Skylduþátttaka Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. júlí 2018 10:00 Síðustu tvö ár hefur þátttaka í bólusetningum hjá yngstu árgöngunum — 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára — verið lakari en árið 2015 og undir því viðmiði sem horft er til svo hægt sé að halda sjúkdómum á borð við mænusótt, pneumókokkum og mislingum í skefjum. Þetta er staðan sem blasir við eftir árlega yfirferð Embættis landlæknis á þátttöku í almennum bólusetningum árið 2017. „[…] ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil,“ segir í skýrslu Landlæknis. Undirritaður hefur áður vakið athygli á þeirri ógnvænlegu stöðu sem upp er komin í bólusetningum hér landi og þá með vísunum í dvínandi þátttöku og veikara hjarðónæmi. Í því samhengi hefur undirritaður gengið svo langt að hvetja til þess að fólk verði skyldað til þess að fara með börn sín í bólusetningu. Hugmynd, sem eftir á að hyggja, væri ekki skynsamleg. Mörg lönd, þar á meðal Frakkland og Ítalía, hafa á undanförnum misserum farið þá leið að skylda fólk í bólusetningar. Þetta er gert af illri nauðsyn og af ótta við að sá mislingafaraldur sem nú geisar í Evrópu og víðar taki á sig stærri og alvarlegri mynd. Á Ítalíu virðast skyldubundnar bólusetningar skila árangri. Samkvæmt nýlegri rannsókn á viðhorfi fólks til nýju löggjafarinnar voru flestir sannfærðar um að skyldubundnar bólusetningar væru skynsamlegar. Í því langtíma verkefni að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum verður fyrst að horfa til þeirra þátta sem annað hvort fæla fólk frá því að bólusetja börn eða valda því að viljugir foreldrar eru ekki boðaðir í bólusetningu. Vitað er að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur bólusetningum, um leið vitum við að það þarf aðeins lítinn hóp til að raska hjarðónæmi með því að afþakka bólusetningu. Munu skyldubundnar bólusetningar, sem jafnvel myndu fela í sér að óbólusett börn fá ekki inngöngu í leikskóla, hafa áhrif á þann hóp sem treystir ekki læknavísindunum fyrir velferð barna sinna? Eflaust ekki. Áhrifin gætu orðið þveröfug, Ítalska rannsóknin sem vísað var til hér að ofan varpar athyglisverðu ljósi á þennan punkt. Rannsóknin leiddi í ljós að það traust sem viðkomandi bar til heilbrigðiskerfisins réð því hversu sáttur, eða ósáttur, hann var með skyldubundna bólusetningu. Öflug og skilvirk miðlun upplýsinga um bólusetningar og vilji og geta heilbrigðisstarfsfólks til að svara spurningum foreldra eru forsenda þess að hægt verði að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum. Sú spurning sem við ættum að vera að spyrja okkur nú tekur ekki til þess hvort þörf sé á lagasetningu til að tryggja þátttöku í bólusetningum, heldur af hverju hópar sem búa í samfélagi sem byggir velferð sína á vísindum og framförum í læknisfræði bera svo lítið traust til heilbrigðiskerfisins? Svar við þeirri spurningu er vafalaust líklegra til að hafa jákvæð áhrif til lengri tíma heldur en skyndilausn sem tekur til þvingana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Tengdar fréttir Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu tvö ár hefur þátttaka í bólusetningum hjá yngstu árgöngunum — 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára — verið lakari en árið 2015 og undir því viðmiði sem horft er til svo hægt sé að halda sjúkdómum á borð við mænusótt, pneumókokkum og mislingum í skefjum. Þetta er staðan sem blasir við eftir árlega yfirferð Embættis landlæknis á þátttöku í almennum bólusetningum árið 2017. „[…] ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil,“ segir í skýrslu Landlæknis. Undirritaður hefur áður vakið athygli á þeirri ógnvænlegu stöðu sem upp er komin í bólusetningum hér landi og þá með vísunum í dvínandi þátttöku og veikara hjarðónæmi. Í því samhengi hefur undirritaður gengið svo langt að hvetja til þess að fólk verði skyldað til þess að fara með börn sín í bólusetningu. Hugmynd, sem eftir á að hyggja, væri ekki skynsamleg. Mörg lönd, þar á meðal Frakkland og Ítalía, hafa á undanförnum misserum farið þá leið að skylda fólk í bólusetningar. Þetta er gert af illri nauðsyn og af ótta við að sá mislingafaraldur sem nú geisar í Evrópu og víðar taki á sig stærri og alvarlegri mynd. Á Ítalíu virðast skyldubundnar bólusetningar skila árangri. Samkvæmt nýlegri rannsókn á viðhorfi fólks til nýju löggjafarinnar voru flestir sannfærðar um að skyldubundnar bólusetningar væru skynsamlegar. Í því langtíma verkefni að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum verður fyrst að horfa til þeirra þátta sem annað hvort fæla fólk frá því að bólusetja börn eða valda því að viljugir foreldrar eru ekki boðaðir í bólusetningu. Vitað er að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur bólusetningum, um leið vitum við að það þarf aðeins lítinn hóp til að raska hjarðónæmi með því að afþakka bólusetningu. Munu skyldubundnar bólusetningar, sem jafnvel myndu fela í sér að óbólusett börn fá ekki inngöngu í leikskóla, hafa áhrif á þann hóp sem treystir ekki læknavísindunum fyrir velferð barna sinna? Eflaust ekki. Áhrifin gætu orðið þveröfug, Ítalska rannsóknin sem vísað var til hér að ofan varpar athyglisverðu ljósi á þennan punkt. Rannsóknin leiddi í ljós að það traust sem viðkomandi bar til heilbrigðiskerfisins réð því hversu sáttur, eða ósáttur, hann var með skyldubundna bólusetningu. Öflug og skilvirk miðlun upplýsinga um bólusetningar og vilji og geta heilbrigðisstarfsfólks til að svara spurningum foreldra eru forsenda þess að hægt verði að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum. Sú spurning sem við ættum að vera að spyrja okkur nú tekur ekki til þess hvort þörf sé á lagasetningu til að tryggja þátttöku í bólusetningum, heldur af hverju hópar sem búa í samfélagi sem byggir velferð sína á vísindum og framförum í læknisfræði bera svo lítið traust til heilbrigðiskerfisins? Svar við þeirri spurningu er vafalaust líklegra til að hafa jákvæð áhrif til lengri tíma heldur en skyndilausn sem tekur til þvingana.
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar