Hvað er að í skólastarfinu? Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 6. mars 2018 07:00 Árangur nemenda í grunnskólum landsins og gæði skólastarfs koma reglulega til umræðu, ekki síst þegar niðurstöður í alþjóðlegum samanburði valda okkur vonbrigðum. Enn og aftur er spurt: „Hvað er að í skólakerfinu?“ Eðlilegt og sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera betur enda á skólastarf að vera í sífelldri þróun. Í Hafnarfirði var árangur hafnfirskra nemenda tekinn til skoðunar í upphafi kjörtímabilsins. Fenginn var utanaðkomandi aðili til að greina stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Metnaðarfullt læsisverkefni var nýhafið og ákveðið var að bæta stærðfræði við verkefnið. Þetta hefur þegar skilað góðum árangri. Fljótlega skein þó í gegn hvert aðalviðfangsefnið var eins og umræðan í landinu undanfarin misseri hefur einnig staðfest. Álag á kennara er oft óbærilegt og að „skóli án aðgreiningar“ er því miður ekki að virka sem skyldi.Ný nálgun í þverfaglegu samstarfi Fyrir nokkru hóf fræðslusvið Hafnarfjarðar ítarlega vinnu með kennurum og skólastjórnendum annars vegar og á milli fagsviða bæjarins hins vegar. Markmiðið var að leita leiða til að bæta aðstæður í innra starfi skóla, styðja við kennara og minnka álag. Einnig að koma á þverfaglegu samstarfi félags- og fræðsluþjónustu með það í huga að koma fyrr að málefnum barna sem takast á við fjölbreyttan vanda, hvort sem hann er félagslegur, heilbrigðistengdur eða námslegur, áður en vandinn er jafnvel orðinn illviðráðanlegur. Brýnast væri að tryggja að þjónusta við alla nemendur verði fullnægjandi til að allir geti náð námsárangri í samræmi við eigin getu í skóla án aðgreiningar. Þess vegna þyrfti að koma enn betur að stuðningi við börn með sérþarfir og minnka þannig truflun í kennslustundum. Helstu hugmyndum úr þessari vinnu er verið að hrinda í framkvæmd. Stuðning sálfræðinga og kennsluráðgjafa í skólunum er verið að auka, markvisst samstarf fagaðila á milli sviða að hefjast og stutt er við kennara með fjárframlagi til þróunarstarfs og forystuhlutverka eins og C-hluti kjarasamnings gefur heimild til en fá sveitarfélög hafa nýtt.Aðbúnaður bættur og viðhald aukið Með ofangreindu eru fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði að sýna mikið frumkvæði og vilja til nýbreytni í skólastarfi. En þó fyrst og fremst umhyggju fyrir börnunum okkar og bættu starfsumhverfi kennara. Auk þessara breytinga á áherslum innra starfs hefur aðbúnaður nemenda og starfsfólks verið bættur til muna. Tölvu- og tæknibúnaður hefur allur verið endurnýjaður, spjaldtölvum bætt inn í skólastarf og áhersla verið lögð á viðhald búnaðar og húsnæðis eftir uppsafnaða þörf. Á þessu ári verður bætt verulega í í þeim efnum. En áherslan sem heilsubærinn Hafnarfjörður setti fram í aðgerðaáætlun nýlegrar heilsustefnu, er fyrst og fremst á andlega líðan barna í samstarfi skóla og heimilis. Að stuðla að vellíðan barnanna okkar er það besta sem við gefum börnunum til að þau geti tekist á við viðfangsefni lífsins.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ, formaður bæjarráðs og fræðsluráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur nemenda í grunnskólum landsins og gæði skólastarfs koma reglulega til umræðu, ekki síst þegar niðurstöður í alþjóðlegum samanburði valda okkur vonbrigðum. Enn og aftur er spurt: „Hvað er að í skólakerfinu?“ Eðlilegt og sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera betur enda á skólastarf að vera í sífelldri þróun. Í Hafnarfirði var árangur hafnfirskra nemenda tekinn til skoðunar í upphafi kjörtímabilsins. Fenginn var utanaðkomandi aðili til að greina stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Metnaðarfullt læsisverkefni var nýhafið og ákveðið var að bæta stærðfræði við verkefnið. Þetta hefur þegar skilað góðum árangri. Fljótlega skein þó í gegn hvert aðalviðfangsefnið var eins og umræðan í landinu undanfarin misseri hefur einnig staðfest. Álag á kennara er oft óbærilegt og að „skóli án aðgreiningar“ er því miður ekki að virka sem skyldi.Ný nálgun í þverfaglegu samstarfi Fyrir nokkru hóf fræðslusvið Hafnarfjarðar ítarlega vinnu með kennurum og skólastjórnendum annars vegar og á milli fagsviða bæjarins hins vegar. Markmiðið var að leita leiða til að bæta aðstæður í innra starfi skóla, styðja við kennara og minnka álag. Einnig að koma á þverfaglegu samstarfi félags- og fræðsluþjónustu með það í huga að koma fyrr að málefnum barna sem takast á við fjölbreyttan vanda, hvort sem hann er félagslegur, heilbrigðistengdur eða námslegur, áður en vandinn er jafnvel orðinn illviðráðanlegur. Brýnast væri að tryggja að þjónusta við alla nemendur verði fullnægjandi til að allir geti náð námsárangri í samræmi við eigin getu í skóla án aðgreiningar. Þess vegna þyrfti að koma enn betur að stuðningi við börn með sérþarfir og minnka þannig truflun í kennslustundum. Helstu hugmyndum úr þessari vinnu er verið að hrinda í framkvæmd. Stuðning sálfræðinga og kennsluráðgjafa í skólunum er verið að auka, markvisst samstarf fagaðila á milli sviða að hefjast og stutt er við kennara með fjárframlagi til þróunarstarfs og forystuhlutverka eins og C-hluti kjarasamnings gefur heimild til en fá sveitarfélög hafa nýtt.Aðbúnaður bættur og viðhald aukið Með ofangreindu eru fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði að sýna mikið frumkvæði og vilja til nýbreytni í skólastarfi. En þó fyrst og fremst umhyggju fyrir börnunum okkar og bættu starfsumhverfi kennara. Auk þessara breytinga á áherslum innra starfs hefur aðbúnaður nemenda og starfsfólks verið bættur til muna. Tölvu- og tæknibúnaður hefur allur verið endurnýjaður, spjaldtölvum bætt inn í skólastarf og áhersla verið lögð á viðhald búnaðar og húsnæðis eftir uppsafnaða þörf. Á þessu ári verður bætt verulega í í þeim efnum. En áherslan sem heilsubærinn Hafnarfjörður setti fram í aðgerðaáætlun nýlegrar heilsustefnu, er fyrst og fremst á andlega líðan barna í samstarfi skóla og heimilis. Að stuðla að vellíðan barnanna okkar er það besta sem við gefum börnunum til að þau geti tekist á við viðfangsefni lífsins.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ, formaður bæjarráðs og fræðsluráðs
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar