Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. desember 2018 19:00 Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira