Leikskólamálin í Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson skrifar 22. febrúar 2018 07:58 Leikskólamálin í Reykjavík eru langt frá því að vera ásættanleg. Laun leikskólakennara og leiðbeinenda eru niðurlægjandi auk þess sem börn komast allt of seint inn á leikskóla. Engin lög eru til um hvenær sveitarfélög eiga að bjóða börnum leikskólapláss og því setja sveitarfélögin sér sjálf viðmið um aldur við inntöku barna. Í Reykjavík er miðað við 18 mánaða aldur þótt oftast séu börn ekki að fá pláss fyrr en um tveggja ára. Verðandi og nýbakaðir foreldrar í Reykjavík mega því búast við að þurfa að bíða í að minnsta kosti eitt ár eftir að fæðingarorlofi lýkur til að komast aftur á vinnumarkað. Það er veruleiki sem blasir við mörg hundruð foreldrum í Reykjavík. Upphaflegu markmið leikskólanna voru að tryggja börnum sem bestu uppvaxtarskilyrði og tryggja báðum foreldrum jafnan möguleika á vinnumarkaði. Við erum ansi fjarri þeim markmiðum. Mæður brúa oftar umönnunarbilið, konur vinna frekar hlutastörf og eru með lægri laun en karlar. Dagforeldrakerfið er síðan nánast búið að vera óbreytt frá 1992 og er álíka ólíklegt að komast að hjá dagforeldri og á leikskóla. Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila og sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða þjónustu þeirra líkt og er með leikskóla. Auk þess held ég að flestir foreldrar myndu frekar velja ungbarnaleikskóla. Reykjavíkurborg þarf svo sannarlega að grípa til róttækra aðgerða í leikskóla- og dagvistunarmálum. Ég veit ekki hversu lengi við ætlum að horfa upp á kerfi sem þjónar ekki markmiðum sínum og hreinlega eykur á ójöfnuð í okkar samfélagi. Í dag stuðlum við að því að nýbakaðir foreldrar flýja frá Reykjavík enda eru ekki forsendur til að ala upp barn við þessar aðstæður. Þessu vil ég breyta. Ég vil setja fjármögnun í forgang. Ég vil vera fulltrúi barnafjölskyldna í Reykjavík og ég vil setja alla mína orku í að bæta aðstæður barnafólks. Ég vil að Vinstri græn verði það afl sem kemur Reykjavík upp úr forarpytti í leikskólamálum. Það er eitt stærsta hagsmunamál barnafólks í dag. Heimildir: https://www.bsrb.is/static/files/Utgefid_efni/skyrsla-bsrb-um-dagvistunarurraedi-mai-2017.pdfhttps://hagstofa.is/media/50332/konur_og_karlar_2017.pdfHöfundur sækist eftir 3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Leikskólamálin í Reykjavík eru langt frá því að vera ásættanleg. Laun leikskólakennara og leiðbeinenda eru niðurlægjandi auk þess sem börn komast allt of seint inn á leikskóla. Engin lög eru til um hvenær sveitarfélög eiga að bjóða börnum leikskólapláss og því setja sveitarfélögin sér sjálf viðmið um aldur við inntöku barna. Í Reykjavík er miðað við 18 mánaða aldur þótt oftast séu börn ekki að fá pláss fyrr en um tveggja ára. Verðandi og nýbakaðir foreldrar í Reykjavík mega því búast við að þurfa að bíða í að minnsta kosti eitt ár eftir að fæðingarorlofi lýkur til að komast aftur á vinnumarkað. Það er veruleiki sem blasir við mörg hundruð foreldrum í Reykjavík. Upphaflegu markmið leikskólanna voru að tryggja börnum sem bestu uppvaxtarskilyrði og tryggja báðum foreldrum jafnan möguleika á vinnumarkaði. Við erum ansi fjarri þeim markmiðum. Mæður brúa oftar umönnunarbilið, konur vinna frekar hlutastörf og eru með lægri laun en karlar. Dagforeldrakerfið er síðan nánast búið að vera óbreytt frá 1992 og er álíka ólíklegt að komast að hjá dagforeldri og á leikskóla. Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila og sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða þjónustu þeirra líkt og er með leikskóla. Auk þess held ég að flestir foreldrar myndu frekar velja ungbarnaleikskóla. Reykjavíkurborg þarf svo sannarlega að grípa til róttækra aðgerða í leikskóla- og dagvistunarmálum. Ég veit ekki hversu lengi við ætlum að horfa upp á kerfi sem þjónar ekki markmiðum sínum og hreinlega eykur á ójöfnuð í okkar samfélagi. Í dag stuðlum við að því að nýbakaðir foreldrar flýja frá Reykjavík enda eru ekki forsendur til að ala upp barn við þessar aðstæður. Þessu vil ég breyta. Ég vil setja fjármögnun í forgang. Ég vil vera fulltrúi barnafjölskyldna í Reykjavík og ég vil setja alla mína orku í að bæta aðstæður barnafólks. Ég vil að Vinstri græn verði það afl sem kemur Reykjavík upp úr forarpytti í leikskólamálum. Það er eitt stærsta hagsmunamál barnafólks í dag. Heimildir: https://www.bsrb.is/static/files/Utgefid_efni/skyrsla-bsrb-um-dagvistunarurraedi-mai-2017.pdfhttps://hagstofa.is/media/50332/konur_og_karlar_2017.pdfHöfundur sækist eftir 3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar