Ótti við kuldaskeið ástæðulaus þótt jöklarnir hafi ekki rýrnað Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2018 22:15 Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30