Fyrsti útisigur KA í efstu deild í meira en tólf ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 17:30 Áki Egilsnes skoraði fimm mörk fyrir ÍBV í gær. Vísir/Bára KA-menn sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í Olís deild karla i handbolta í gærkvöldi. Þetta var fyrsti útisigur nýliða KA á tímabilinu og um leið fyrsti útisigur félagsins í efstu deild í tólf og hálft ár. KA sameinaðist Þór undir merkjum Akureyrar eftir 2005/06 tímabilið og sambandið hélt út 2016/17 tímabilið þegar Akureyrarliðið féll úr efstu deild. KA ákvað að spila aftur undir eigin merki á fyrravetur. KA-menn unnu sig upp úr Grill 66 deild karla í vor og spiluðu því aftur meðal þeirra bestu á þessu tímabili. Þetta var fjórði útileikur tímabilsins hjá KA í Olís deild karla en liðið hafði enn ekki náð að vinna utan Akureyrar í vetur. Liðið landaði aftur á móti sigri í Eyjum í gær. Það var fyrsti útisigur KA í úrvalsdeild karla frá 22. apríl 2006 eða í rúmlega 150 mánuði. Alls liðu 4595 dagar eða 12 ár, sex mánuðir og 29 dagar á milli útisigra KA-manna í efstu deild.Magnús Stefánsson lyftir deildarbikarnum síðasta vor.FBL/ValliSíðasti útisigurinn á undan þeim í gær kom á móti Stjörnunni í Garðabæ í apríl mánuði fyrir rúmlega tólf árum. KA vann þann leik 26-21. Í liði KA fyrir tólf árum lék einmitt Magnús Stefánsson en hann lék með ÍBV-liðinu í gær. Aðstoðarþjálfari KA í útisigrinum í Garðabæ fyrir 150 mánuðum síðan var síðan Árni Stefánsson. Sonur Árna, Stefán Árnason, þjálfar einmitt KA-liðið í dag, og er að gera mjög flotta hluti með nýliðina. Magnús skoraði fjögur mörk fyrir KA-liðið í leiknum fyrir rúmum tólf árum og va þá þriðji markahæsti maður liðsins á eftir þeim Goran Gusic (8 mörk) og Ragnari Snæ Njálssyni (5 mörk). Magnús náði ekki að skora fyrir ÍBV í gær enda spilar hann aðallega í vörninni. Olís-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
KA-menn sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í Olís deild karla i handbolta í gærkvöldi. Þetta var fyrsti útisigur nýliða KA á tímabilinu og um leið fyrsti útisigur félagsins í efstu deild í tólf og hálft ár. KA sameinaðist Þór undir merkjum Akureyrar eftir 2005/06 tímabilið og sambandið hélt út 2016/17 tímabilið þegar Akureyrarliðið féll úr efstu deild. KA ákvað að spila aftur undir eigin merki á fyrravetur. KA-menn unnu sig upp úr Grill 66 deild karla í vor og spiluðu því aftur meðal þeirra bestu á þessu tímabili. Þetta var fjórði útileikur tímabilsins hjá KA í Olís deild karla en liðið hafði enn ekki náð að vinna utan Akureyrar í vetur. Liðið landaði aftur á móti sigri í Eyjum í gær. Það var fyrsti útisigur KA í úrvalsdeild karla frá 22. apríl 2006 eða í rúmlega 150 mánuði. Alls liðu 4595 dagar eða 12 ár, sex mánuðir og 29 dagar á milli útisigra KA-manna í efstu deild.Magnús Stefánsson lyftir deildarbikarnum síðasta vor.FBL/ValliSíðasti útisigurinn á undan þeim í gær kom á móti Stjörnunni í Garðabæ í apríl mánuði fyrir rúmlega tólf árum. KA vann þann leik 26-21. Í liði KA fyrir tólf árum lék einmitt Magnús Stefánsson en hann lék með ÍBV-liðinu í gær. Aðstoðarþjálfari KA í útisigrinum í Garðabæ fyrir 150 mánuðum síðan var síðan Árni Stefánsson. Sonur Árna, Stefán Árnason, þjálfar einmitt KA-liðið í dag, og er að gera mjög flotta hluti með nýliðina. Magnús skoraði fjögur mörk fyrir KA-liðið í leiknum fyrir rúmum tólf árum og va þá þriðji markahæsti maður liðsins á eftir þeim Goran Gusic (8 mörk) og Ragnari Snæ Njálssyni (5 mörk). Magnús náði ekki að skora fyrir ÍBV í gær enda spilar hann aðallega í vörninni.
Olís-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira