Tryggingafélaginu þykir ekki vænt um þig Unnur Rán Reynisdóttir og Daníel Örn Arnarsson skrifar 22. október 2018 15:15 Í aðdraganda þings Neytendasamtakanna hefur hópur fólks komið reglulega saman og rætt neytendamál. Afrakstur þessara funda má meðal annars sjá í sameiginlegri yfirlýsingu okkar beggja, sem bjóðum okkur fram til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna og ellefu meðframbjóðenda til stjórnar, undir yfirskriftinni Neytendur rísa upp! Þar er dregin upp almenn stefnuyfirlýsing sem við hvetjum allt áhugafólk um neytendamál að lesa. Í framhaldi af þessari yfirlýsingu langar okkur að taka dæmi um hvernig þessi stefna gæti birst í einstökum málum, ef við fáum umboð félagsfólks í Neytendasamtökunum á komandi þingi. Tökum dæmi af tryggingum.Vörn gegn okri Það hefur margoft komið fram Íslendingar borga hærri tryggingariðgjöld en fólk í næstu löndum og tryggingar hafa einnig hækkað meira hér en annars staðar. Það er því augljóst að það skortir á varðstöðu neytenda gagnvart tryggingafélögunum. Neytendasamtökin ættu að leiða þá baráttu. Þau ættu að krefjast þess að mæta tryggingafélögunum sem samningsaðili fyrir hönd allra neytenda. Samtökin ættu að fá samningsumboð sinna félagsmanna og þrýsta á stjórnvöld og stjórnmálaflokka um lagabreytingar svo þetta fyrirkomulag festist í sessi. Íslenskir markaðir eru veikir og illa spilltir af fákeppni. Íslenskir neytendur þurfa því öflugri samstöðu og beittari vopn en borgarar annarra landa, ekki deigari. Neytendasamtökin ættu að byggja upp og styðja hópa tryggingartaka hjá einstökum tryggingafélögum. Þessir hópar ættu að deila reynslu sinni og móta aðgerðir til að draga úr okri, hækkunum, misvísandi upplýsingum, ágöllum í þjónustu o.s.frv. Neytendabaráttan er almenn, en hún er líka sértæk. Við erum öll í stöðu neytenda almennt, en svo erum við öll að kaupa tryggingar af tilteknu tryggingafélagi þar sem ákveðið fólk situr í stjórn og lítur á sig sem fulltrúa tiltekinna eigenda. Við eigum ekki að óttast að beina baráttunni að raunverulegum gerendum á markaði. Okur virkar þannig að einn okrar á öðrum. Það er ekki ástand eða almenn tilhneiging, það er verknaður sem einhver tók ákvörðun um að fremja. Gegn slíku verðum við að berjast.Vörn gegn valdaleysi Staða almennings gagnvart tryggingafélögunum er veik á markaði en enn veikari þegar einstaklingurinn þarf að sækja rétt sinn gagnvart tryggingafélaginu. Þá kemur enn betur í ljós ójafnvægið milli almennings og fyrirtækjanna. Annars vegar er einstaklingur sem orðið hefur fyrir eigna- eða heilsutjóni og hins vegar fjársterkt fyrirtæki með fjölda starfsmanna. Það eru til allt of mörg dæmi þess að einstaklingar gefist upp gegn ofureflinu og sætti sig við það sem tryggingafélagið vill borga í hvert sinn. Og það eru líka of mörg dæmi þess að fólk, sem hefur ekki látið beygja sig, hafi þurft að eyða mörgum árum og ómældum fjármunum til að leggja tryggingafélögin að lokum í dómssölum. Tryggingafélögin fara ekki í þessi dómsmál til að vinna, þau vita sem er að þau muni tapa málunum, en þau meta það svo að þau græði samt; löng málaferli hafi fælingarmátt gagnvart þeim sem þau bjóða allt of lágar bætur. Neytendasamtökin eiga að krefjast þess að settur verði gerðardómur sem getur úrskurðað um tjónabætur svo hver og einn þurfi ekki að leggja í kostnaðarsama og tímafreka þrautagöngu til að ná fram réttlæti. Neytendasamtökin eiga að krefjast þess að lög um hópmálsókn verði sett, svo einstaklingar sjái sér hag af því að sækja kröfur á tryggingafélög, sem eru ef til vill of lágar fyrir hvern einstakling svo hann hafi hag af margra ára málaferlum, en sem uppsafnaðar eru umtalsverðir hagsmunir fyrir neytendur. Neytendasamtökin eiga að að styðja fólk sem sækir rétt sinn gegn ofurvaldi og þau eiga að berjast fyrir bættri réttarstöðu almennings gagnvart fyrirtækjum.Vörn gegn misnotkun Hér á árum áður var vátryggingastarfsemi tryggingafélaganna rekin með tapi, sem var svo bætt upp með ávöxtun af bótasjóðum. Þetta var sanngjarnt fyrirkomulag. Bótasjóðir eru uppsöfnuð iðgjöld tryggingartaka og eðlilegt að ávöxtun þeirra renni til að greiða niður iðgjöldin. Nú hefur það gerst trekk í trekk að litlir hópar fólks hafa náð meirihluta í tryggingafélögunum og nýtt hann til að greiða sér út svimandi upphæðir í arð. Þetta hefur veikt tryggingafélögin svo mjög að nú má varla brenna sæmilega stórt hús án þess að þau sendi frá sér afkomuviðvörun. Bótasjóðirnir hafa verið veiktir og eru ekki lengur sú sveiflujöfnun sem áður var. Veikari sjóðir veikja þannig félögin og minni sjóðir skila minni ávöxtun og ná því ekki að lækka iðgjöld tryggingartaka. Tryggingafélög starfa samkvæmt sérstökum lögum. Stór hluti viðskipta þeirra eru skyldutryggingar og þau njóta ýmissa réttinda vegna samfélagslegs hlutverks síns. Tryggingafélög eru því ekki fyrst og fremst eign hluthafanna. Það er ekki svo að eigendur þeirra geti farið með þau eins og sína einkaeign. Tryggingafélögin eru samfélagsleg fyrirbrigði og Neytendasamtökin eiga að berjast fyrir að þau verði rekin af ábyrgð og að spákaupmenn fái ekki að tæma þau að innan eða misnota sjálfum sér til ávinnings. Neytendasamtökin eiga að koma í veg fyrir svimandi arðgreiðslur út úr fyrirtækjum og standa vörð um hagsmuni neytenda gagnvart eigendum fyrirtækja, ekkert síður en fyrirtækjunum sjálfum.Vörn gegn uppgjöf Endurnýjun Neytendasamtakanna getur ekki orðið nema í tengslum við endurnýjun annarra almannasamtaka. Nú þegar er hafin endurreisn verkalýðshreyfingarinnar sem leitt hefur til víðtækari samstöðu en sést hefur áratugum saman. Samtök leigjenda hafa risið upp á ný og innan þeirra hefur verið stofnað til félaga leigjenda hjá einstökum leigufélögum. Innan þessarar vakningar er mikil deigla og Neytendasamtökin eiga bæði að vera þátttakandi í þessum umbreytingum og læra af því sem best er gert í öðrum samtökum. Meðal þeirra frambjóðenda sem skrifuðu undir yfirlýsinguna Neytendur rísa upp! eru stjórnarmenn í öflugum verkalýðsfélögum og Samtökum leigjenda. Eitt einkenni endurnýjunar almannasamtaka er stofnun félaga og hagsmunahópa innan stærri samtaka. Dæmi um þetta er hópur bílstjóra innan Eflingar og félag leigjenda hjá Félagsbústöðum innan Samtaka leigjenda. Hvatinn að baki er vissa um að engir eru betri í að reka hagsmuni bílstjóra en bílstjórar sjálfir og að engin þekki betur stöðu leigjenda hjá Félagsbústöðum en fólkið sem leigir þar. Það er því markmið okkar hóps að mynda innan Neytendasamtakanna hópa til að vinna að einstökum málum. Og þar á meðal hóp fólks sem hefur kynnst af eigin reynslu óbilgirni tryggingafélaganna og upplifað veika stöðu almennings gagnvart þessum fyrirtækjum. Það er trú okkar að þau sem þekkja óréttlætið séu líklegust til að leiðrétta það. Þangað eigum við að sækja afl til breytinga.Unnur Rán er frambjóðandi til formanns Neytendasamtakanna og Daníel Örn er frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þings Neytendasamtakanna hefur hópur fólks komið reglulega saman og rætt neytendamál. Afrakstur þessara funda má meðal annars sjá í sameiginlegri yfirlýsingu okkar beggja, sem bjóðum okkur fram til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna og ellefu meðframbjóðenda til stjórnar, undir yfirskriftinni Neytendur rísa upp! Þar er dregin upp almenn stefnuyfirlýsing sem við hvetjum allt áhugafólk um neytendamál að lesa. Í framhaldi af þessari yfirlýsingu langar okkur að taka dæmi um hvernig þessi stefna gæti birst í einstökum málum, ef við fáum umboð félagsfólks í Neytendasamtökunum á komandi þingi. Tökum dæmi af tryggingum.Vörn gegn okri Það hefur margoft komið fram Íslendingar borga hærri tryggingariðgjöld en fólk í næstu löndum og tryggingar hafa einnig hækkað meira hér en annars staðar. Það er því augljóst að það skortir á varðstöðu neytenda gagnvart tryggingafélögunum. Neytendasamtökin ættu að leiða þá baráttu. Þau ættu að krefjast þess að mæta tryggingafélögunum sem samningsaðili fyrir hönd allra neytenda. Samtökin ættu að fá samningsumboð sinna félagsmanna og þrýsta á stjórnvöld og stjórnmálaflokka um lagabreytingar svo þetta fyrirkomulag festist í sessi. Íslenskir markaðir eru veikir og illa spilltir af fákeppni. Íslenskir neytendur þurfa því öflugri samstöðu og beittari vopn en borgarar annarra landa, ekki deigari. Neytendasamtökin ættu að byggja upp og styðja hópa tryggingartaka hjá einstökum tryggingafélögum. Þessir hópar ættu að deila reynslu sinni og móta aðgerðir til að draga úr okri, hækkunum, misvísandi upplýsingum, ágöllum í þjónustu o.s.frv. Neytendabaráttan er almenn, en hún er líka sértæk. Við erum öll í stöðu neytenda almennt, en svo erum við öll að kaupa tryggingar af tilteknu tryggingafélagi þar sem ákveðið fólk situr í stjórn og lítur á sig sem fulltrúa tiltekinna eigenda. Við eigum ekki að óttast að beina baráttunni að raunverulegum gerendum á markaði. Okur virkar þannig að einn okrar á öðrum. Það er ekki ástand eða almenn tilhneiging, það er verknaður sem einhver tók ákvörðun um að fremja. Gegn slíku verðum við að berjast.Vörn gegn valdaleysi Staða almennings gagnvart tryggingafélögunum er veik á markaði en enn veikari þegar einstaklingurinn þarf að sækja rétt sinn gagnvart tryggingafélaginu. Þá kemur enn betur í ljós ójafnvægið milli almennings og fyrirtækjanna. Annars vegar er einstaklingur sem orðið hefur fyrir eigna- eða heilsutjóni og hins vegar fjársterkt fyrirtæki með fjölda starfsmanna. Það eru til allt of mörg dæmi þess að einstaklingar gefist upp gegn ofureflinu og sætti sig við það sem tryggingafélagið vill borga í hvert sinn. Og það eru líka of mörg dæmi þess að fólk, sem hefur ekki látið beygja sig, hafi þurft að eyða mörgum árum og ómældum fjármunum til að leggja tryggingafélögin að lokum í dómssölum. Tryggingafélögin fara ekki í þessi dómsmál til að vinna, þau vita sem er að þau muni tapa málunum, en þau meta það svo að þau græði samt; löng málaferli hafi fælingarmátt gagnvart þeim sem þau bjóða allt of lágar bætur. Neytendasamtökin eiga að krefjast þess að settur verði gerðardómur sem getur úrskurðað um tjónabætur svo hver og einn þurfi ekki að leggja í kostnaðarsama og tímafreka þrautagöngu til að ná fram réttlæti. Neytendasamtökin eiga að krefjast þess að lög um hópmálsókn verði sett, svo einstaklingar sjái sér hag af því að