Myndlist er skapandi afl Lilja Alfreðsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Myndlistin gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu, hvort sem er á heimilum, á vinnustöðum eða í hinu opinbera rými. Hún hreyfir við okkur, vekur spurningar og gleður augað. Það yrði vissulega fátæklegt um að litast ef hún væri ekki til staðar. Listin er löng en lífið er stutt. Á okkar lífsferli njótum við ekki aðeins þeirrar listar sem er sköpuð á okkar tímum, heldur einnig þess sem fyrri tímar hafa skilið eftir okkur til handa, til að læra af, njóta og byggja enn frekar á til framtíðar. Hlutverk stjórnvalda á sviði myndlistar er almennt að reyna að skapa þeim sem vilja helga sig listinni eins gott starfsumhverfi og kostur er hverju sinni. Að frátöldum rekstri veigamikilla stofnana eins og Listasafns Íslands, lýtur hlutverk ríkisins á þessu sviði einkum að því að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín. Aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í skapandi samfélagi. Þess vegna skiptir máli að allir landsmenn geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla umhverfi menningar og skapandi greina og það munum við gera. Til að vekja athygli á mikilvægi skapandi myndlistar verða Íslensku myndlistarverðlaunin afhent í fyrsta sinn í dag, til að fagna því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og til að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og myndsköpun þeirra. Með þessum viðburði er fram haldið þeirri tilraun sem hófst með afhendingu svonefndra Sjónlistarverðlauna fyrir um áratug, enda er vert að myndlistin, líkt og aðrar listgreinar, hafi tækifæri til að fagna því sem vel er gert. Í myndlistinni eru það myndlistarmennirnir sem eru hið skapandi afl. Við óskum þeim til hamingju með daginn og þökkum mikilsvert framlag þeirra til íslenskrar menningar og þjóðlífs.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Myndlistin gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu, hvort sem er á heimilum, á vinnustöðum eða í hinu opinbera rými. Hún hreyfir við okkur, vekur spurningar og gleður augað. Það yrði vissulega fátæklegt um að litast ef hún væri ekki til staðar. Listin er löng en lífið er stutt. Á okkar lífsferli njótum við ekki aðeins þeirrar listar sem er sköpuð á okkar tímum, heldur einnig þess sem fyrri tímar hafa skilið eftir okkur til handa, til að læra af, njóta og byggja enn frekar á til framtíðar. Hlutverk stjórnvalda á sviði myndlistar er almennt að reyna að skapa þeim sem vilja helga sig listinni eins gott starfsumhverfi og kostur er hverju sinni. Að frátöldum rekstri veigamikilla stofnana eins og Listasafns Íslands, lýtur hlutverk ríkisins á þessu sviði einkum að því að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín. Aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í skapandi samfélagi. Þess vegna skiptir máli að allir landsmenn geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla umhverfi menningar og skapandi greina og það munum við gera. Til að vekja athygli á mikilvægi skapandi myndlistar verða Íslensku myndlistarverðlaunin afhent í fyrsta sinn í dag, til að fagna því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og til að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og myndsköpun þeirra. Með þessum viðburði er fram haldið þeirri tilraun sem hófst með afhendingu svonefndra Sjónlistarverðlauna fyrir um áratug, enda er vert að myndlistin, líkt og aðrar listgreinar, hafi tækifæri til að fagna því sem vel er gert. Í myndlistinni eru það myndlistarmennirnir sem eru hið skapandi afl. Við óskum þeim til hamingju með daginn og þökkum mikilsvert framlag þeirra til íslenskrar menningar og þjóðlífs.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar