Lífið

Áður óséð efni birt með Amy Winehouse

Stefán Árni Pálsson skrifar
Winehouse var gríðarlega vinsæl á sínum tíma.
Winehouse var gríðarlega vinsæl á sínum tíma.
Enska tónlistarkonan Amy Winehouse lést árið 2011 úr áfengiseitrun og kemur út á næstunni ný heimildarmynd um söngkonuna.

Nú hefur verið gefið út myndbrot úr myndinni þar sem sjá má Amy Winehouse á sviði í London í febrúar 2008. Þá hélt hún litla tónleika fyrir örfáa en seinna um kvöldið vann hún fimm Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Back to Black.

Hún gat ekki verið viðstödd verðlaunaafhendinguna í Los Angeles á sínum tíma þar sem bandarísk stjórnvöld höfðu hafnað því að hún kæmi inn í landið. Þetta kvöld vann hún til að mynda verðlaun fyrir plötu ársins.

Í upptökunni sem sjá má hér að neðan má heyra hana taka lagið Love Is A Losing Game en upptakan kom inn á YouTube 28. september en BBC fjallar um hana í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×