sækja kröfur á tryggingafélög, sem eru ef til vill of lágar fyrir hvern einstakling svo hann hafi hag af margra ára málaferlum, en sem uppsafnaðar eru umtalsverðir hagsmunir fyrir neytendur. Neytendasamtökin eiga að að styðja fólk sem sækir rétt sinn gegn ofurvaldi og þau eiga að berjast fyrir bættri réttarstöðu almennings gagnvart fyrirtækjum.Vörn gegn misnotkun Hér á árum áður var vátryggingastarfsemi tryggingafélaganna rekin með tapi, sem var svo bætt upp með ávöxtun af bótasjóðum. Þetta var sanngjarnt fyrirkomulag. Bótasjóðir eru uppsöfnuð iðgjöld tryggingartaka og eðlilegt að ávöxtun þeirra renni til að greiða niður iðgjöldin. Nú hefur það gerst trekk í trekk að litlir hópar fólks hafa náð meirihluta í tryggingafélögunum og nýtt hann til að greiða sér út svimandi upphæðir í arð. Þetta hefur veikt tryggingafélögin svo mjög að nú má varla brenna sæmilega stórt hús án þess að þau sendi frá sér afkomuviðvörun. Bótasjóðirnir hafa verið veiktir og eru ekki lengur sú sveiflujöfnun sem áður var. Veikari sjóðir veikja þannig félögin og minni sjóðir skila minni ávöxtun og ná því ekki að lækka iðgjöld tryggingartaka. Tryggingafélög starfa samkvæmt sérstökum lögum. Stór hluti viðskipta þeirra eru skyldutryggingar og þau njóta ýmissa réttinda vegna samfélagslegs hlutverks síns. Tryggingafélög eru því ekki fyrst og fremst eign hluthafanna. Það er ekki svo að eigendur þeirra geti farið með þau eins og sína einkaeign. Tryggingafélögin eru samfélagsleg fyrirbrigði og Neytendasamtökin eiga að berjast fyrir að þau verði rekin af ábyrgð og að spákaupmenn fái ekki að tæma þau að innan eða misnota sjálfum sér til ávinnings. Neytendasamtökin eiga að koma í veg fyrir svimandi arðgreiðslur út úr fyrirtækjum og standa vörð um hagsmuni neytenda gagnvart eigendum fyrirtækja, ekkert síður en fyrirtækjunum sjálfum.Vörn gegn uppgjöf Endurnýjun Neytendasamtakanna getur ekki orðið nema í tengslum við endurnýjun annarra almannasamtaka. Nú þegar er hafin endurreisn verkalýðshreyfingarinnar sem leitt hefur til víðtækari samstöðu en sést hefur áratugum saman. Samtök leigjenda hafa risið upp á ný og innan þeirra hefur verið stofnað til félaga leigjenda hjá einstökum leigufélögum. Innan þessarar vakningar er mikil deigla og Neytendasamtökin eiga bæði að vera þátttakandi í þessum umbreytingum og læra af því sem best er gert í öðrum samtökum. Meðal þeirra frambjóðenda sem skrifuðu undir yfirlýsinguna Neytendur rísa upp! eru stjórnarmenn í öflugum verkalýðsfélögum og Samtökum leigjenda. Eitt einkenni endurnýjunar almannasamtaka er stofnun félaga og hagsmunahópa innan stærri samtaka. Dæmi um þetta er hópur bílstjóra innan Eflingar og félag leigjenda hjá Félagsbústöðum innan Samtaka leigjenda. Hvatinn að baki er vissa um að engir eru betri í að reka hagsmuni bílstjóra en bílstjórar sjálfir og að engin þekki betur stöðu leigjenda hjá Félagsbústöðum en fólkið sem leigir þar. Það er því markmið okkar hóps að mynda innan Neytendasamtakanna hópa til að vinna að einstökum málum. Og þar á meðal hóp fólks sem hefur kynnst af eigin reynslu óbilgirni tryggingafélaganna og upplifað veika stöðu almennings gagnvart þessum fyrirtækjum. Það er trú okkar að þau sem þekkja óréttlætið séu líklegust til að leiðrétta það. Þangað eigum við að sækja afl til breytinga.Unnur Rán er frambjóðandi til formanns Neytendasamtakanna og Daníel Örn er frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar