Handbolti

Valsmenn fyrstir í átta liða úrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vignir skoraði fjögur mörk í kvöld.
Vignir skoraði fjögur mörk í kvöld. vísir/bára

Valsmenn voru fyrsta liðið til að tryggja sig inn í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins með þriggja marka sigri á HK, 26-23.

Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 13-10 og unnu að lokum leikinn eins og áður segir með þremur mörkum 26-23 en margir leikmenn komust á blað hjá Val.

Tíu af fjórtán leikmönnum liðsins skoruðu í kvöld en markahæstir voru Vignir Stefánsson og Alexander Örn Júlíusson sem hefur fengið tækifæri í sókninni í kvöld.

Í liði heimamanna í HK var það Blær Hinriksson sem var markahæstur með sex mörk en næstir komu Davíð Elí Heimsson og Guðmundur Árni Ólafsson með þrjú hvor.

Valur er því komið í átta liða úrslitin en hinir leikirnir í 16-liða úrslitunum verða spilaðir í næstu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.