Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. desember 2018 19:00 Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira