Skylduþátttaka Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. júlí 2018 10:00 Síðustu tvö ár hefur þátttaka í bólusetningum hjá yngstu árgöngunum — 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára — verið lakari en árið 2015 og undir því viðmiði sem horft er til svo hægt sé að halda sjúkdómum á borð við mænusótt, pneumókokkum og mislingum í skefjum. Þetta er staðan sem blasir við eftir árlega yfirferð Embættis landlæknis á þátttöku í almennum bólusetningum árið 2017. „[…] ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil,“ segir í skýrslu Landlæknis. Undirritaður hefur áður vakið athygli á þeirri ógnvænlegu stöðu sem upp er komin í bólusetningum hér landi og þá með vísunum í dvínandi þátttöku og veikara hjarðónæmi. Í því samhengi hefur undirritaður gengið svo langt að hvetja til þess að fólk verði skyldað til þess að fara með börn sín í bólusetningu. Hugmynd, sem eftir á að hyggja, væri ekki skynsamleg. Mörg lönd, þar á meðal Frakkland og Ítalía, hafa á undanförnum misserum farið þá leið að skylda fólk í bólusetningar. Þetta er gert af illri nauðsyn og af ótta við að sá mislingafaraldur sem nú geisar í Evrópu og víðar taki á sig stærri og alvarlegri mynd. Á Ítalíu virðast skyldubundnar bólusetningar skila árangri. Samkvæmt nýlegri rannsókn á viðhorfi fólks til nýju löggjafarinnar voru flestir sannfærðar um að skyldubundnar bólusetningar væru skynsamlegar. Í því langtíma verkefni að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum verður fyrst að horfa til þeirra þátta sem annað hvort fæla fólk frá því að bólusetja börn eða valda því að viljugir foreldrar eru ekki boðaðir í bólusetningu. Vitað er að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur bólusetningum, um leið vitum við að það þarf aðeins lítinn hóp til að raska hjarðónæmi með því að afþakka bólusetningu. Munu skyldubundnar bólusetningar, sem jafnvel myndu fela í sér að óbólusett börn fá ekki inngöngu í leikskóla, hafa áhrif á þann hóp sem treystir ekki læknavísindunum fyrir velferð barna sinna? Eflaust ekki. Áhrifin gætu orðið þveröfug, Ítalska rannsóknin sem vísað var til hér að ofan varpar athyglisverðu ljósi á þennan punkt. Rannsóknin leiddi í ljós að það traust sem viðkomandi bar til heilbrigðiskerfisins réð því hversu sáttur, eða ósáttur, hann var með skyldubundna bólusetningu. Öflug og skilvirk miðlun upplýsinga um bólusetningar og vilji og geta heilbrigðisstarfsfólks til að svara spurningum foreldra eru forsenda þess að hægt verði að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum. Sú spurning sem við ættum að vera að spyrja okkur nú tekur ekki til þess hvort þörf sé á lagasetningu til að tryggja þátttöku í bólusetningum, heldur af hverju hópar sem búa í samfélagi sem byggir velferð sína á vísindum og framförum í læknisfræði bera svo lítið traust til heilbrigðiskerfisins? Svar við þeirri spurningu er vafalaust líklegra til að hafa jákvæð áhrif til lengri tíma heldur en skyndilausn sem tekur til þvingana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Tengdar fréttir Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Síðustu tvö ár hefur þátttaka í bólusetningum hjá yngstu árgöngunum — 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára — verið lakari en árið 2015 og undir því viðmiði sem horft er til svo hægt sé að halda sjúkdómum á borð við mænusótt, pneumókokkum og mislingum í skefjum. Þetta er staðan sem blasir við eftir árlega yfirferð Embættis landlæknis á þátttöku í almennum bólusetningum árið 2017. „[…] ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil,“ segir í skýrslu Landlæknis. Undirritaður hefur áður vakið athygli á þeirri ógnvænlegu stöðu sem upp er komin í bólusetningum hér landi og þá með vísunum í dvínandi þátttöku og veikara hjarðónæmi. Í því samhengi hefur undirritaður gengið svo langt að hvetja til þess að fólk verði skyldað til þess að fara með börn sín í bólusetningu. Hugmynd, sem eftir á að hyggja, væri ekki skynsamleg. Mörg lönd, þar á meðal Frakkland og Ítalía, hafa á undanförnum misserum farið þá leið að skylda fólk í bólusetningar. Þetta er gert af illri nauðsyn og af ótta við að sá mislingafaraldur sem nú geisar í Evrópu og víðar taki á sig stærri og alvarlegri mynd. Á Ítalíu virðast skyldubundnar bólusetningar skila árangri. Samkvæmt nýlegri rannsókn á viðhorfi fólks til nýju löggjafarinnar voru flestir sannfærðar um að skyldubundnar bólusetningar væru skynsamlegar. Í því langtíma verkefni að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum verður fyrst að horfa til þeirra þátta sem annað hvort fæla fólk frá því að bólusetja börn eða valda því að viljugir foreldrar eru ekki boðaðir í bólusetningu. Vitað er að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur bólusetningum, um leið vitum við að það þarf aðeins lítinn hóp til að raska hjarðónæmi með því að afþakka bólusetningu. Munu skyldubundnar bólusetningar, sem jafnvel myndu fela í sér að óbólusett börn fá ekki inngöngu í leikskóla, hafa áhrif á þann hóp sem treystir ekki læknavísindunum fyrir velferð barna sinna? Eflaust ekki. Áhrifin gætu orðið þveröfug, Ítalska rannsóknin sem vísað var til hér að ofan varpar athyglisverðu ljósi á þennan punkt. Rannsóknin leiddi í ljós að það traust sem viðkomandi bar til heilbrigðiskerfisins réð því hversu sáttur, eða ósáttur, hann var með skyldubundna bólusetningu. Öflug og skilvirk miðlun upplýsinga um bólusetningar og vilji og geta heilbrigðisstarfsfólks til að svara spurningum foreldra eru forsenda þess að hægt verði að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum. Sú spurning sem við ættum að vera að spyrja okkur nú tekur ekki til þess hvort þörf sé á lagasetningu til að tryggja þátttöku í bólusetningum, heldur af hverju hópar sem búa í samfélagi sem byggir velferð sína á vísindum og framförum í læknisfræði bera svo lítið traust til heilbrigðiskerfisins? Svar við þeirri spurningu er vafalaust líklegra til að hafa jákvæð áhrif til lengri tíma heldur en skyndilausn sem tekur til þvingana.
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun