Föst í fornöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Fáar ríkisstofnanir eru jafn óþarfar og fjölmiðlanefnd. Engum dylst erfitt ástand á íslenskum fjölmiðlamarkaði, nema helst fjölmiðlanefnd, sem ætlað er í orði „að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum“. Á borði virðist hlutverk nefndarinnar felast í því að leggja stein í götu fjölmiðla með sektum, boðum og bönnum. Í umboði stjórnvalda. Nýlegt dæmi er þegar nefndin varði tíma og skattfé í að sekta íslenska tímaritið Glamour fyrir að birta áfengisauglýsingar í blaðinu. Í bókaverslunum er því þó raðað við hlið erlendra keppinauta á borð við amerísku útgáfu Glamour, sem virðist hafa fullt leyfi til að birta íslenskum lesendum áfengisauglýsingar. Íslenska Glamour er gefið út í bresku félagi. Með þeirri tilhögun var látið á það reyna hvort íslenska Glamour gæti notið jafnræðis á við erlend systurblöð án þess að eiga yfir höfði sér háar sektir frá fjölmiðlanefnd. Nefndin lét sér hins vegar ekki nægja að eltast við miðilinn á Íslandi, heldur brá sér til Bretlands og sektaði blaðið. Engar spurnir hafa borist af því að forsvarsmenn breskra, bandarískra eða danskra tímarita, sem seld eru hér á landi og birta sams konar auglýsingar, hafi fengið sambærilegar sektir. Þessi furðulega sektarákvörðun var staðfest fyrir íslenskum dómstólum í vikunni. Langt er síðan öllum varð ljóst að ekki er hægt að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Þær eru alls staðar, líkt og bent hefur verið á. Sá málflutningur virðist seint ætla að berast þeim til eyrna sem hafa með málið að gera. Meðal annars þess vegna lifir tilgangslaus stofnun á borð við fjölmiðlanefnd góðu lífi. Áfengisauglýsingar er að finna á Facebook og samfélagsmiðlareikningum íslenskra áhrifavalda, í útsendingum frá íþróttaleikjum og erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins. Þótt þær séu bannaðar í íslenskum dagblöðum og meira að segja íslenskum tímaritum sem eru starfrækt frá Bretlandi verður ekkert við því gert að áfengi er og verður auglýst. Öll rök fyrir banninu féllu um sjálf sig þegar fólk áttaði sig á því fyrir löngu að internetið væri komið til að vera. Alþjóðlegir netrisar, eins og Google og Facebook, hafa beinlínis lögverndað forskot á íslensku miðlana, sem vitaskuld verða undir. Erlendu miðlarnir greiða ekki skatta hér á landi og lúta ekki sömu íþyngjandi reglum og þeir íslensku. Kannski er vandamálið einfaldlega að fjölmiðlanefnd talar ekki útlensku. Á meðan tapa íslenskir fjölmiðlar. Innlendir auglýsendur beina viðskiptum sínum tilneyddir til útlanda og alþjóðlegir netrisar græða á meðan íslenskir fjölmiðlar segja upp fólki. Hér er ekki verið að biðja um sérstaka fyrirgreiðslu, heldur að allir sitji við sama borð. Ekki veitir af í alþjóðavæddum heimi. Ef ætlun menntamálaráðherra er ekki að láta frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þarf hún að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að þeir fái að starfa í friði fyrir óþarfri nefnd um lög sem standast ekki tímans tönn. Það er lágmark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Ólöf Skaftadóttir Tengdar fréttir Sekt fjölmiðlanefndar á 365 vegna Glamour stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfu fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að ógilda skyldi stjórnvaldssekt nefndarinnar á hendur fyrirtækinu vegna áfengisauglýsinga sem birtust í þremur tölublöðum tímaritsins Glamour haustið 2016. 13. nóvember 2018 15:18 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Fáar ríkisstofnanir eru jafn óþarfar og fjölmiðlanefnd. Engum dylst erfitt ástand á íslenskum fjölmiðlamarkaði, nema helst fjölmiðlanefnd, sem ætlað er í orði „að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum“. Á borði virðist hlutverk nefndarinnar felast í því að leggja stein í götu fjölmiðla með sektum, boðum og bönnum. Í umboði stjórnvalda. Nýlegt dæmi er þegar nefndin varði tíma og skattfé í að sekta íslenska tímaritið Glamour fyrir að birta áfengisauglýsingar í blaðinu. Í bókaverslunum er því þó raðað við hlið erlendra keppinauta á borð við amerísku útgáfu Glamour, sem virðist hafa fullt leyfi til að birta íslenskum lesendum áfengisauglýsingar. Íslenska Glamour er gefið út í bresku félagi. Með þeirri tilhögun var látið á það reyna hvort íslenska Glamour gæti notið jafnræðis á við erlend systurblöð án þess að eiga yfir höfði sér háar sektir frá fjölmiðlanefnd. Nefndin lét sér hins vegar ekki nægja að eltast við miðilinn á Íslandi, heldur brá sér til Bretlands og sektaði blaðið. Engar spurnir hafa borist af því að forsvarsmenn breskra, bandarískra eða danskra tímarita, sem seld eru hér á landi og birta sams konar auglýsingar, hafi fengið sambærilegar sektir. Þessi furðulega sektarákvörðun var staðfest fyrir íslenskum dómstólum í vikunni. Langt er síðan öllum varð ljóst að ekki er hægt að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Þær eru alls staðar, líkt og bent hefur verið á. Sá málflutningur virðist seint ætla að berast þeim til eyrna sem hafa með málið að gera. Meðal annars þess vegna lifir tilgangslaus stofnun á borð við fjölmiðlanefnd góðu lífi. Áfengisauglýsingar er að finna á Facebook og samfélagsmiðlareikningum íslenskra áhrifavalda, í útsendingum frá íþróttaleikjum og erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins. Þótt þær séu bannaðar í íslenskum dagblöðum og meira að segja íslenskum tímaritum sem eru starfrækt frá Bretlandi verður ekkert við því gert að áfengi er og verður auglýst. Öll rök fyrir banninu féllu um sjálf sig þegar fólk áttaði sig á því fyrir löngu að internetið væri komið til að vera. Alþjóðlegir netrisar, eins og Google og Facebook, hafa beinlínis lögverndað forskot á íslensku miðlana, sem vitaskuld verða undir. Erlendu miðlarnir greiða ekki skatta hér á landi og lúta ekki sömu íþyngjandi reglum og þeir íslensku. Kannski er vandamálið einfaldlega að fjölmiðlanefnd talar ekki útlensku. Á meðan tapa íslenskir fjölmiðlar. Innlendir auglýsendur beina viðskiptum sínum tilneyddir til útlanda og alþjóðlegir netrisar græða á meðan íslenskir fjölmiðlar segja upp fólki. Hér er ekki verið að biðja um sérstaka fyrirgreiðslu, heldur að allir sitji við sama borð. Ekki veitir af í alþjóðavæddum heimi. Ef ætlun menntamálaráðherra er ekki að láta frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þarf hún að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að þeir fái að starfa í friði fyrir óþarfri nefnd um lög sem standast ekki tímans tönn. Það er lágmark.
Sekt fjölmiðlanefndar á 365 vegna Glamour stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfu fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að ógilda skyldi stjórnvaldssekt nefndarinnar á hendur fyrirtækinu vegna áfengisauglýsinga sem birtust í þremur tölublöðum tímaritsins Glamour haustið 2016. 13. nóvember 2018 15:18
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun