Lífið

Stökk upp á svið og reif hljóðnemann af bresku söngkonunni

Sylvía Hall skrifar
Maðurinn náði að komast að söngkonunni og grípa af henni hljóðnemann.
Maðurinn náði að komast að söngkonunni og grípa af henni hljóðnemann. Skjáskot/RÚV
Maður hljóp inn á sviðið þegar söngkonan SuRie flutti framlag Breta í kvöld. Maður greip í hljóðnemann og talaði í hann í þar til hann var gripinn af öryggisvörðum og dreginn af sviðinu.

SuRie hélt þó ótrauð áfram með atriði sitt og virtist ekki láta þetta á sig fá. Hún fær þó að flytja atriði sitt aftur á eftir ítalska atriðinu, og lýkur þar með kvöldinu í kvöld.

Uppfært klukkan 21:10: Söngkonunni SuRie var boðið að flytja atriði sitt aftur í lok kvöldsins í kjölfar uppákomunnar, en afþakkaði boðið. Hún segist vera stolt af frammistöðu sinni fyrr í kvöld og fannst því óþarfi að flytja lagið aftur.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.