Golf

Tiger og Mickelson spiluðu golf pong | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var eitt sinn frekar kalt á milli Tigers og Phil en þeir eru mestu mátar í dag.
Það var eitt sinn frekar kalt á milli Tigers og Phil en þeir eru mestu mátar í dag. vísir/getty

Stjörnukylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson eru á fullu þessa dagana að auglýsa einvígi sitt sem fer fram í Las Vegas síðar í mánuðinum.

Þá munu þeir keppa einn á einn og er viðburðurinn í sölu í Pay Per View áskrift í Bandaríkjunum. Sitt sýnist hverjum um þetta nýstárlega skref en þrátt fyrir það er mikill áhugi á þessu einvígi sem er kallað „The Match“ ytra.Þeir spiluðu í gær „golf pong“ sem er golfútgáfan af „beer pong“ sem flestir ættu að þekkja. Þeir áttu að reyna að hitta eins mörgum kúlum og þeir gátu ofan í rauðar fötur á 90 sekúndum. Mickelson vann 9-8.

Er þeir mætast síðan í einvíginu verður allt lagt undir enda stórar peningaupphæðir í boði fyrir sigurvegarann. Meðan á leik þeirra stendur geta þeir verið með áskoranir sem á að gera golfhringinn enn áhugaverðari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.