Hvað er að í skólastarfinu? Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 6. mars 2018 07:00 Árangur nemenda í grunnskólum landsins og gæði skólastarfs koma reglulega til umræðu, ekki síst þegar niðurstöður í alþjóðlegum samanburði valda okkur vonbrigðum. Enn og aftur er spurt: „Hvað er að í skólakerfinu?“ Eðlilegt og sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera betur enda á skólastarf að vera í sífelldri þróun. Í Hafnarfirði var árangur hafnfirskra nemenda tekinn til skoðunar í upphafi kjörtímabilsins. Fenginn var utanaðkomandi aðili til að greina stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Metnaðarfullt læsisverkefni var nýhafið og ákveðið var að bæta stærðfræði við verkefnið. Þetta hefur þegar skilað góðum árangri. Fljótlega skein þó í gegn hvert aðalviðfangsefnið var eins og umræðan í landinu undanfarin misseri hefur einnig staðfest. Álag á kennara er oft óbærilegt og að „skóli án aðgreiningar“ er því miður ekki að virka sem skyldi.Ný nálgun í þverfaglegu samstarfi Fyrir nokkru hóf fræðslusvið Hafnarfjarðar ítarlega vinnu með kennurum og skólastjórnendum annars vegar og á milli fagsviða bæjarins hins vegar. Markmiðið var að leita leiða til að bæta aðstæður í innra starfi skóla, styðja við kennara og minnka álag. Einnig að koma á þverfaglegu samstarfi félags- og fræðsluþjónustu með það í huga að koma fyrr að málefnum barna sem takast á við fjölbreyttan vanda, hvort sem hann er félagslegur, heilbrigðistengdur eða námslegur, áður en vandinn er jafnvel orðinn illviðráðanlegur. Brýnast væri að tryggja að þjónusta við alla nemendur verði fullnægjandi til að allir geti náð námsárangri í samræmi við eigin getu í skóla án aðgreiningar. Þess vegna þyrfti að koma enn betur að stuðningi við börn með sérþarfir og minnka þannig truflun í kennslustundum. Helstu hugmyndum úr þessari vinnu er verið að hrinda í framkvæmd. Stuðning sálfræðinga og kennsluráðgjafa í skólunum er verið að auka, markvisst samstarf fagaðila á milli sviða að hefjast og stutt er við kennara með fjárframlagi til þróunarstarfs og forystuhlutverka eins og C-hluti kjarasamnings gefur heimild til en fá sveitarfélög hafa nýtt.Aðbúnaður bættur og viðhald aukið Með ofangreindu eru fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði að sýna mikið frumkvæði og vilja til nýbreytni í skólastarfi. En þó fyrst og fremst umhyggju fyrir börnunum okkar og bættu starfsumhverfi kennara. Auk þessara breytinga á áherslum innra starfs hefur aðbúnaður nemenda og starfsfólks verið bættur til muna. Tölvu- og tæknibúnaður hefur allur verið endurnýjaður, spjaldtölvum bætt inn í skólastarf og áhersla verið lögð á viðhald búnaðar og húsnæðis eftir uppsafnaða þörf. Á þessu ári verður bætt verulega í í þeim efnum. En áherslan sem heilsubærinn Hafnarfjörður setti fram í aðgerðaáætlun nýlegrar heilsustefnu, er fyrst og fremst á andlega líðan barna í samstarfi skóla og heimilis. Að stuðla að vellíðan barnanna okkar er það besta sem við gefum börnunum til að þau geti tekist á við viðfangsefni lífsins.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ, formaður bæjarráðs og fræðsluráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Árangur nemenda í grunnskólum landsins og gæði skólastarfs koma reglulega til umræðu, ekki síst þegar niðurstöður í alþjóðlegum samanburði valda okkur vonbrigðum. Enn og aftur er spurt: „Hvað er að í skólakerfinu?“ Eðlilegt og sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera betur enda á skólastarf að vera í sífelldri þróun. Í Hafnarfirði var árangur hafnfirskra nemenda tekinn til skoðunar í upphafi kjörtímabilsins. Fenginn var utanaðkomandi aðili til að greina stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Metnaðarfullt læsisverkefni var nýhafið og ákveðið var að bæta stærðfræði við verkefnið. Þetta hefur þegar skilað góðum árangri. Fljótlega skein þó í gegn hvert aðalviðfangsefnið var eins og umræðan í landinu undanfarin misseri hefur einnig staðfest. Álag á kennara er oft óbærilegt og að „skóli án aðgreiningar“ er því miður ekki að virka sem skyldi.Ný nálgun í þverfaglegu samstarfi Fyrir nokkru hóf fræðslusvið Hafnarfjarðar ítarlega vinnu með kennurum og skólastjórnendum annars vegar og á milli fagsviða bæjarins hins vegar. Markmiðið var að leita leiða til að bæta aðstæður í innra starfi skóla, styðja við kennara og minnka álag. Einnig að koma á þverfaglegu samstarfi félags- og fræðsluþjónustu með það í huga að koma fyrr að málefnum barna sem takast á við fjölbreyttan vanda, hvort sem hann er félagslegur, heilbrigðistengdur eða námslegur, áður en vandinn er jafnvel orðinn illviðráðanlegur. Brýnast væri að tryggja að þjónusta við alla nemendur verði fullnægjandi til að allir geti náð námsárangri í samræmi við eigin getu í skóla án aðgreiningar. Þess vegna þyrfti að koma enn betur að stuðningi við börn með sérþarfir og minnka þannig truflun í kennslustundum. Helstu hugmyndum úr þessari vinnu er verið að hrinda í framkvæmd. Stuðning sálfræðinga og kennsluráðgjafa í skólunum er verið að auka, markvisst samstarf fagaðila á milli sviða að hefjast og stutt er við kennara með fjárframlagi til þróunarstarfs og forystuhlutverka eins og C-hluti kjarasamnings gefur heimild til en fá sveitarfélög hafa nýtt.Aðbúnaður bættur og viðhald aukið Með ofangreindu eru fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði að sýna mikið frumkvæði og vilja til nýbreytni í skólastarfi. En þó fyrst og fremst umhyggju fyrir börnunum okkar og bættu starfsumhverfi kennara. Auk þessara breytinga á áherslum innra starfs hefur aðbúnaður nemenda og starfsfólks verið bættur til muna. Tölvu- og tæknibúnaður hefur allur verið endurnýjaður, spjaldtölvum bætt inn í skólastarf og áhersla verið lögð á viðhald búnaðar og húsnæðis eftir uppsafnaða þörf. Á þessu ári verður bætt verulega í í þeim efnum. En áherslan sem heilsubærinn Hafnarfjörður setti fram í aðgerðaáætlun nýlegrar heilsustefnu, er fyrst og fremst á andlega líðan barna í samstarfi skóla og heimilis. Að stuðla að vellíðan barnanna okkar er það besta sem við gefum börnunum til að þau geti tekist á við viðfangsefni lífsins.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ, formaður bæjarráðs og fræðsluráðs
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun