Háskalegt tvíræði Þröstur Ólafsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Þótt enn finnist einstaklingar sem hrista höfuðið í afneitun um ábyrgð mannskepnunnar á hlýnun jarðar þá minnir veðrátta og sífelldar hamfarir á að veðurlagið breytist hratt. Takist okkur ekki að stemma tímanlega stigu við yfirvofandi vá, mun hluti jarðarinnar verða óbyggilegur. Með bráðnun íss á heimskautasvæðunum og þarafleiðandi hækkun sjávarmáls samfara ofþornun heimssvæða munu milljónir flóttafólks leggja lönd undir fót í leit að lífvænlegum landsvæðum. Flóttafólk flykkist nú þegar norður á bóginn vegna þurrka bæði til Evrópu og BNA. Hermönnum á landamærum BNA verður skipað að beita skotvopnum til að stöðva för þessa örvæntingarfulla fólks, sem engu hefur að tapa nema lífinu. Parísarsamkomulagið er sagt vera síðasta tækifærið til að afstýra hamförunum. Þótt málamiðlunin sem þjóðarleiðtogarnir sættust þar á, hafi ekki verið sérstaklega róttæk, þá er ljóst að árangurinn almennt er óburðugur. Vestræn neysluhyggja er í miklum landvinningum víða um heim. Fáir virðast reiðubúnir til að slaka á. Við Íslendingar höfum farið okkar fram án tillits til samkomumála og sáttmála. Við erum með áform um mikla aukningu nánast á öllum sviðum efnahagsumsvifa, fyrirætlanir sem munu enn auka á losun okkar. Það mun verða okkur dýrkeypt. Engin þjóð í Evrópu losar hlutfallslega meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið en við. Flest öll athafnasvið okkar eru þar stórtæk. Undanskilin frá þessu er þó innlend orkuöflun. Stóriðjan, sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn og ferðaiðnaðurinn eru allt atvinnugreinar sem losa mikinn koltvísýring. Þá losa flutningar í lofti og á legi ásamt stóriðju mikið. Þá má geta þess að gámatröll sjóflutninga eru sögð menga og losa meira en allur bílaflotinn. Flugvélar eru heldur engin lofthreinsunarverkfæri. Lífsmáti okkar er skaðlegur fyrir jörð, loft og lög. Langmest þekkt losun kolefnis hérlendis kemur frá þrennunni sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Vegna þess hve árangur okkar er öfugsnúinn er áríðandi að forgangsraða aðgerðum rétt. Við þurfum að hefjast handa þar sem losunin er langmest. Banvænt er að slá hlífðarskildi um þau svið, þar sem yfirgnæfandi hluti losunarinnar á sér stað, þ.e. í landbúnaði ásamt landnotkun og sjávarútvegi. Langstærsti einstaki, þekkti orsakavaldur losunar koltvísýrings hérlendis kemur frá því sem kallað er landnotkun. Talið er að eyðiflákar, ofbeitt rýrt land og framræstar mýrar telji um ? hluta þeirrar losunar, sem við sem þjóð berum ábyrgð á. Aukin skógrækt þarf að ráðast á uppblásturs- og ofbeitarsvæði en láta gras- og kjarrlendi sitja á hakanum. Landgræðslan verður að einhenda sér í eyðiflákana og setja verður tvíefldan kraft í endurheimt votlendis. Aðeins vatn bindur losun.Allt í plati? Ríkisstjórnin hefur nýlega greint frá áherslum sínum í loftslagsmálum. Þar er gert ráð fyrir að verja 6,8 milljörðum króna næstu sex árin, að jafnaði 1,3 milljörðum króna að jafnaði á ári eða tæpum 0,20% af ríkisútgjöldum. Þessi fjárupphæð er okkar framlag til björgunar jörðinni frá því að verða nánast óbyggileg. Á sama tíma erum við að veita ótalda milljarða árlega til að offramleiða lambakjöt til ríkisstyrkts útflutnings! Það vekur athygli að samtímis þessum ágætu áformum fer íslenskur ráðherra alla leið til Kína til að fá þarlenda til að kaupa héðan lambakjöt. Ráðherra stundar þarna markaðsstarf til að hægt sé að halda áfram offramleiðslu á kjöti sem er mjög losunarrík starfsemi. Kínverjar eru sniðugir. Þeir láta Suður-Ameríku og einstaka önnur lönd sjá sér fyrir kjöti, en framleiðsla þess er afar skaðleg vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og óhóflegrar vatnsnotkunar. Jafnframt greindu fréttir frá því að tekist hefði að selja 500 tonn af lambakjöti til Indlands! Ekki bara framleiðsla kjötsins hér heima, heldur ekki síður kolsvart kolefnisspor flutninganna yfir meira en hálfan hnöttinn, gengur þvert á yfirlýsingar og skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Hvers konar tvískinnungur og blekking eru hér á ferð. Er þetta kannski allt í plati? Er það virkilega á verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar að niðurgreiða framleiðslu og flutning lambakjöts alla leið til Austur-Asíu, sem auka mun kolefnisspor okkar verulega á sama tíma og verið er eyða fjármunum í að binda losun hér heima? Á að standa þannig að málum að allir aðrir en stóriðja, sjávarútvegur og landbúnaður gangist undir skuldbindingar sem leiða eiga til minni losunar, meðan þeir sem bera stærsta ábyrgð á henni verða undanskildir, og það á umhverfisvakt VG? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þótt enn finnist einstaklingar sem hrista höfuðið í afneitun um ábyrgð mannskepnunnar á hlýnun jarðar þá minnir veðrátta og sífelldar hamfarir á að veðurlagið breytist hratt. Takist okkur ekki að stemma tímanlega stigu við yfirvofandi vá, mun hluti jarðarinnar verða óbyggilegur. Með bráðnun íss á heimskautasvæðunum og þarafleiðandi hækkun sjávarmáls samfara ofþornun heimssvæða munu milljónir flóttafólks leggja lönd undir fót í leit að lífvænlegum landsvæðum. Flóttafólk flykkist nú þegar norður á bóginn vegna þurrka bæði til Evrópu og BNA. Hermönnum á landamærum BNA verður skipað að beita skotvopnum til að stöðva för þessa örvæntingarfulla fólks, sem engu hefur að tapa nema lífinu. Parísarsamkomulagið er sagt vera síðasta tækifærið til að afstýra hamförunum. Þótt málamiðlunin sem þjóðarleiðtogarnir sættust þar á, hafi ekki verið sérstaklega róttæk, þá er ljóst að árangurinn almennt er óburðugur. Vestræn neysluhyggja er í miklum landvinningum víða um heim. Fáir virðast reiðubúnir til að slaka á. Við Íslendingar höfum farið okkar fram án tillits til samkomumála og sáttmála. Við erum með áform um mikla aukningu nánast á öllum sviðum efnahagsumsvifa, fyrirætlanir sem munu enn auka á losun okkar. Það mun verða okkur dýrkeypt. Engin þjóð í Evrópu losar hlutfallslega meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið en við. Flest öll athafnasvið okkar eru þar stórtæk. Undanskilin frá þessu er þó innlend orkuöflun. Stóriðjan, sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn og ferðaiðnaðurinn eru allt atvinnugreinar sem losa mikinn koltvísýring. Þá losa flutningar í lofti og á legi ásamt stóriðju mikið. Þá má geta þess að gámatröll sjóflutninga eru sögð menga og losa meira en allur bílaflotinn. Flugvélar eru heldur engin lofthreinsunarverkfæri. Lífsmáti okkar er skaðlegur fyrir jörð, loft og lög. Langmest þekkt losun kolefnis hérlendis kemur frá þrennunni sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Vegna þess hve árangur okkar er öfugsnúinn er áríðandi að forgangsraða aðgerðum rétt. Við þurfum að hefjast handa þar sem losunin er langmest. Banvænt er að slá hlífðarskildi um þau svið, þar sem yfirgnæfandi hluti losunarinnar á sér stað, þ.e. í landbúnaði ásamt landnotkun og sjávarútvegi. Langstærsti einstaki, þekkti orsakavaldur losunar koltvísýrings hérlendis kemur frá því sem kallað er landnotkun. Talið er að eyðiflákar, ofbeitt rýrt land og framræstar mýrar telji um ? hluta þeirrar losunar, sem við sem þjóð berum ábyrgð á. Aukin skógrækt þarf að ráðast á uppblásturs- og ofbeitarsvæði en láta gras- og kjarrlendi sitja á hakanum. Landgræðslan verður að einhenda sér í eyðiflákana og setja verður tvíefldan kraft í endurheimt votlendis. Aðeins vatn bindur losun.Allt í plati? Ríkisstjórnin hefur nýlega greint frá áherslum sínum í loftslagsmálum. Þar er gert ráð fyrir að verja 6,8 milljörðum króna næstu sex árin, að jafnaði 1,3 milljörðum króna að jafnaði á ári eða tæpum 0,20% af ríkisútgjöldum. Þessi fjárupphæð er okkar framlag til björgunar jörðinni frá því að verða nánast óbyggileg. Á sama tíma erum við að veita ótalda milljarða árlega til að offramleiða lambakjöt til ríkisstyrkts útflutnings! Það vekur athygli að samtímis þessum ágætu áformum fer íslenskur ráðherra alla leið til Kína til að fá þarlenda til að kaupa héðan lambakjöt. Ráðherra stundar þarna markaðsstarf til að hægt sé að halda áfram offramleiðslu á kjöti sem er mjög losunarrík starfsemi. Kínverjar eru sniðugir. Þeir láta Suður-Ameríku og einstaka önnur lönd sjá sér fyrir kjöti, en framleiðsla þess er afar skaðleg vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og óhóflegrar vatnsnotkunar. Jafnframt greindu fréttir frá því að tekist hefði að selja 500 tonn af lambakjöti til Indlands! Ekki bara framleiðsla kjötsins hér heima, heldur ekki síður kolsvart kolefnisspor flutninganna yfir meira en hálfan hnöttinn, gengur þvert á yfirlýsingar og skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Hvers konar tvískinnungur og blekking eru hér á ferð. Er þetta kannski allt í plati? Er það virkilega á verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar að niðurgreiða framleiðslu og flutning lambakjöts alla leið til Austur-Asíu, sem auka mun kolefnisspor okkar verulega á sama tíma og verið er eyða fjármunum í að binda losun hér heima? Á að standa þannig að málum að allir aðrir en stóriðja, sjávarútvegur og landbúnaður gangist undir skuldbindingar sem leiða eiga til minni losunar, meðan þeir sem bera stærsta ábyrgð á henni verða undanskildir, og það á umhverfisvakt VG?
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun