Borgin níðist áfram á öryrkjum Þórður Eyþórsson skrifar 6. mars 2018 11:08 Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar