Sendiherra til sölu Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Opinber embætti ættu að vera skipuð hæfasta aðila hverju sinni. Þegar um er að ræða embætti sendiherra Íslands til erlendra ríkja er fýsilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar búa þannig yfir ákveðinni hæfni sem gæti reynst vel í slíkum embættum. Aftur á móti ætti utanríkisráðherra aldrei að skipa aðila í embætti í þeim skilningi að hann sjálfur yrði launaður seinna með eigin sendiherratign. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, skipaði Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum árið 2014. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins líkt og mörgum er kunnugt um. Nýverið birtist upptaka af Gunnari Braga þar sem hann segir: „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.““ Gunnar Bragi virðir traust kjósenda að vettugi. Þingmaðurinn tók umboðið sem þjóðin veitti honum og nýtti sér það til þess að tryggja sjálfum sér eftirsótta og hálaunaða vinnu að loknum stjórnmálaferli sínum. Slík spilling á ekki að viðgangast hérlendis. Vinnubrögðin draga í efa allar þær ákvarðanir sem þingmaðurinn tók sem utanríkisráðherra og raunverulegu ástæðurnar á bak við þær. Gunnar Bragi hefur rýrt traust almennings á stjórnmálum og ætti að biðjast afsökunar og segja af sér hið snarasta. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður sendiherra og Gunnar Bragi viðurkennir að hann hafi farið á fund núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og gert grein fyrir því að honum þætti „sanngjarnt“ að horft væri til svipaðra hluta þegar hann þyrfti á því að halda. Hverju svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins? Harðneitaði hann að spila með heiðarleika íslenskra stjórnvalda og ef svo, hvers vegna skipaði Gunnar Bragi Geir sendiherra hvort sem er? Eða leist formanni Sjálfstæðisflokksins vel á fyrirkomulagið? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók undir orð Gunnars Braga og sagði að Bjarni Benediktsson hefði „fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum“. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar hvetur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á skipun sendiherra síðustu ár. Embætti sendiherra eru of mikilvæg fyrir utanríkisþjónustu þjóðarinnar til þess að vera keypt og seld í bakherbergjum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Opinber embætti ættu að vera skipuð hæfasta aðila hverju sinni. Þegar um er að ræða embætti sendiherra Íslands til erlendra ríkja er fýsilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar búa þannig yfir ákveðinni hæfni sem gæti reynst vel í slíkum embættum. Aftur á móti ætti utanríkisráðherra aldrei að skipa aðila í embætti í þeim skilningi að hann sjálfur yrði launaður seinna með eigin sendiherratign. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, skipaði Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum árið 2014. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins líkt og mörgum er kunnugt um. Nýverið birtist upptaka af Gunnari Braga þar sem hann segir: „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.““ Gunnar Bragi virðir traust kjósenda að vettugi. Þingmaðurinn tók umboðið sem þjóðin veitti honum og nýtti sér það til þess að tryggja sjálfum sér eftirsótta og hálaunaða vinnu að loknum stjórnmálaferli sínum. Slík spilling á ekki að viðgangast hérlendis. Vinnubrögðin draga í efa allar þær ákvarðanir sem þingmaðurinn tók sem utanríkisráðherra og raunverulegu ástæðurnar á bak við þær. Gunnar Bragi hefur rýrt traust almennings á stjórnmálum og ætti að biðjast afsökunar og segja af sér hið snarasta. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður sendiherra og Gunnar Bragi viðurkennir að hann hafi farið á fund núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og gert grein fyrir því að honum þætti „sanngjarnt“ að horft væri til svipaðra hluta þegar hann þyrfti á því að halda. Hverju svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins? Harðneitaði hann að spila með heiðarleika íslenskra stjórnvalda og ef svo, hvers vegna skipaði Gunnar Bragi Geir sendiherra hvort sem er? Eða leist formanni Sjálfstæðisflokksins vel á fyrirkomulagið? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók undir orð Gunnars Braga og sagði að Bjarni Benediktsson hefði „fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum“. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar hvetur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á skipun sendiherra síðustu ár. Embætti sendiherra eru of mikilvæg fyrir utanríkisþjónustu þjóðarinnar til þess að vera keypt og seld í bakherbergjum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun