Leikskólamálin í Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson skrifar 22. febrúar 2018 07:58 Leikskólamálin í Reykjavík eru langt frá því að vera ásættanleg. Laun leikskólakennara og leiðbeinenda eru niðurlægjandi auk þess sem börn komast allt of seint inn á leikskóla. Engin lög eru til um hvenær sveitarfélög eiga að bjóða börnum leikskólapláss og því setja sveitarfélögin sér sjálf viðmið um aldur við inntöku barna. Í Reykjavík er miðað við 18 mánaða aldur þótt oftast séu börn ekki að fá pláss fyrr en um tveggja ára. Verðandi og nýbakaðir foreldrar í Reykjavík mega því búast við að þurfa að bíða í að minnsta kosti eitt ár eftir að fæðingarorlofi lýkur til að komast aftur á vinnumarkað. Það er veruleiki sem blasir við mörg hundruð foreldrum í Reykjavík. Upphaflegu markmið leikskólanna voru að tryggja börnum sem bestu uppvaxtarskilyrði og tryggja báðum foreldrum jafnan möguleika á vinnumarkaði. Við erum ansi fjarri þeim markmiðum. Mæður brúa oftar umönnunarbilið, konur vinna frekar hlutastörf og eru með lægri laun en karlar. Dagforeldrakerfið er síðan nánast búið að vera óbreytt frá 1992 og er álíka ólíklegt að komast að hjá dagforeldri og á leikskóla. Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila og sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða þjónustu þeirra líkt og er með leikskóla. Auk þess held ég að flestir foreldrar myndu frekar velja ungbarnaleikskóla. Reykjavíkurborg þarf svo sannarlega að grípa til róttækra aðgerða í leikskóla- og dagvistunarmálum. Ég veit ekki hversu lengi við ætlum að horfa upp á kerfi sem þjónar ekki markmiðum sínum og hreinlega eykur á ójöfnuð í okkar samfélagi. Í dag stuðlum við að því að nýbakaðir foreldrar flýja frá Reykjavík enda eru ekki forsendur til að ala upp barn við þessar aðstæður. Þessu vil ég breyta. Ég vil setja fjármögnun í forgang. Ég vil vera fulltrúi barnafjölskyldna í Reykjavík og ég vil setja alla mína orku í að bæta aðstæður barnafólks. Ég vil að Vinstri græn verði það afl sem kemur Reykjavík upp úr forarpytti í leikskólamálum. Það er eitt stærsta hagsmunamál barnafólks í dag. Heimildir: https://www.bsrb.is/static/files/Utgefid_efni/skyrsla-bsrb-um-dagvistunarurraedi-mai-2017.pdfhttps://hagstofa.is/media/50332/konur_og_karlar_2017.pdfHöfundur sækist eftir 3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Leikskólamálin í Reykjavík eru langt frá því að vera ásættanleg. Laun leikskólakennara og leiðbeinenda eru niðurlægjandi auk þess sem börn komast allt of seint inn á leikskóla. Engin lög eru til um hvenær sveitarfélög eiga að bjóða börnum leikskólapláss og því setja sveitarfélögin sér sjálf viðmið um aldur við inntöku barna. Í Reykjavík er miðað við 18 mánaða aldur þótt oftast séu börn ekki að fá pláss fyrr en um tveggja ára. Verðandi og nýbakaðir foreldrar í Reykjavík mega því búast við að þurfa að bíða í að minnsta kosti eitt ár eftir að fæðingarorlofi lýkur til að komast aftur á vinnumarkað. Það er veruleiki sem blasir við mörg hundruð foreldrum í Reykjavík. Upphaflegu markmið leikskólanna voru að tryggja börnum sem bestu uppvaxtarskilyrði og tryggja báðum foreldrum jafnan möguleika á vinnumarkaði. Við erum ansi fjarri þeim markmiðum. Mæður brúa oftar umönnunarbilið, konur vinna frekar hlutastörf og eru með lægri laun en karlar. Dagforeldrakerfið er síðan nánast búið að vera óbreytt frá 1992 og er álíka ólíklegt að komast að hjá dagforeldri og á leikskóla. Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila og sveitarfélögum ber ekki skylda til að niðurgreiða þjónustu þeirra líkt og er með leikskóla. Auk þess held ég að flestir foreldrar myndu frekar velja ungbarnaleikskóla. Reykjavíkurborg þarf svo sannarlega að grípa til róttækra aðgerða í leikskóla- og dagvistunarmálum. Ég veit ekki hversu lengi við ætlum að horfa upp á kerfi sem þjónar ekki markmiðum sínum og hreinlega eykur á ójöfnuð í okkar samfélagi. Í dag stuðlum við að því að nýbakaðir foreldrar flýja frá Reykjavík enda eru ekki forsendur til að ala upp barn við þessar aðstæður. Þessu vil ég breyta. Ég vil setja fjármögnun í forgang. Ég vil vera fulltrúi barnafjölskyldna í Reykjavík og ég vil setja alla mína orku í að bæta aðstæður barnafólks. Ég vil að Vinstri græn verði það afl sem kemur Reykjavík upp úr forarpytti í leikskólamálum. Það er eitt stærsta hagsmunamál barnafólks í dag. Heimildir: https://www.bsrb.is/static/files/Utgefid_efni/skyrsla-bsrb-um-dagvistunarurraedi-mai-2017.pdfhttps://hagstofa.is/media/50332/konur_og_karlar_2017.pdfHöfundur sækist eftir 3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar