Kristín: Veit að Stebbi er skíthræddur við okkur Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. apríl 2018 18:20 Kristín átti frábæran leik í dag. vísir/valli „Ég var rosalega gíruð og tilbúin í þennan leik. Ég fann það strax í upphitun sem var rosalega þægileg tilfinning af því þetta hafa verið ótrúlega erfiðir leikir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sem átti hreint út sagt frábæran leik í dag í öruggum sigri liðsins á Haukum, 26-19. Kristín skoraði 7 mörk úr 12 skotum og átti því stóran þátt í að tryggja sínu liði sæti í úrslita einvíginu í Olís deild kvenna sem verður gegn Fram. „Eftir tapið okkar hér á heimavelli átti ég bara hræðilega daga. Það er erfitt að gíra sig upp í svona slag þegar maður er með hnút í maganum en í dag fann ég bara að þetta yrði minn dagur,“ sagði Kristín en um var að ræða oddaleik í dag þar sem staðan var jöfn, 2-2, í einvíginu. Hún sagði að síðasti leikur liðanna sem fram fór í Schenker höllinni í Hafnarfirði hefði gefið góða vísbendingu um framvindu mála í dag. „Síðustu tíu mínútur í síðasta leik fannst mér þær bara búnar. Hvernig við komumst yfir á síðustu tíu mínútunum þá var ótrúlegt því við vorum ekki einu sinni að standa vörnina og allt í einu vorum við komnar yfir. Ég fékk góða tilfinningu eftir þann leik.“ Hún Kristín er ekki vön að vera markahæst í sínu liði en hún segir að Haukar hefðu lagt áherslu á að stöðva aðra leikmenn en hana og það hefði því opnað pláss sem hún nýtti sér. „Þær voru að mæta vel á Morgan Marie og Díönu í sókninni okkar og þá opnast pláss fyrir mig og þá verð ég að stíga upp.“ Hún kveðst vera spennt fyrir einvíginu gegn Fram en liðin áttust við í hörkuspennandi úrslitaeinvígjum fyrir nokkrum árum og þá þrjú ár í röð. „Ég held þetta verði fimm leikja sería eins og í gamla daga, 2010, ’11 og 12’. Frábært að spila í Fram heimilinu, finnst það alltaf gaman, og frábært að spila gegn Stebba. Þetta bara gæti ekki verið betra,“ sagði Kristín og vísar þar til Stefán Arnarssonar sem þjálfaði hana hjá Val fyrir nokkrum árum. Stefán sagði á dögunum að hann vildi helst mæta Val í úrslitaeinvíginu en Katrín gefur lítið fyrir það. „Ég veit að Stebbi er skíthræddur við okkur,“ sagði Katrín hlæjandi. Olís-deild kvenna Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
„Ég var rosalega gíruð og tilbúin í þennan leik. Ég fann það strax í upphitun sem var rosalega þægileg tilfinning af því þetta hafa verið ótrúlega erfiðir leikir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sem átti hreint út sagt frábæran leik í dag í öruggum sigri liðsins á Haukum, 26-19. Kristín skoraði 7 mörk úr 12 skotum og átti því stóran þátt í að tryggja sínu liði sæti í úrslita einvíginu í Olís deild kvenna sem verður gegn Fram. „Eftir tapið okkar hér á heimavelli átti ég bara hræðilega daga. Það er erfitt að gíra sig upp í svona slag þegar maður er með hnút í maganum en í dag fann ég bara að þetta yrði minn dagur,“ sagði Kristín en um var að ræða oddaleik í dag þar sem staðan var jöfn, 2-2, í einvíginu. Hún sagði að síðasti leikur liðanna sem fram fór í Schenker höllinni í Hafnarfirði hefði gefið góða vísbendingu um framvindu mála í dag. „Síðustu tíu mínútur í síðasta leik fannst mér þær bara búnar. Hvernig við komumst yfir á síðustu tíu mínútunum þá var ótrúlegt því við vorum ekki einu sinni að standa vörnina og allt í einu vorum við komnar yfir. Ég fékk góða tilfinningu eftir þann leik.“ Hún Kristín er ekki vön að vera markahæst í sínu liði en hún segir að Haukar hefðu lagt áherslu á að stöðva aðra leikmenn en hana og það hefði því opnað pláss sem hún nýtti sér. „Þær voru að mæta vel á Morgan Marie og Díönu í sókninni okkar og þá opnast pláss fyrir mig og þá verð ég að stíga upp.“ Hún kveðst vera spennt fyrir einvíginu gegn Fram en liðin áttust við í hörkuspennandi úrslitaeinvígjum fyrir nokkrum árum og þá þrjú ár í röð. „Ég held þetta verði fimm leikja sería eins og í gamla daga, 2010, ’11 og 12’. Frábært að spila í Fram heimilinu, finnst það alltaf gaman, og frábært að spila gegn Stebba. Þetta bara gæti ekki verið betra,“ sagði Kristín og vísar þar til Stefán Arnarssonar sem þjálfaði hana hjá Val fyrir nokkrum árum. Stefán sagði á dögunum að hann vildi helst mæta Val í úrslitaeinvíginu en Katrín gefur lítið fyrir það. „Ég veit að Stebbi er skíthræddur við okkur,“ sagði Katrín hlæjandi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira