Segir Ísland ekki fyrir viðkvæma eftir að hafa kannað kynlífsvenjur Íslendinga Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2018 09:15 Marina Lakovleva, kannaði kynlífsvenjur Íslendinga. YouTube Ísland er ekki fyrir viðkvæma. Þetta er niðurstaða Marinu Lakovlevu sem kannaði kynlífsvenjur Íslendinga með því að kíkja út á lífið í miðbæ Reykjavíkur. Þar ræddi hún við nokkra Íslendinga um skyndikynnamenninguna hér á landi og tók afraksturinn saman í tólf mínútna myndband sem hún birtir á YouTube.Marina ræddi við ýmsa Íslendinga á förnum vegi og spurði út í stefnumótamenninguna hér á landi.Kynlíf fyrst og spyrja svo Hún komst fljótlega að því að Íslendingar eru ekki eins og Bandaríkjamenn þegar kemur að tilhugalífi. Í Bandaríkjunum þekkist að fara á nokkur stefnumót saman áður en kemur að kynlífi. Á Íslandi hins vegar sé hefðin sú að stunda kynlíf fyrst og spyrja svo. Marina telur neikvæðu hliðina á þessari menningu Íslendinga að þeir sem eru litlir í sér gætu átt erfitt með að sjá manneskju sem þeir eru nýbúnir að sofa hjá slá sér upp með einhverjum öðrum. Það gerist frekar oft að hennar mati á Íslandi því þar búi ekki margir. Hún segir hins vegar að það jákvæða sé að konur séu mun síður kallaðar druslur hér á landi fyrir að sofa hjá. Ísland sé afar frjálslynt land og hér sé ekki verið að eyða tímanum í allt of mikil samskipti áður en að kynlífi kemur. Það gæti vissulega verið jákvætt að einhverju leyti, Íslendingum líki annað hvort við manneskjuna sem þeir sofi hjá eða ekki. Eyði ekki tíma í formi nokkurra stefnumóta í allt ferlið.Marina fær innsýn í stefnumótamenninguna en kynnist líka íslenskri náttúru og venjum.„Þetta er íslenska leiðin“ Marina ræðir við nokkra Íslendinga í þættinum sem sögðu henni að algengt væri að sofa fyrst hjá einhverjum og ákveða síðan að hittast. Þegar hún spurði hvar Íslendingar hittu manneskjur sem þeir vildu sofa hjá voru partíin helst nefnd til sögunnar, allir þekkjast að einhverju leyti og því þurfi ekki mikinn tíma til að kynnast. „Það er íslenska leiðin,“ sagði einn viðmælandinn við Marinu. „Allir gera það og fólk venst því, við höfum ekkert annað val.“ Ein sagði við Marinu að hefðin væri að fara heim ölvuð saman. Ef henni líkaði við manninn þá kannski myndi hún bæta honum við vinalistann á Instagram. Ef ekki, þá yrði bara að hafa það. Var því bætt við að Ísland sé lítið land, allir þekki alla, og því þurfi ekki að hafa fyrir því að fá símanúmer viðkomandi, þú munt hvort sem er hitta hann aftur. Önnur sagði Tinder vera vinsælt á Íslandi fyrir skyndikynlíf. Önnur sagði það draumkennda sýn, úr bandarísku afþreyingarefni, að maður á kaffihúsi biðji um símanúmerið hjá sér. Ef það gerðist á Íslandi myndi hún biðja hann um að koma sér í burtu því hann væri óþægilegur.Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira
Ísland er ekki fyrir viðkvæma. Þetta er niðurstaða Marinu Lakovlevu sem kannaði kynlífsvenjur Íslendinga með því að kíkja út á lífið í miðbæ Reykjavíkur. Þar ræddi hún við nokkra Íslendinga um skyndikynnamenninguna hér á landi og tók afraksturinn saman í tólf mínútna myndband sem hún birtir á YouTube.Marina ræddi við ýmsa Íslendinga á förnum vegi og spurði út í stefnumótamenninguna hér á landi.Kynlíf fyrst og spyrja svo Hún komst fljótlega að því að Íslendingar eru ekki eins og Bandaríkjamenn þegar kemur að tilhugalífi. Í Bandaríkjunum þekkist að fara á nokkur stefnumót saman áður en kemur að kynlífi. Á Íslandi hins vegar sé hefðin sú að stunda kynlíf fyrst og spyrja svo. Marina telur neikvæðu hliðina á þessari menningu Íslendinga að þeir sem eru litlir í sér gætu átt erfitt með að sjá manneskju sem þeir eru nýbúnir að sofa hjá slá sér upp með einhverjum öðrum. Það gerist frekar oft að hennar mati á Íslandi því þar búi ekki margir. Hún segir hins vegar að það jákvæða sé að konur séu mun síður kallaðar druslur hér á landi fyrir að sofa hjá. Ísland sé afar frjálslynt land og hér sé ekki verið að eyða tímanum í allt of mikil samskipti áður en að kynlífi kemur. Það gæti vissulega verið jákvætt að einhverju leyti, Íslendingum líki annað hvort við manneskjuna sem þeir sofi hjá eða ekki. Eyði ekki tíma í formi nokkurra stefnumóta í allt ferlið.Marina fær innsýn í stefnumótamenninguna en kynnist líka íslenskri náttúru og venjum.„Þetta er íslenska leiðin“ Marina ræðir við nokkra Íslendinga í þættinum sem sögðu henni að algengt væri að sofa fyrst hjá einhverjum og ákveða síðan að hittast. Þegar hún spurði hvar Íslendingar hittu manneskjur sem þeir vildu sofa hjá voru partíin helst nefnd til sögunnar, allir þekkjast að einhverju leyti og því þurfi ekki mikinn tíma til að kynnast. „Það er íslenska leiðin,“ sagði einn viðmælandinn við Marinu. „Allir gera það og fólk venst því, við höfum ekkert annað val.“ Ein sagði við Marinu að hefðin væri að fara heim ölvuð saman. Ef henni líkaði við manninn þá kannski myndi hún bæta honum við vinalistann á Instagram. Ef ekki, þá yrði bara að hafa það. Var því bætt við að Ísland sé lítið land, allir þekki alla, og því þurfi ekki að hafa fyrir því að fá símanúmer viðkomandi, þú munt hvort sem er hitta hann aftur. Önnur sagði Tinder vera vinsælt á Íslandi fyrir skyndikynlíf. Önnur sagði það draumkennda sýn, úr bandarísku afþreyingarefni, að maður á kaffihúsi biðji um símanúmerið hjá sér. Ef það gerðist á Íslandi myndi hún biðja hann um að koma sér í burtu því hann væri óþægilegur.Innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira