Viðskipti innlent

Hlutabréfaverð Icelandair heldur áfram að hrapa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tilkynnt var í gærmorgun um það að Icelandair hefði hætt við að kaupa flugfélagið WOW air.
Tilkynnt var í gærmorgun um það að Icelandair hefði hætt við að kaupa flugfélagið WOW air. vísir/vilhelm
Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 12,6 prósent þegar þetta er skrifað í 120 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands frá því að markaðir opnuðu í morgun.

Verð bréfa í öðrum félögum í Kauphöllinni hefur hækkað en í gær lækkaði hlutabréfaverð allra skráðra félaga, nema Marel. Þar af lækkaði Icelandair um 12,6 prósent í 417 milljóna króna viðskiptum.

Tilkynnt var í gærmorgun um það að Icelandair hefði hætt við að kaupa flugfélagið WOW air, en tilkynnt var um þau kaup í byrjun mánaðarins.

Ýmsir fyrirvarar voru á kaupunum, en þau átti að samþykkja á aukahluthafafundi Icelandair í morgun. Þar sem ekkert verður af kaupunum var það mál ekki á dagskrá fundarins. Eina málið á dagskrá var að auka við hlutafé félagsins og var það samþykkt einróma að því er fram kemur í fundargerð.


Tengdar fréttir

Einhugur um að hætta við kaupin á WOW air

Stjórnarformaður Icelandair segir einhug um að hætta við kaupin á WOW air hafa ríkt innan stjórnarinnar. Hvorki var komið á hreint hver stór hlutur Skúla í Iceland­air hefði orðið né hvort samkomulag næðist við skuldabréfaeigendur WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×