Heiður himinn fram undan Davíð Þorláksson skrifar 5. desember 2018 07:00 Þau eru ekki mörg lengur sem neita að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og að öll ríki heims verði að taka höndum saman til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma og við öll þurfum að gera okkur grein fyrir alvarleika stöðunnar er margt jákvætt að gerast sem vert er að vekja athygli á. Auk þess sem ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030, og sett fjármagn í hana, hefur atvinnulífið ekki látið sitt eftir liggja. Lítum til þriggja stærstu atvinnugreinanna. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr útblæstri fiskiskipa á gróðurhúsalofttegundum um 30% frá 1990. Stóriðjan er sífellt að þróa nýja tækni til að draga úr losun. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn hjá álverinu í Straumsvík t.d. minnkað um 76% frá 1990. Í ferðaþjónustu hefur Icelandair hafið innleiðingu á Boeing 737 vélum sem brenna 37% minna eldsneyti en Boeing 757 vélarnar sem Icelandair hefur að meginstefnu notað hingað til. WOW air notast eingöngu við nýlegar og sparneytnar vélar. En mikilvægasta framlag íslensks atvinnulífs til loftslagsmála er líklega vinna Arctic Green Energy við innleiðingu á hitaveitu til húshitunar í Kína. Allt að 50% loftmengunar í heiminum má rekja til brennslu kola og olíu til hitunar eða kælingar á húsum. Fleira má nefna. Bílaframleiðendur eru að þróa bíla sem eru sparneytnari og nota nýja orkugjafa. Í samstarfi við bændur og aðra landeigendur mætti endurheimta votlendi og fjórfalda skógrækt. Hnattrænar áskoranir eins og þessar verða bara leystar með áframhaldandi góðu samstarfi atvinnulífs og hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Loftslagsmál Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þau eru ekki mörg lengur sem neita að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og að öll ríki heims verði að taka höndum saman til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma og við öll þurfum að gera okkur grein fyrir alvarleika stöðunnar er margt jákvætt að gerast sem vert er að vekja athygli á. Auk þess sem ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030, og sett fjármagn í hana, hefur atvinnulífið ekki látið sitt eftir liggja. Lítum til þriggja stærstu atvinnugreinanna. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr útblæstri fiskiskipa á gróðurhúsalofttegundum um 30% frá 1990. Stóriðjan er sífellt að þróa nýja tækni til að draga úr losun. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn hjá álverinu í Straumsvík t.d. minnkað um 76% frá 1990. Í ferðaþjónustu hefur Icelandair hafið innleiðingu á Boeing 737 vélum sem brenna 37% minna eldsneyti en Boeing 757 vélarnar sem Icelandair hefur að meginstefnu notað hingað til. WOW air notast eingöngu við nýlegar og sparneytnar vélar. En mikilvægasta framlag íslensks atvinnulífs til loftslagsmála er líklega vinna Arctic Green Energy við innleiðingu á hitaveitu til húshitunar í Kína. Allt að 50% loftmengunar í heiminum má rekja til brennslu kola og olíu til hitunar eða kælingar á húsum. Fleira má nefna. Bílaframleiðendur eru að þróa bíla sem eru sparneytnari og nota nýja orkugjafa. Í samstarfi við bændur og aðra landeigendur mætti endurheimta votlendi og fjórfalda skógrækt. Hnattrænar áskoranir eins og þessar verða bara leystar með áframhaldandi góðu samstarfi atvinnulífs og hins opinbera.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar