Viðskipti innlent

Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi

Þorbjörn Þórðarson skrifar
WOW air tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins.
WOW air tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins.

Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið.

Þegar greint var frá bráðabirgðasamkomulagi um kaup bandaríska fjárfestingarfélagsins Indigo Partners á hlut í WOW air á föstudag sagðist Skúli Mogensen bjartsýnn á að rekstur WOW air væri tryggður til framtíðar.

 „Ég held að við höfum tekið núna risaskref í rétta átt. Vissulega erum við núna í miðri áreiðanleikakönnun, við þurfum að klára ákveðin skilyrði en það er verið að vinna mjög hratt í þeim efnum og ég er mjög bjartsýnn með framhaldið,“ sagði Skúli. WOW air tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins en árshlutauppgjör félagsins var birt á föstudagskvöld. 

Áreiðanleikakönnun stendur nú yfir vegna samkomulagsins við Indigo eins og Skúli nefndi. Þegar óskað var eftir upplýsingum hjá WOW air um hvenær áreiðanleikakönnun vegna viðskiptanna myndi liggja fyrir fengust þau svör að það yrði ekki gefið upp. 

Indigo Parters er staðsett í Phoenix og sérhæfir sig í fjárfestingum í lággjaldaflugfélögum. Félagið á meðal annars kjölfestuhlut í ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz air.

Morgunblaðið í dag rifjar upp að á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis getur Indigo Partners aldrei orðið meirihlutaeigandi í WOW air vegna þeirra reglna sem gilda um flugrekstrarleyfið. Um það gildir reglugerð ESB nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í bandalaginu. Þar segir í 4. gr. að flugrekstrarleyfi frá lögbæru leyfisyfirvaldi í aðildarríki, sem í tilviki Íslands er Samgöngustofa, sé bundið því skilyrði að höfuðstöðvar fyrirtækins séu í viðkomandi aðildarríki. Í f-lið 4. gr. kemur svo fram að leyfið sé bundið við að ríkisborgarar viðkomandi aðildarríkis eigi meira en 50 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Þetta þýðir að á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða einstaklingar eða lögaðilar frá ríkjum EES-svæðisins (EFTA-ríkjunum og 28 ríkjum ESB) að eiga meira en helmingshlut í félaginu.

Fréttin var uppfærð kl. 14:49 en það ranghermi var tekið út að rekstrarleyfi væri bundið skilyrðum um að eigendur meira en helmings hlutafjár þyrftu að vera íslenskir. Hið rétta er að gerður er áskilnaður um evrópskt eignarhald á meira en 50 prósent hlutafjár.

Viðtal við Skúla Mogensen þar sem hann fer yfir samkomulagið við Indigo Partners, atburði síðustu vikna og rekstrarhorfur WOW air má nálgast í myndskeiði hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Skúli fundaði með samgönguráðherra

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag.

Vonar að allt fari vel hjá WOW

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air.

Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair

Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós.

WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu

Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,54
10
39.490
EIM
2,13
2
415
ICEAIR
1,93
52
21.975
VIS
1,63
6
121.858
SJOVA
0,62
2
9.586

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-5
4
85.650
EIK
-2,99
2
1.954
ARION
-2,61
9
54.103
BRIM
-1,72
1
612
REGINN
-1,11
2
62.303
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.