Virðum flugöryggi Ingvar Mar Jónsson skrifar 15. apríl 2018 08:00 Framsóknarflokkurinn vill vernda Reykjavíkurflugvöll i núverandi mynd og byggja hann upp til þess að hann nýtist samfélaginu betur. Framsókn vill tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli, því ekki skortir byggingaland í borginni. Rétt eins og aðrir flugvellir skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður. Völlurinn gegnir einnig mikilvægu öryggishlutverki fyrir flugsamgöngukerfi landsins sem besti varaflugvöllur millilandaflugsins. Ég hef margoft komið fljúgandi til Keflavíkur í slæmu veðri eftir langt næturflug, þá er mikið öryggi í því fólgið að geta lent á Reykjavíkurflugvelli ef skilyrði heimila ekki lendingu í Keflavík. Sem flugmaður og flugstjóri í innanlands- og millilandaflugi til ríflega tuttugu ára, finnst mér algjört glapræði að þrengja að eða leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ég vil í raun leggja það að jöfnu við að fjarlægja öryggisbelti úr bifreiðum.Rándýrar íbúðir fyrir hverja?Það er dýrara að byggja í mýri en á klöpp. Að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á að kaupa sér nýja íbúð þar. Líklegt er að efnameiri einstaklingar muni yfirbjóða þá efnaminni. Mikil þörf er fyrir ódýrt húsnæði fyrir fyrstu fasteignakaupendur og ungar barnafjölskyldur, en slíkt húsnæði verður tæplega á boðstólum í Vatnsmýrinni. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að leggja hann niður. Rétt er að benda á að mörg dæmi eru um flugvelli í þéttbýli í erlendum stórborgum, t.d. London city og La Guardia í New York.Virðum vilja íbúa og verum skynsöm.Samkvæmt öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðustu misseri, vill meirihluti borgarbúa og mikill meirihluti landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Mikil verðmæti eru fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Út frá flugöryggi er óumdeilt að Ísland þarf tvo flugvelli á suður eða suðvesturlandi sem geta tekið á móti þotum í millilandaflugi. Því er ekki nægjanlegt að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, ávallt mun þurfa að byggja nýjan varaflugvöll. Spurningin er því hvort við viljum leggja niður Reykjavíkurflugvöll, sem þjónar hlutverki sínu vel, til þess að byggja annan flugvöll sem mun sennilega kosta 200 milljarða króna. Eru ekki önnur samfélagsverkefni brýnni? Ég hvet þig kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn í Reykjavík. X-B.Höfundur er flugstjóri hjá Icelandair og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn vill vernda Reykjavíkurflugvöll i núverandi mynd og byggja hann upp til þess að hann nýtist samfélaginu betur. Framsókn vill tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli, því ekki skortir byggingaland í borginni. Rétt eins og aðrir flugvellir skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður. Völlurinn gegnir einnig mikilvægu öryggishlutverki fyrir flugsamgöngukerfi landsins sem besti varaflugvöllur millilandaflugsins. Ég hef margoft komið fljúgandi til Keflavíkur í slæmu veðri eftir langt næturflug, þá er mikið öryggi í því fólgið að geta lent á Reykjavíkurflugvelli ef skilyrði heimila ekki lendingu í Keflavík. Sem flugmaður og flugstjóri í innanlands- og millilandaflugi til ríflega tuttugu ára, finnst mér algjört glapræði að þrengja að eða leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ég vil í raun leggja það að jöfnu við að fjarlægja öryggisbelti úr bifreiðum.Rándýrar íbúðir fyrir hverja?Það er dýrara að byggja í mýri en á klöpp. Að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á að kaupa sér nýja íbúð þar. Líklegt er að efnameiri einstaklingar muni yfirbjóða þá efnaminni. Mikil þörf er fyrir ódýrt húsnæði fyrir fyrstu fasteignakaupendur og ungar barnafjölskyldur, en slíkt húsnæði verður tæplega á boðstólum í Vatnsmýrinni. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að leggja hann niður. Rétt er að benda á að mörg dæmi eru um flugvelli í þéttbýli í erlendum stórborgum, t.d. London city og La Guardia í New York.Virðum vilja íbúa og verum skynsöm.Samkvæmt öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðustu misseri, vill meirihluti borgarbúa og mikill meirihluti landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Mikil verðmæti eru fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Út frá flugöryggi er óumdeilt að Ísland þarf tvo flugvelli á suður eða suðvesturlandi sem geta tekið á móti þotum í millilandaflugi. Því er ekki nægjanlegt að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, ávallt mun þurfa að byggja nýjan varaflugvöll. Spurningin er því hvort við viljum leggja niður Reykjavíkurflugvöll, sem þjónar hlutverki sínu vel, til þess að byggja annan flugvöll sem mun sennilega kosta 200 milljarða króna. Eru ekki önnur samfélagsverkefni brýnni? Ég hvet þig kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn í Reykjavík. X-B.Höfundur er flugstjóri hjá Icelandair og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar