Miðstýring í nafni kjarasamninga Davíð Snær Jónsson skrifar 17. apríl 2018 13:54 Miðstýring er ein stærsta mein menntakerfisins á Íslandi í dag og veldur afturhaldssemi á kostnað nemenda. Afturhaldssemi er engum innan menntakerfisins til framdráttar og er kerfi sem við eigum að útrýma. Kennari í framhaldsskóla fer til skólameistara með hugmynd að umbót í kennslu fyrir nemendur. Skólameistarinn upplýsir metnaðarfulla kennarann að samkvæmt kjarasamningi framhaldsskólakennara geti hann ekki veitt honum frelsi til umbóta kennsluaðferða, enda ekki gert ráð fyrir því í samningunum. Framsækni kennarinn snýr því aftur til kennslu á sömu forsendum og hann hóf störf og metnaðarfulla hugmyndin verður að engu. Fyrsta skref í útrýmingu miðstýringar er að veita kennurum frelsi til þess að móta skólastarfið og mætti í þeim efnum skoða aukinn kennaraafslátt til að skapa það rými. Kjarasamningur framhaldsskólakennara á stóra hlutaðild að miðstýringu menntakerfisins og tími kennarans innan skólans er niðurnjörfaður í klukkustundir og mínútur. Innan skólakerfisins eru nemendur sem falla ekki allir undir sama hatt og þeim nemendum er ekki nægilega sinnt. Ég trúi því samt að allir kennarar hafi metnað til þess að gera betur í þágu nemenda. Til þess verðum við að greiða leiðina fyrir kennarann og fækka hraðahindrunum í vegi hans. Framhaldsskólarnir hafa setið eftir í innleiðingu kennsluhátta. Á sama tíma og margir grunnskólar keppast við að innleiða fjölbreytta kennsluhætti, hafa framhaldsskólarnir setið eftir. Það þekkist sums staðar enn þann dag í dag að nemendur megi ekki nota tölvur í tímum svo tekið sé dæmi. Sköpum betra vinnuumhverfi fyrir metnaðarfulla kennara framtíðarinnar og vinnum saman að betra íslensku menntakerfi.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Miðstýring er ein stærsta mein menntakerfisins á Íslandi í dag og veldur afturhaldssemi á kostnað nemenda. Afturhaldssemi er engum innan menntakerfisins til framdráttar og er kerfi sem við eigum að útrýma. Kennari í framhaldsskóla fer til skólameistara með hugmynd að umbót í kennslu fyrir nemendur. Skólameistarinn upplýsir metnaðarfulla kennarann að samkvæmt kjarasamningi framhaldsskólakennara geti hann ekki veitt honum frelsi til umbóta kennsluaðferða, enda ekki gert ráð fyrir því í samningunum. Framsækni kennarinn snýr því aftur til kennslu á sömu forsendum og hann hóf störf og metnaðarfulla hugmyndin verður að engu. Fyrsta skref í útrýmingu miðstýringar er að veita kennurum frelsi til þess að móta skólastarfið og mætti í þeim efnum skoða aukinn kennaraafslátt til að skapa það rými. Kjarasamningur framhaldsskólakennara á stóra hlutaðild að miðstýringu menntakerfisins og tími kennarans innan skólans er niðurnjörfaður í klukkustundir og mínútur. Innan skólakerfisins eru nemendur sem falla ekki allir undir sama hatt og þeim nemendum er ekki nægilega sinnt. Ég trúi því samt að allir kennarar hafi metnað til þess að gera betur í þágu nemenda. Til þess verðum við að greiða leiðina fyrir kennarann og fækka hraðahindrunum í vegi hans. Framhaldsskólarnir hafa setið eftir í innleiðingu kennsluhátta. Á sama tíma og margir grunnskólar keppast við að innleiða fjölbreytta kennsluhætti, hafa framhaldsskólarnir setið eftir. Það þekkist sums staðar enn þann dag í dag að nemendur megi ekki nota tölvur í tímum svo tekið sé dæmi. Sköpum betra vinnuumhverfi fyrir metnaðarfulla kennara framtíðarinnar og vinnum saman að betra íslensku menntakerfi.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun