

Bréf frá kafara til Tómasar Knútssonar varðandi sjókvíaeldi á Íslandi í dag
Þú sagðist knúinn til að setja á blað lífsreynslu þína varðandi köfun við sjókvíaeldi fyrir um 30 árum síðan og er það gott og vel en nú knýrð þú mig til að gera slíkt hið sama.
Ég fagna áhuga þínum á málefninu en verð að benda á að sá búnaður sem notaður var hér á árum áður og þér er tíðrætt um, stenst á engan hátt samanburð við þær fiskeldiskvíar sem notaðar eru í dag. Þar tala ég af reynslu því ég þekkti og vann við kvíarnar sem þú ræðir um og notaðar voru hér á árum áður og vinn einnig við þær sem notaðar eru í dag.
Síðustu ár hef ég unnið við uppsetningu, eftirlit og viðhald á fiskeldiskvíum og tengdum búnaði á Vestfjörðum og sé um köfunarþjónustu fyrir öll fiskeldisfyrirtækin á því svæði.
Í dag ber öllum fyrirtækjum á Íslandi að nota aðeins vottaðan fiskeldisbúnað samkvæmt kröfuharðasta búnaðarstaðli sem þekkist í heiminum í dag (NS 9415). Þar eru bæði búnaður, kröfur og verklag allt annað Tómas, en við þekktum hér frá fyrri tíð. Einnig hefur orðið mikil framþróun í tækni til þess að dreifa fóðri sem og fylgjast með því að hámarka fóðurnýtingu enda er það dýrasti hluti fiskeldisins. Þessi myndavélatækni og búnaður var ekki til staðar á síðustu öld og var helsta ástæða þess að hætta myndaðist á uppsöfnun fóðurs í botnlagi við sjókvíarnar. Samanburður á búnaði frá fyrri tíð og þess sem notaður er í dag er algjörlega óraunhæfur og ég átta mig á því Tómas, að þú hefur ekki endilega verið að fylgjast með framþróun í þessum málum enda hafa líka mestu framfarirnar átt sér stað síðasta áratuginn.
Eftirlit með sjávarbotninum undir og við sjókvíarnar er einnig í öðrum og betri farvegi en var hér á árum áður. Að setja stikur í sjávarbotninn eins og þú nefndir (hef gert það líka) er ekki látið nægja lengur enda frumstæð aðferð og skilar takmörkuðum árangri. Í dag er reglulega fylgst með lífríki á sjávarbotninum undir og við kvíarnar af okkar færasta vísindafólki sem stöðugt metur ástand alls lífríkis þar og það er lögfest að slík umhverfisvöktun þarf að eiga sér stað samhliða fiskeldinu. Ef þessir vísindamenn sjá einhver teikn á lofti um að lífríki sé ógnað þá þurfa fiskeldisfyrirtækin að draga úr eða hætta eldi á viðkomandi stað.
Að eiga sameiginlegt áhugamál er til þess fallið að menn skilja betur hvorn annan þegar áhugamálið ber á góma. Það ættum við að færa okkur í nyt því ég deili með þér ástríðu fyrir köfun, lífríki sjávar og sjávarbotns. Sjávarbotninn er gólfið á skrifstofunni okkar og því teljum við okkur hafa þar eitthvert vit á og ekki bara það heldur viljum við halda því hreinu. Starf þitt í að leiða Bláa Herinn er frábært og hefur vakið okkur mörg til umhugsunar og hvatt okkur í að standa betur að umgengni við okkar bláu akra.
Í allri einlægni þá fengist ég ekki til að starfa fyrir fiskeldisfyrirtæki ef ég hefði vissu fyrir því að þau væru að valda óafturkræfum skaða á lífríki sjávar. Þessu tengt þá er ég stoltur af og langar til að deila því með þér að ég hef varið miklum tíma og fjármunum í að innleiða umhverfisvottun samkvæmt ströngustu kröfum umhverfisstaðalsins ISO 14001 í minn rekstur sem snýr að þjónustu við fiskeldi. Þar með urðum við fyrsta fyrirtæki landsins í þessum geira til að ná þeim metnaðarfulla áfanga.
Það gerði ég ekki í hagnaðarskyni heldur af ástríðu tengdri lífríki sjávar sem þú þekkir best sjálfur.
Vil að endingu bjóða þér hingað til Vestfjarða þar sem þú getur horft yfir öxl stjórnanda fjarstýrðs kafbáts sem fyrirtæki mitt, Sjótækni er með og búinn er fullkomnum mælitækjum og myndavél til að skoða lífríki sjávarbotnsins eða þá að þú getur stjórnað kafbátnum sjálfur og skoðar það sem þú vilt helst þar sem ég veit að þú hefðir gaman af því.
Þér er frjálst að skoða hvað sem er hvort sem það er hjá Arnarlaxi eða Arctic Fish en ef ég má koma með uppástungu um stað sem ég vil að þú skoðir vel þá er það sjávarbotninn undir elsta sjókvíaeldissvæði Arnarlax sem er út af Haganesi í Arnarfirði. Veit það gleður okkur báða það sem þar er að sjá því þar er fjölbreytt lífríki allt frá fiskum niður í smæstu lífverur.
Hafðu samband og við erum ætíð tilbúin að taka á móti þér og í lok dags getum við fengið að gæða okkur á umhverfisvænstu matvælaframleiðslu heims með laxi úr sjóeldi og ég kokkað fyrir þig uppáhalds réttinn minn.
Með vinsemd og virðingu,
Kjartan Jakob Hauksson
Kafari
Tengdar fréttir

Sjókvíaeldi á Íslandi
Undirritaður finnur sig knúinn til að setja niður á blað lífsreynslu sína af köfun í sjókvíaeldi við Ísland hér áður fyrr (1985-1991.)
Skoðun

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar