Ávinningur háskólamenntunar Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 23. mars 2018 07:38 Nýlega fjallaði Viðskiptaráð um að fjárhagslegur ávinningur háskólamenntunar hafi dvínað hratt því sífellt erfiðara sé að fá störf við hæfi. Þá veltir Viðskiptaráð upp tillögum til aðgerða sem þau skipta í þrennt: í fyrsta lagi að stjórnvöld búi til umgjörð þar sem hægt er að skapa fleiri verðmætari störf, í öðru lagi að beina eigi námsmönnum í þær greinar sem eftirspurn er eftir og í þriðja lagi að huga þurfi að breyttum heimi þar sem færnikröfur eru að verða mikilvægari en háskólagráða.Vegvísir framtíðar Það er mikilvægt að þessi umræða komi upp en á sama tíma veltir maður fyrir sér hvort þetta sé í raun og veru eins einfalt og Viðskiptaráð stillir þessu upp. Menntun er aldrei vandamálið, menntun er vegvísir framtíðar. Hlutfall menntaðra á Íslandi er lægra en hjá nágrannaþjóðum okkar. Stöðugt er fjallað um fjárhagslegan ávinning sem eina nauðsynlegu ástæðuna fyrir menntun. Það er þröngsýnt að mínu mati þar sem menntun er forsenda nýsköpunar og framþróunar samfélags. Sömuleiðis skilar fjárfesting í menntun og rannsóknum sér margfalt til baka til samfélagsins í auknum lífsgæðum og hagvexti, eins og rektor kemur inn á í grein sinni nýverið. Ávinningur menntunar er því ekki aðeins fjárhagslegur, heldur einnig samfélagslegur og eykur lífsgæði landsmanna.Viðhorf til menntunar Lausnin er ekki að fækka háskólamenntuðum. Virði menntunar er ekki minna en það var áður, heldur er það viðhorf atvinnulífsins til menntunar sem fer dvínandi. Lausnin felst í því að gera Ísland eftirsóknarvert fyrir háskólamenntað fólk og spilar atvinnulíf, ríkið og sveitarfélögin þar stór hlutverk. Menntaðar stéttir eru að dragast aftur úr í launum, og þá sérstaklega kvennastéttir. Það er ákvörðun vinnumarkaðs. Atvinnulífið, ríkið og samfélagið í heild sinni þurfa að endurskoða viðhorf sitt til stúdenta og menntaðra stétta. Tökum sem dæmi hjúkrunarfræðinga. Nú er mikil vöntun í þeirri stétt, en Viðskiptaráð leggur einmitt til að það eigi að fara að stýra nemendum inn í það nám þar sem vantar fólk. Nú velti ég fyrir mér hvort það sér ekki nærtækara að spyrja sig af hverju útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér ekki inn heilbrigðiskerfið. Skyldi það kannski vera því að léleg kjör og bágar vinnuaðstæður spila þar stórt hlutverk? Svipað dæmi væri hægt að taka um kennarastéttina. Sömuleiðis veltir maður fyrir sér hvort það sé boðlegt að segja til um hvað nýtist og hvað ekki þegar samfélagið er í stöðugri þróun. Að móta námskerfið eftir skammtímaþörfum með takmarkaðar upplýsingar er þröngsýnt. Enn fremur geta einstakar gráður ekki uppfyllt að fullu þær kröfur sem samfélagið gerir til nýbreytni eða frumkvæðis innan mismunandi atvinnugeira samfélagsins. Ef við ættum stöðugt að taka tillit til skammtíma eftirspurnar atvinnulífs í samfélagi þar sem þróunin er hröð og eftirspurnin brigðul gæti það grafið undan gæði náms. Vill Ísland bjóða upp á eftirsóknarvert umhverfi fyrir menntaðar stéttir, eða viljum við að stúdentar vilji frekar nýta reynslu og lærdóm sinn í öðrum löndum?Heildræn sýn á stöðu stúdenta Á sama tíma þarf að huga að því auka gæði náms og umhverfi stúdenta og þarf þá að horfa heildrænt á stöðu þeirra. Eitt helsta vandamál stúdenta við menntun í dag er kostnaður, og getur það vandamál verið margþætt. Langt nám leiðir af sér meiri tekjuskerðingu og skuldasöfnun. Ekki nóg með það, þá er grunnframfærsla stúdenta hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna langt fyrir neðan atvinnuleysis- og öryrkjabætur, og Félagsstofnun stúdenta getur ekki sinnt eftirspurn eftir stúdentaíbúðum á meðan fleiri íbúðir eru ekki byggðar. Leigu- og húsnæðismarkaður eru á sama tíma enn meiri höfuðverkur fyrir stúdenta og þetta eru allt pólitískar ákvarðanir sem leiða til þess umhverfis sem stúdentar þurfa að takast á við. Pólitískar ákvarðanir sem stjórnvöld bera ábyrgð á. Ætli einstaklingur að fara í framhaldsnám þýðir það enn meiri töf á að hefja starfsferil sinn. Margar meistaragráður bjóða þó upp á starfsnám þar sem nemendur öðlast reynslu, en það fá nemendur yfirleitt ekki greitt. Niðurstaða mín er því sú að samfélagið þarf að fara að endurskoða sjónarhorn sitt bæði gagnvart stúdentum og menntun. Hvaða umhverfi viljum við bjóða stúdentum?Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði Viðskiptaráð um að fjárhagslegur ávinningur háskólamenntunar hafi dvínað hratt því sífellt erfiðara sé að fá störf við hæfi. Þá veltir Viðskiptaráð upp tillögum til aðgerða sem þau skipta í þrennt: í fyrsta lagi að stjórnvöld búi til umgjörð þar sem hægt er að skapa fleiri verðmætari störf, í öðru lagi að beina eigi námsmönnum í þær greinar sem eftirspurn er eftir og í þriðja lagi að huga þurfi að breyttum heimi þar sem færnikröfur eru að verða mikilvægari en háskólagráða.Vegvísir framtíðar Það er mikilvægt að þessi umræða komi upp en á sama tíma veltir maður fyrir sér hvort þetta sé í raun og veru eins einfalt og Viðskiptaráð stillir þessu upp. Menntun er aldrei vandamálið, menntun er vegvísir framtíðar. Hlutfall menntaðra á Íslandi er lægra en hjá nágrannaþjóðum okkar. Stöðugt er fjallað um fjárhagslegan ávinning sem eina nauðsynlegu ástæðuna fyrir menntun. Það er þröngsýnt að mínu mati þar sem menntun er forsenda nýsköpunar og framþróunar samfélags. Sömuleiðis skilar fjárfesting í menntun og rannsóknum sér margfalt til baka til samfélagsins í auknum lífsgæðum og hagvexti, eins og rektor kemur inn á í grein sinni nýverið. Ávinningur menntunar er því ekki aðeins fjárhagslegur, heldur einnig samfélagslegur og eykur lífsgæði landsmanna.Viðhorf til menntunar Lausnin er ekki að fækka háskólamenntuðum. Virði menntunar er ekki minna en það var áður, heldur er það viðhorf atvinnulífsins til menntunar sem fer dvínandi. Lausnin felst í því að gera Ísland eftirsóknarvert fyrir háskólamenntað fólk og spilar atvinnulíf, ríkið og sveitarfélögin þar stór hlutverk. Menntaðar stéttir eru að dragast aftur úr í launum, og þá sérstaklega kvennastéttir. Það er ákvörðun vinnumarkaðs. Atvinnulífið, ríkið og samfélagið í heild sinni þurfa að endurskoða viðhorf sitt til stúdenta og menntaðra stétta. Tökum sem dæmi hjúkrunarfræðinga. Nú er mikil vöntun í þeirri stétt, en Viðskiptaráð leggur einmitt til að það eigi að fara að stýra nemendum inn í það nám þar sem vantar fólk. Nú velti ég fyrir mér hvort það sér ekki nærtækara að spyrja sig af hverju útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér ekki inn heilbrigðiskerfið. Skyldi það kannski vera því að léleg kjör og bágar vinnuaðstæður spila þar stórt hlutverk? Svipað dæmi væri hægt að taka um kennarastéttina. Sömuleiðis veltir maður fyrir sér hvort það sé boðlegt að segja til um hvað nýtist og hvað ekki þegar samfélagið er í stöðugri þróun. Að móta námskerfið eftir skammtímaþörfum með takmarkaðar upplýsingar er þröngsýnt. Enn fremur geta einstakar gráður ekki uppfyllt að fullu þær kröfur sem samfélagið gerir til nýbreytni eða frumkvæðis innan mismunandi atvinnugeira samfélagsins. Ef við ættum stöðugt að taka tillit til skammtíma eftirspurnar atvinnulífs í samfélagi þar sem þróunin er hröð og eftirspurnin brigðul gæti það grafið undan gæði náms. Vill Ísland bjóða upp á eftirsóknarvert umhverfi fyrir menntaðar stéttir, eða viljum við að stúdentar vilji frekar nýta reynslu og lærdóm sinn í öðrum löndum?Heildræn sýn á stöðu stúdenta Á sama tíma þarf að huga að því auka gæði náms og umhverfi stúdenta og þarf þá að horfa heildrænt á stöðu þeirra. Eitt helsta vandamál stúdenta við menntun í dag er kostnaður, og getur það vandamál verið margþætt. Langt nám leiðir af sér meiri tekjuskerðingu og skuldasöfnun. Ekki nóg með það, þá er grunnframfærsla stúdenta hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna langt fyrir neðan atvinnuleysis- og öryrkjabætur, og Félagsstofnun stúdenta getur ekki sinnt eftirspurn eftir stúdentaíbúðum á meðan fleiri íbúðir eru ekki byggðar. Leigu- og húsnæðismarkaður eru á sama tíma enn meiri höfuðverkur fyrir stúdenta og þetta eru allt pólitískar ákvarðanir sem leiða til þess umhverfis sem stúdentar þurfa að takast á við. Pólitískar ákvarðanir sem stjórnvöld bera ábyrgð á. Ætli einstaklingur að fara í framhaldsnám þýðir það enn meiri töf á að hefja starfsferil sinn. Margar meistaragráður bjóða þó upp á starfsnám þar sem nemendur öðlast reynslu, en það fá nemendur yfirleitt ekki greitt. Niðurstaða mín er því sú að samfélagið þarf að fara að endurskoða sjónarhorn sitt bæði gagnvart stúdentum og menntun. Hvaða umhverfi viljum við bjóða stúdentum?Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar