Skammsýni og sóun Steingrímur Ari Arason skrifar 17. apríl 2018 07:00 Systur tvær „skammsýni og sóun“ fara oft saman. Í atvinnurekstri og stjórnmálum er viðvarandi viðfangsefni að fyrirbyggja að þær fái ráðið för.Kerfið segir nei Ragnar Hall lögmaður skrifaði 13. apríl sl. athyglisverða grein þar sem fjallað er um þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og úrskurðarnefndar velferðarmála að synja einstaklingi um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar hjá Klíníkinni Ármúla. Þetta gerist þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið í brýnni þörf fyrir aðgerðina, þrátt fyrir meira en árs bið eftir aðgerðinni hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að Klíníkin Ármúla hafi uppfyllt öll fagleg skilyrði og þrátt fyrir lægri kostnað ríkisins við að samþykkja aðgerðina hjá íslenskum fremur en sænskum aðila. Nei skal það vera þar sem SÍ hafa einungis heimild til að taka þátt í kostnaði við liðskiptaaðgerðir sem framkvæmdar eru erlendis. Í byrjun árs biðu um 1.100 einstaklingar eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Meðalbiðtíminn var um sex mánuðir, en jafnframt upplýst að biðin eftir að komast á biðlistann gæti verið 6-8 mánuðir! Starfsmenn sjúkrahúsa, ekki síst Landspítalans, eru þannig settir í óbærilega stöðu. Synja þarf fólki um þjónustu sem það á rétt á. Jafnframt fer mikill tími starfsmanna í að flokka sjúklingana og í raun að mismuna þeim: „Hvort á að komast á undan í aðgerð sá sem er búinn að bíða í tólf mánuði uppdópaður á verkjalyfjum eða sá sem er búinn að bíða í sex mánuði sárkvalinn?“ Skammsýni Frá árinu 2016, þegar sérstakt átak til að stytta biðlista hófst, hafa þrír heilbrigðisráðherrar ákveðið að liðskiptaaðgerðir í íslenska heibrigðiskerfinu skuli einungis vera í boði hjá stofnunum ríkisins. Samtímis hefur þeirri ósk SÍ verið hafnað að semja um gerviliðaaðgerðir á þeim grunni að „mæli fagleg og fjárhagsleg rök með því verði SÍ jafnframt heimilað að semja um hluta aðgerðanna við sjálfstætt starfandi bæklunarlækna.“ Ósk sem er sett fram til að tryggja sjúkratryggðum greiðan aðgang að þjónustunni og að nýta fjármuni ríkisins eins vel og kostur er. Árið 2018 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fela Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands að framkvæma allar biðlistaaðgerðir átaksins án sérstaks samnings. Þetta er ákveðið þó að fyrir liggi að sjálfstætt starfandi aðilar séu einnig reiðubúnir að veita þjónustuna og að biðlistaaðgerðirnar koma orðið niður á annarri þjónustu Landspítalans. Þannig mátti nýverið lesa í blöðum að takmarkaður mannskapur og aðstöðuleysi valda því að oft þarf að fresta stærri aðgerðum á skurðstofum. Dæmi er um að hjartaaðgerð sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Vegna skorts á legurýmum á gjörgæsludeild og skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki kemst Landspítalinn ekki hjá því að fresta skipulögðum aðgerðum sem krefjast gjörgæslu „jafnvel þótt um lífsnauðsynlegar aðgerðir sé að ræða.“ Sóun Ragnar Hall bendir á að kostnaður sjúkratrygginganna vegna liðskiptaaðgerða sé í flestum tilvikum hærri erlendis en hérlendis. Með því að sækja þjónustuna til útlanda kemur óhjákvæmilega alls konar viðbótarkostnaður til sögunnar. Löngu og erfiðu ferðalagi fylgir fyrirhöfn og óþægindi. Sjúkdómar og aðstöðuleysi geta auk þess útilokað að einstaklingar eigi þess kost að sækja meðferð erlendis á eigin vegum. Staða þeirra er þannig að þeir verða að bíða eftir meðferð innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þessu til viðbótar má svo ekki gleyma sóuninni sem fylgir því að íslenska heilbrigðiskerfið skuli láta það líðast ár eftir ár að sjúklingar þurfi að bíða í neyð eftir aðgerð umfram þrjá mánuði. Svo dæmi sé tekið sýnir íslensk athugun frá árinu 2014 að lækka mætti samfélagslegan kostnað á hvern sjúkling um a.m.k. 500 þús.kr. með því að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerð á hné niður í þrjá mánuði, en bið umfram það er talin óásættanleg samkvæmt viðmiði Embættis landlæknis. Skynsemin segir já Árið 2004 sagði Birgir Jakobsson, nú nýskipaður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að biðraðamenning innan heilbrigðiskerfisins væri krónískur sjúkdómur sem að verulegu leyti væri skipulagsgalli. Undir það er tekið. Flest Evrópulönd hafa nú leyst þennan skipulagsgalla og treyst réttarstöðu sjúkratryggðra, sbr. „vårdgaranti-fyrirkomulagið“ í Svíþjóð. Ef stofnanir ríkisins og samningsbundnir þjónustuveitendur eru ekki sjálfir í stakk búnir til að veita þjónustu sem sjúkratryggðir eiga rétt á innan ásættanlegra tímamarka ber þeim að vísa á tiltekinn annan veitanda. Að öðrum kosti er sjúkratryggðum gert kleift að leita eftir þjónustunni út fyrir „kerfið“. Þar af leiðandi verður það einungis í undantekningartilvikum að ekki tekst að framkvæma umsamda aðgerð á réttum tíma.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Systur tvær „skammsýni og sóun“ fara oft saman. Í atvinnurekstri og stjórnmálum er viðvarandi viðfangsefni að fyrirbyggja að þær fái ráðið för.Kerfið segir nei Ragnar Hall lögmaður skrifaði 13. apríl sl. athyglisverða grein þar sem fjallað er um þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og úrskurðarnefndar velferðarmála að synja einstaklingi um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar hjá Klíníkinni Ármúla. Þetta gerist þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið í brýnni þörf fyrir aðgerðina, þrátt fyrir meira en árs bið eftir aðgerðinni hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að Klíníkin Ármúla hafi uppfyllt öll fagleg skilyrði og þrátt fyrir lægri kostnað ríkisins við að samþykkja aðgerðina hjá íslenskum fremur en sænskum aðila. Nei skal það vera þar sem SÍ hafa einungis heimild til að taka þátt í kostnaði við liðskiptaaðgerðir sem framkvæmdar eru erlendis. Í byrjun árs biðu um 1.100 einstaklingar eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Meðalbiðtíminn var um sex mánuðir, en jafnframt upplýst að biðin eftir að komast á biðlistann gæti verið 6-8 mánuðir! Starfsmenn sjúkrahúsa, ekki síst Landspítalans, eru þannig settir í óbærilega stöðu. Synja þarf fólki um þjónustu sem það á rétt á. Jafnframt fer mikill tími starfsmanna í að flokka sjúklingana og í raun að mismuna þeim: „Hvort á að komast á undan í aðgerð sá sem er búinn að bíða í tólf mánuði uppdópaður á verkjalyfjum eða sá sem er búinn að bíða í sex mánuði sárkvalinn?“ Skammsýni Frá árinu 2016, þegar sérstakt átak til að stytta biðlista hófst, hafa þrír heilbrigðisráðherrar ákveðið að liðskiptaaðgerðir í íslenska heibrigðiskerfinu skuli einungis vera í boði hjá stofnunum ríkisins. Samtímis hefur þeirri ósk SÍ verið hafnað að semja um gerviliðaaðgerðir á þeim grunni að „mæli fagleg og fjárhagsleg rök með því verði SÍ jafnframt heimilað að semja um hluta aðgerðanna við sjálfstætt starfandi bæklunarlækna.“ Ósk sem er sett fram til að tryggja sjúkratryggðum greiðan aðgang að þjónustunni og að nýta fjármuni ríkisins eins vel og kostur er. Árið 2018 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fela Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands að framkvæma allar biðlistaaðgerðir átaksins án sérstaks samnings. Þetta er ákveðið þó að fyrir liggi að sjálfstætt starfandi aðilar séu einnig reiðubúnir að veita þjónustuna og að biðlistaaðgerðirnar koma orðið niður á annarri þjónustu Landspítalans. Þannig mátti nýverið lesa í blöðum að takmarkaður mannskapur og aðstöðuleysi valda því að oft þarf að fresta stærri aðgerðum á skurðstofum. Dæmi er um að hjartaaðgerð sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Vegna skorts á legurýmum á gjörgæsludeild og skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki kemst Landspítalinn ekki hjá því að fresta skipulögðum aðgerðum sem krefjast gjörgæslu „jafnvel þótt um lífsnauðsynlegar aðgerðir sé að ræða.“ Sóun Ragnar Hall bendir á að kostnaður sjúkratrygginganna vegna liðskiptaaðgerða sé í flestum tilvikum hærri erlendis en hérlendis. Með því að sækja þjónustuna til útlanda kemur óhjákvæmilega alls konar viðbótarkostnaður til sögunnar. Löngu og erfiðu ferðalagi fylgir fyrirhöfn og óþægindi. Sjúkdómar og aðstöðuleysi geta auk þess útilokað að einstaklingar eigi þess kost að sækja meðferð erlendis á eigin vegum. Staða þeirra er þannig að þeir verða að bíða eftir meðferð innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þessu til viðbótar má svo ekki gleyma sóuninni sem fylgir því að íslenska heilbrigðiskerfið skuli láta það líðast ár eftir ár að sjúklingar þurfi að bíða í neyð eftir aðgerð umfram þrjá mánuði. Svo dæmi sé tekið sýnir íslensk athugun frá árinu 2014 að lækka mætti samfélagslegan kostnað á hvern sjúkling um a.m.k. 500 þús.kr. með því að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerð á hné niður í þrjá mánuði, en bið umfram það er talin óásættanleg samkvæmt viðmiði Embættis landlæknis. Skynsemin segir já Árið 2004 sagði Birgir Jakobsson, nú nýskipaður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að biðraðamenning innan heilbrigðiskerfisins væri krónískur sjúkdómur sem að verulegu leyti væri skipulagsgalli. Undir það er tekið. Flest Evrópulönd hafa nú leyst þennan skipulagsgalla og treyst réttarstöðu sjúkratryggðra, sbr. „vårdgaranti-fyrirkomulagið“ í Svíþjóð. Ef stofnanir ríkisins og samningsbundnir þjónustuveitendur eru ekki sjálfir í stakk búnir til að veita þjónustu sem sjúkratryggðir eiga rétt á innan ásættanlegra tímamarka ber þeim að vísa á tiltekinn annan veitanda. Að öðrum kosti er sjúkratryggðum gert kleift að leita eftir þjónustunni út fyrir „kerfið“. Þar af leiðandi verður það einungis í undantekningartilvikum að ekki tekst að framkvæma umsamda aðgerð á réttum tíma.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar