Hrafnhildur las sinn gamla læriföður eins og opna bók Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2018 20:30 Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, mætir sínum gamla læriföður, Stefáni Arnarsyni, á fimmtudaginn þegar að Eyjakonur mæta Íslandsmeisturum Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins. Hrafnhildur og Stefán voru sigursæl saman hjá Val þegar hún var fyrirliði liðsins og Stefán þjálfari þess. Saman fögnuðu þau bikarnum þrjú ár í röð frá 2012-2014. Stefán er mikill refur en það mun reynast honum þrautin þyngri að taka Hrafnhildi og hennar stelpur á taugum enda þekkir hún sinn gamla læriföður ansi vel. „Ég þekki hann næstum því betur en hann sjálfur. Ég veit nákvæmlega hvernig hann hugsar og hann reynir allt til að gera okkur að stóra liðinu. Honum mun ekki takast það. Kannski nær hann að blekkja sjálfan sig en engan annan,“ segir Hrafnhildur. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn veit ekki nákvæmlega við hverju hún á að búast í undanúrslitaleiknum, en eitthvað verður það sem Stefán kemur á óvart með. „Það er líklegt að þær byrji í 6-0 en hann getur fundið upp á öllum andskotanum og farið í eitthvað bara. Maður þarf að vera svolítið undirbúin undir allt en það er líka það skemmtilega við þetta,“ segir hún. Hrafnhildur laug engu þegar hún sagðist þekkja Stefán betur en handarbakið á sér. Þjálfari Íslandsmeistaranna var ekki lengi að setja pressuna yfir á Eyjakonur sem hafa ekki spilað úrslitaleik eða úrslitaseríu um titil í sex ár. „Eyjaliðið er ótrúlega sterkt. Þegar það eru þrír útlendingar í liðinu er bara titill og ekkert annað í boði að mér finnst,“ segir Stefán. „Fyrir utan þessa þrjá útlendinga þá er Ester öflug, liðið er með tvo landsliðsmarkverði og tvo frábæra hornamenn. Þetta eru allt mjög sterkir leikmenn. Svo má ekki gleyma því að þær hafa ekki tapað leik á árinu þannig að þær eru sigurstranglegri,“ segir hann, en eru Íslandsmeistararnir ekki sigurstranglegri? „Ekki í bikarkeppninni,“ segir Stefán Arnarson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, mætir sínum gamla læriföður, Stefáni Arnarsyni, á fimmtudaginn þegar að Eyjakonur mæta Íslandsmeisturum Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins. Hrafnhildur og Stefán voru sigursæl saman hjá Val þegar hún var fyrirliði liðsins og Stefán þjálfari þess. Saman fögnuðu þau bikarnum þrjú ár í röð frá 2012-2014. Stefán er mikill refur en það mun reynast honum þrautin þyngri að taka Hrafnhildi og hennar stelpur á taugum enda þekkir hún sinn gamla læriföður ansi vel. „Ég þekki hann næstum því betur en hann sjálfur. Ég veit nákvæmlega hvernig hann hugsar og hann reynir allt til að gera okkur að stóra liðinu. Honum mun ekki takast það. Kannski nær hann að blekkja sjálfan sig en engan annan,“ segir Hrafnhildur. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn veit ekki nákvæmlega við hverju hún á að búast í undanúrslitaleiknum, en eitthvað verður það sem Stefán kemur á óvart með. „Það er líklegt að þær byrji í 6-0 en hann getur fundið upp á öllum andskotanum og farið í eitthvað bara. Maður þarf að vera svolítið undirbúin undir allt en það er líka það skemmtilega við þetta,“ segir hún. Hrafnhildur laug engu þegar hún sagðist þekkja Stefán betur en handarbakið á sér. Þjálfari Íslandsmeistaranna var ekki lengi að setja pressuna yfir á Eyjakonur sem hafa ekki spilað úrslitaleik eða úrslitaseríu um titil í sex ár. „Eyjaliðið er ótrúlega sterkt. Þegar það eru þrír útlendingar í liðinu er bara titill og ekkert annað í boði að mér finnst,“ segir Stefán. „Fyrir utan þessa þrjá útlendinga þá er Ester öflug, liðið er með tvo landsliðsmarkverði og tvo frábæra hornamenn. Þetta eru allt mjög sterkir leikmenn. Svo má ekki gleyma því að þær hafa ekki tapað leik á árinu þannig að þær eru sigurstranglegri,“ segir hann, en eru Íslandsmeistararnir ekki sigurstranglegri? „Ekki í bikarkeppninni,“ segir Stefán Arnarson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita