránni „einhver mestu svik, segi og skrifa svik, sem bandaríska þjóðin hefur mátt þola af hálfu hagsmunasamtaka um alla mína daga.“ [Mín þýðing, ÞG.] Hæstiréttur innsiglaði svikin 2008 með því að staðfesta þessa rangtúlkun byssuvinafélagsins á úreltu ákvæði stjórnarskrárinnar. Og fjöldamorðin halda áfram í skólum og annars staðar. Byssur eru fleiri í Bandaríkjunum en fullorðið fólk. Stevens leggur til að byssuverndarákvæðið verði numið brott úr stjórnarskránni úr því að Hæstiréttur brást. Hæstiréttur bætti síðan gráu ofan á svart 2010 með því að létta öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálamanna og flokka. Í ljósi þessara tveggja dóma Hæstaréttar verður það skiljanlegt hvers vegna bandarískir þingmenn, einkum repúblikanar, sitja og standa eins og byssuvinafélagið býður þeim. Þeir fóru í útreiðartúr á tígrisdýri. Bandarískir byssuvinir eru ekki einir um hituna. Lyfjafyrirtæki, bankar o.fl. hafa keypt sér mikil ítök meðal bandarískra stjórnmálamanna á kostnað almennings. Lýðræðinu blæðir, einnig hér heima þar sem peningar, iðulega illa fengnir, virðast nú hafa meiri áhrif á Alþingi en nokkru sinni fyrr.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun