Handbolti

Seinni bylgjan: Ólögleg miðja hjá Elvari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Örn er langt frá því að stíga á miðlínuna og því er miðjan ólögleg.
Elvar Örn er langt frá því að stíga á miðlínuna og því er miðjan ólögleg. S2 Sport
Dramatíkin var alls ráðandi í lok leiks Selfoss og KA í Olísdeild karla. Selfyssingum fannst á sér brotið á síðustu augnablikunum en sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport voru ekki á þeirri skoðun.

Tarik Kasumovic jafnaði leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir. Elvar Örn Jónsson lét vaða á markið beint úr miðjunni þar sem Jovan Kukobat var ekki í marginu. Leikmaður KA kastaði sér fyrir boltann og leiktíminn rann út.

Selfyssingar voru á þeirri skoðun að þetta væri brot og refsingin sé vítakast og rautt spjald. Dómarar leiksins dæmdu ekkert.

Sebastian Alexandersson kann reglubækur handboltans betur heldur en flestir og fór hann yfir þetta á hreinni íslensku.

„Í fyrsta lagi þarf miðjan að vera framkvæmd rétt og í öðru lagi má leikmaðurinn ekki vera innan við þrjá metra frá frumkastinu,“ sagði Sebastian.

„Hann er of nálægt, en þetta er langt því frá að vera lögleg miðja.“

„Þetta er bara illa tekin miðja hjá Elvari, ef þú spáir í því,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við.

Alla umræðuna má sjá í myndbrotinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×