Handbolti

Mjög „peppaður“ KA-maður auglýsir stórleikinn á móti Akureyri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Heiðar Sigurðsson skoraði tvö mörk í fyrri leik Akureyrar og KA.
Jón Heiðar Sigurðsson skoraði tvö mörk í fyrri leik Akureyrar og KA. Skjámynd/Twitter/@KAakureyri

Þegar gerast varla stærri nágrannaslagirnir en þegar handboltaliðin á Akureyri mætast og það gera þau einmitt á laugardaginn.

Leikur Akureyrar og KA í 12. umferð Olís deildar karla í handbolta fer fram í Höllinni á Akureyri og hefst klukkan 18.00 á laugardaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

KA er með átta stig í áttunda sæti deildarinnar, tveimur stigum og fjórum sætum ofar í töflunni en nágrannar þeirra í Akureyri.

Það eru margir spenntir fyrir þessum Akureyrarslag en KA vann fyrri leikinn með einu marki, 28-27, í mjög spennandi og skemmtilegum leik.

Einn af þeim allra spenntustu fyrir norðan er örugglega KA-maðurinn Jón Heiðar Sigurðsson sem bauð sig fram í að auglýsa leikinn á samfélagsmiðlum KA.

Það má þennan „peppaða“ KA-mann peppa menn fyrir leikinn hér fyrir neðan en hann er svo sannarlega með hressleikann að vopni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.