Að hella eitri í sjó Jón Helgi Björnsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Þessa dagana er enn og aftur verið að hella eitri í sjóinn við Ísland til að drepa laxalús sem herjar á laxeldi á Vestfjörðum. Sífellt kemur betur og betur í ljós að eldi í opnum sjókvíum veldur miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Laxalús er talin ein helsta ógn við villta stofna laxfiska í Noregi og hefur orsakað 12-30% minnkun á stofnum laxfiska sem lifa í nágrenni eldisins. Rétt er að harma það andvaraleysi sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa sýnt varðandi áhrif hennar á umhverfið hérlendis. Matvælastofnun hefur ítrekað dregið úr áhyggjum manna vegna þessarar plágu með fullyrðingum um að hún nái sér ekki á strik í köldum sjó við Ísland. Nú er hið sanna komið í ljós. Matvælastofnun kallar böðun á milljónum fiska með lúsaeitri „fyrirbyggjandi“ aðgerð sem er fullkomlega rangt. Það er ekkert fyrirbyggjandi við slíkar aðgerðir og nær alveg öruggt að eitra þarf aftur að vori. Reynslan hefur sýnt að eitrun nýtist bara í takmarkaðan tíma þangað til lúsin hefur þróað viðnám við eitrinu. Upplýsingagjöf Matvælastofnunar um stöðu lúsasmits er afar takmörkuð og virðist allt gert til að auðvelda uppbyggingu á þessum mengandi iðnaði. Sótt er hart að stjórnvöldum að leyfa frekara eldi meðal annars í Ísafjarðardjúpi og jafnvel Eyjafirði. Lúsaplágan í laxeldinu fyrir vestan hlýtur nú að opna augu MAST og gera þær fyrirætlanir að engu. Það dettur engum heilvita manni í hug að leyfa norskum stórfyrirtækjum að eitra þau svæði sem eru nauðsynleg uppeldi hefðbundinna nytjastofna. Full ástæða er til að fylgjast með áhrifum notkunar á lúsaeitri á lífríki sjávar, uppeldisstöðvar nytjastofna og rækjumið. Þegar laxeldisbylgjan fór af stað var bent á hættuna sem villta laxinum stafar af erfðablöndun, lúsaplágu og sjúkdómum. Nú liggur fyrir að tveir af þessum þremur þáttum eru veruleikinn eftir mjög takmarkað eldi í örfá ár. Því verður vart trúað að stjórnvöld leyfi sér áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna eru annars vegar.Höfundur býr að Laxamýri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er enn og aftur verið að hella eitri í sjóinn við Ísland til að drepa laxalús sem herjar á laxeldi á Vestfjörðum. Sífellt kemur betur og betur í ljós að eldi í opnum sjókvíum veldur miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Laxalús er talin ein helsta ógn við villta stofna laxfiska í Noregi og hefur orsakað 12-30% minnkun á stofnum laxfiska sem lifa í nágrenni eldisins. Rétt er að harma það andvaraleysi sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa sýnt varðandi áhrif hennar á umhverfið hérlendis. Matvælastofnun hefur ítrekað dregið úr áhyggjum manna vegna þessarar plágu með fullyrðingum um að hún nái sér ekki á strik í köldum sjó við Ísland. Nú er hið sanna komið í ljós. Matvælastofnun kallar böðun á milljónum fiska með lúsaeitri „fyrirbyggjandi“ aðgerð sem er fullkomlega rangt. Það er ekkert fyrirbyggjandi við slíkar aðgerðir og nær alveg öruggt að eitra þarf aftur að vori. Reynslan hefur sýnt að eitrun nýtist bara í takmarkaðan tíma þangað til lúsin hefur þróað viðnám við eitrinu. Upplýsingagjöf Matvælastofnunar um stöðu lúsasmits er afar takmörkuð og virðist allt gert til að auðvelda uppbyggingu á þessum mengandi iðnaði. Sótt er hart að stjórnvöldum að leyfa frekara eldi meðal annars í Ísafjarðardjúpi og jafnvel Eyjafirði. Lúsaplágan í laxeldinu fyrir vestan hlýtur nú að opna augu MAST og gera þær fyrirætlanir að engu. Það dettur engum heilvita manni í hug að leyfa norskum stórfyrirtækjum að eitra þau svæði sem eru nauðsynleg uppeldi hefðbundinna nytjastofna. Full ástæða er til að fylgjast með áhrifum notkunar á lúsaeitri á lífríki sjávar, uppeldisstöðvar nytjastofna og rækjumið. Þegar laxeldisbylgjan fór af stað var bent á hættuna sem villta laxinum stafar af erfðablöndun, lúsaplágu og sjúkdómum. Nú liggur fyrir að tveir af þessum þremur þáttum eru veruleikinn eftir mjög takmarkað eldi í örfá ár. Því verður vart trúað að stjórnvöld leyfi sér áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna eru annars vegar.Höfundur býr að Laxamýri
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun