Þar sem allar raddir heyrast Elsa María Guðlaugs Drífudóttir skrifar 23. mars 2018 09:00 Sönn, djúp og margbreytileg félagsleg vídd er meginuppspretta öflugrar framþróunar og samkeppnishæfni samfélagsins, bæði heima sem og á alþjóðlega vísu. Við þurfum að búa yfir sterkri félagslegri vídd til þess að samtöl geti átt sér stað þar sem ólíkar skoðanir endurspeglast og nýjar hugmyndir fæðast. Þar sem einstaklingar geta horft í kringum sig og séð brot af sjálfum sér í þessu og hinu horninu og fá tækifæri til þess að bera saman það sem er öðruvísi og uppgötvað, lært og þróað. Frjótt og kröftugt samfélag þarf á mörgum ólíkum röddum að halda til þess að falla ekki í sama hjólfarið, ellegar leggjumst við í gráan, einsleitan hversdag eins og tónlistarmaður sem hefur ekki áttað sig á því að til sé fleiri en ein nóta og fleiri en einn styrkleiki. Forsenda lifandi félagslegrar víddar er opið og aðgengilegt samfélag. Aðgengi í daglegu lífi er mjög umfangsmikið og flókið fyrirbæri og er ótal margt sem hægt er að setja þar í undirflokka. Aðgengi er meðal annars húsnæðið sem við notum, tungumálið sem við tölum, loftið sem við öndum og leturgerðin á textanum sem við lesum. Aðgengi er allur sá raunveruleiki sem umkringir okkur og því ekki að furða að erfitt er að henda reiður á nákvæmlega hvað sé talað um. Engu að síður er mikilvægt að hlusta þegar það kemst til tals og leitast við að bæta úr þar sem bóta er þörf. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að stöðugt er þörf á því að berjast fyrir fullkomnu aðgengi, rétt eins og fullkomnu jafnrétti. Við erum aldrei búin að ræða þetta og það er alltaf eitthvað sem má bæta. Við þörfnumst samfélags sem ekki einungis fagnar fjölbreytileikanum á blaði heldur líka í verki. Gæta þarf að því að allir, óháð efnahag, kyni, kynhneigð, stétt, þjóðerni, trú o.s.fv., upplifi sig sem samþykktan og vel metinn hluta af umhverfi sínu, og fái tækifæri til þess að tjá sig. Það er þess vegna sem allir talsmenn og -hópar ólíkra hluta samfélagsins þurfa að gæta að því að þessi margbrotna heild skili sér alla leið í þau orð sem sögð eru fyrir þeirra hönd. Þetta er forsenda þess að hægt sé að gæta áreiðanleika og að þeir sem fyrir er talað upplifi sem svo að þeirra hagsmunum sé sannarlega sinnt. Við þurfum á öllu hljómfallinu að halda, hljómsveit ólíkra hljóðfæra sem koma saman í tónahræring.Höfundur er alþjóðaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sönn, djúp og margbreytileg félagsleg vídd er meginuppspretta öflugrar framþróunar og samkeppnishæfni samfélagsins, bæði heima sem og á alþjóðlega vísu. Við þurfum að búa yfir sterkri félagslegri vídd til þess að samtöl geti átt sér stað þar sem ólíkar skoðanir endurspeglast og nýjar hugmyndir fæðast. Þar sem einstaklingar geta horft í kringum sig og séð brot af sjálfum sér í þessu og hinu horninu og fá tækifæri til þess að bera saman það sem er öðruvísi og uppgötvað, lært og þróað. Frjótt og kröftugt samfélag þarf á mörgum ólíkum röddum að halda til þess að falla ekki í sama hjólfarið, ellegar leggjumst við í gráan, einsleitan hversdag eins og tónlistarmaður sem hefur ekki áttað sig á því að til sé fleiri en ein nóta og fleiri en einn styrkleiki. Forsenda lifandi félagslegrar víddar er opið og aðgengilegt samfélag. Aðgengi í daglegu lífi er mjög umfangsmikið og flókið fyrirbæri og er ótal margt sem hægt er að setja þar í undirflokka. Aðgengi er meðal annars húsnæðið sem við notum, tungumálið sem við tölum, loftið sem við öndum og leturgerðin á textanum sem við lesum. Aðgengi er allur sá raunveruleiki sem umkringir okkur og því ekki að furða að erfitt er að henda reiður á nákvæmlega hvað sé talað um. Engu að síður er mikilvægt að hlusta þegar það kemst til tals og leitast við að bæta úr þar sem bóta er þörf. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að stöðugt er þörf á því að berjast fyrir fullkomnu aðgengi, rétt eins og fullkomnu jafnrétti. Við erum aldrei búin að ræða þetta og það er alltaf eitthvað sem má bæta. Við þörfnumst samfélags sem ekki einungis fagnar fjölbreytileikanum á blaði heldur líka í verki. Gæta þarf að því að allir, óháð efnahag, kyni, kynhneigð, stétt, þjóðerni, trú o.s.fv., upplifi sig sem samþykktan og vel metinn hluta af umhverfi sínu, og fái tækifæri til þess að tjá sig. Það er þess vegna sem allir talsmenn og -hópar ólíkra hluta samfélagsins þurfa að gæta að því að þessi margbrotna heild skili sér alla leið í þau orð sem sögð eru fyrir þeirra hönd. Þetta er forsenda þess að hægt sé að gæta áreiðanleika og að þeir sem fyrir er talað upplifi sem svo að þeirra hagsmunum sé sannarlega sinnt. Við þurfum á öllu hljómfallinu að halda, hljómsveit ólíkra hljóðfæra sem koma saman í tónahræring.Höfundur er alþjóðaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar