Áhrif hækkana Kjararáðs 2016 segja til sín Jón Tryggvi Jóhannsson skrifar 23. október 2018 14:16 Mörg undanfarin ár hafa aðilar vinnumarkaðarins litið til hinna Norðurlandanna sem fyrirmynda með það í huga að taka upp nýtt kjarasamningsmódel hér á landi. Það sem einkennir kjarasamningsgerð á hinum Norðurlöndunum er meðal annars mikil samvinna og einhugur allra sem koma að kjarasamningsgerð þar um vinnslu upplýsinga og tölfræðigagna sem notast er við við samningsgerðina. Þar eru aðilar sammála um stöðuna og vita fyrirfram hvað hægt er að semja um. Í þessum efnum getum við Íslendingar mikið lært af hinum Norðurlöndunum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, brást hart við því þegar farið var fram á það að Starfsgreinasambandið legði fram kostnaðarmat á kröfugerð þess. Björn taldi að það væri óþarft og sagði m.a. að menn lifðu ekki á kostnaðarmötum, heldur á því hvað þeir fengju í kjarasamningum. Þessi vinnubrögð, að koma fram með kröfugerð án þess að vita eða upplýsa hvað hún í raun kostar, myndi ekki geta átt sér stað á hinum Norðurlöndunum. Ég tel að þessi háttsemi Björns, að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerðinni, sé til komin vegna mikillar uppsafnaðrar reiði í garð Alþingis. Þessi reiði er í raun til komin vegna tveggja atriða. Fyrra atriðið snýr að ákvörðunum Kjararáðs sem leiddu til megnrar óánægju í samfélaginu árið 2016. Um sumarið 2016 ákvað kjararáð að hækka laun skrifstofustjóra í ráðuneytum um 35%. Kjararáð lét ekki hér við sitja heldur tók ákvörðun um það á kosningadag í október 2016 að hækka laun forseta Íslands upp í tæpar þrjár milljónir og þingfararkaup alþingismanna um tæplega 45% upp í rúmlega ellefu hundruð þúsund og setti þar norðurlandamet. Hækkun til alþingismanna nam kr. 338.254 á mánuði. Alþingi kaus að þiggja þessa hækkun og grípa ekki inní þrátt fyrir gríðarlega óánægju í samfélaginu og mótmæli frá forystumönnum nánast allra stéttarfélaga. Í rökstuðningi sínum fyrir því að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerð Starfsgreinasambandsins, segir Björn Snæbjörnsson m.a.; „Ég man ekki til þess að það hafi verið sett upp kostnaðarmat þegar kjararáð birti niðurstöðu sína, og ekki þegar forstjórarnir hækkuðu. Þegar láglaunafólk á að fá hækkanir er allt annað í kortunum“. Af þessum orðum Björns má ráða að óhjákvæmilegt sé annað en að líta á aðgerðarleysi Alþingis gagnvart ákvörðunum Kjararáðs sem fordæmi í komandi kjarasamningum. Síðara atriðið tekur til skrifa Stefáns Ólafssonar sem heldur því fram að stór skattatilfærsla hafi átt sér stað á síðastliðnum 25 árum. Stefán segir að skattbyrði hafi verið færð frá þeim tejkuhærri yfir á millitekjuhópa en þó mest yfir á tekjulægsta fólkið. Stéttarfélögin gera nú flest kröfu um að skattkerfið verði tekið til endurskoðunar enda sé svo komið að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman en er samt sem áður að borga skatt af um helmingi launa sinna. Stefán bendir á að þetta sé breyting frá því sem áður var þegar ekki var greiddur skattur af lágmarkslaunum. Þessar staðhæfingar Stefáns Ólafssonar hafa hert baráttuhug forystumanna flestra stéttarfélaga og það er full nauðsyn á því að kanna hvort sú mynd og þær staðhæfingar sem koma frá Stefáni séu réttar. Ef svo er þá bíður það vandasama verk Alþingis að breyta skattkerfinu til bættra kjara fyrir lágtekjufólk þ.e.a.s. ef vilji Alþingis stendur til þess. Þó svo að ríkið sé einungis beinn aðili að örfáum kjarasamningum sem losna um ármót og í byrjun næsta árs þá háttar þannig til núna að það er mjög litið til ríkisins með lausnir. Því hefur verið haldið fram, m.a. af Gylfa Zoega, að svigrúm til beinna launahækkana sé lítið og að lausnin felist í öðrum hlutum. Eftirfarandi gæti snúið að ríkinu. -Skattalagabreytingar sem miða að því að skattbyrði verði létt af lægstu launum. -Ríkið komi með úrræði til að bæta ástandið á húsnæðismarkaði. -Ríkið stuðli að lækkun vaxta á lánum til íbúðakaupa. -Alþingismenn tóku við hækkun Kjararáðs árið 2016 og nú er sá tímapunktur kominn að stéttarfélögin eru með lausa samninga. Alþingi þarf nú að útskýra það fyrir forystumönnum stéttarfélaga hvers vegna þau ættu ekki að fara fram á tuga prósenta hækkanir líka? Ríkið þarf að koma með útspil sem slekkur í reiðinni sem ríkir vegna Kjararáðshækkananna. Útspil sem getur bætt lífskör fólks án launahækkana. Höfundur: Jón Tryggvi Jóhannsson Lögfræðingur og MS í mannauðsstjórnun jon.tryggvi.johannsson@gmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mörg undanfarin ár hafa aðilar vinnumarkaðarins litið til hinna Norðurlandanna sem fyrirmynda með það í huga að taka upp nýtt kjarasamningsmódel hér á landi. Það sem einkennir kjarasamningsgerð á hinum Norðurlöndunum er meðal annars mikil samvinna og einhugur allra sem koma að kjarasamningsgerð þar um vinnslu upplýsinga og tölfræðigagna sem notast er við við samningsgerðina. Þar eru aðilar sammála um stöðuna og vita fyrirfram hvað hægt er að semja um. Í þessum efnum getum við Íslendingar mikið lært af hinum Norðurlöndunum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, brást hart við því þegar farið var fram á það að Starfsgreinasambandið legði fram kostnaðarmat á kröfugerð þess. Björn taldi að það væri óþarft og sagði m.a. að menn lifðu ekki á kostnaðarmötum, heldur á því hvað þeir fengju í kjarasamningum. Þessi vinnubrögð, að koma fram með kröfugerð án þess að vita eða upplýsa hvað hún í raun kostar, myndi ekki geta átt sér stað á hinum Norðurlöndunum. Ég tel að þessi háttsemi Björns, að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerðinni, sé til komin vegna mikillar uppsafnaðrar reiði í garð Alþingis. Þessi reiði er í raun til komin vegna tveggja atriða. Fyrra atriðið snýr að ákvörðunum Kjararáðs sem leiddu til megnrar óánægju í samfélaginu árið 2016. Um sumarið 2016 ákvað kjararáð að hækka laun skrifstofustjóra í ráðuneytum um 35%. Kjararáð lét ekki hér við sitja heldur tók ákvörðun um það á kosningadag í október 2016 að hækka laun forseta Íslands upp í tæpar þrjár milljónir og þingfararkaup alþingismanna um tæplega 45% upp í rúmlega ellefu hundruð þúsund og setti þar norðurlandamet. Hækkun til alþingismanna nam kr. 338.254 á mánuði. Alþingi kaus að þiggja þessa hækkun og grípa ekki inní þrátt fyrir gríðarlega óánægju í samfélaginu og mótmæli frá forystumönnum nánast allra stéttarfélaga. Í rökstuðningi sínum fyrir því að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerð Starfsgreinasambandsins, segir Björn Snæbjörnsson m.a.; „Ég man ekki til þess að það hafi verið sett upp kostnaðarmat þegar kjararáð birti niðurstöðu sína, og ekki þegar forstjórarnir hækkuðu. Þegar láglaunafólk á að fá hækkanir er allt annað í kortunum“. Af þessum orðum Björns má ráða að óhjákvæmilegt sé annað en að líta á aðgerðarleysi Alþingis gagnvart ákvörðunum Kjararáðs sem fordæmi í komandi kjarasamningum. Síðara atriðið tekur til skrifa Stefáns Ólafssonar sem heldur því fram að stór skattatilfærsla hafi átt sér stað á síðastliðnum 25 árum. Stefán segir að skattbyrði hafi verið færð frá þeim tejkuhærri yfir á millitekjuhópa en þó mest yfir á tekjulægsta fólkið. Stéttarfélögin gera nú flest kröfu um að skattkerfið verði tekið til endurskoðunar enda sé svo komið að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman en er samt sem áður að borga skatt af um helmingi launa sinna. Stefán bendir á að þetta sé breyting frá því sem áður var þegar ekki var greiddur skattur af lágmarkslaunum. Þessar staðhæfingar Stefáns Ólafssonar hafa hert baráttuhug forystumanna flestra stéttarfélaga og það er full nauðsyn á því að kanna hvort sú mynd og þær staðhæfingar sem koma frá Stefáni séu réttar. Ef svo er þá bíður það vandasama verk Alþingis að breyta skattkerfinu til bættra kjara fyrir lágtekjufólk þ.e.a.s. ef vilji Alþingis stendur til þess. Þó svo að ríkið sé einungis beinn aðili að örfáum kjarasamningum sem losna um ármót og í byrjun næsta árs þá háttar þannig til núna að það er mjög litið til ríkisins með lausnir. Því hefur verið haldið fram, m.a. af Gylfa Zoega, að svigrúm til beinna launahækkana sé lítið og að lausnin felist í öðrum hlutum. Eftirfarandi gæti snúið að ríkinu. -Skattalagabreytingar sem miða að því að skattbyrði verði létt af lægstu launum. -Ríkið komi með úrræði til að bæta ástandið á húsnæðismarkaði. -Ríkið stuðli að lækkun vaxta á lánum til íbúðakaupa. -Alþingismenn tóku við hækkun Kjararáðs árið 2016 og nú er sá tímapunktur kominn að stéttarfélögin eru með lausa samninga. Alþingi þarf nú að útskýra það fyrir forystumönnum stéttarfélaga hvers vegna þau ættu ekki að fara fram á tuga prósenta hækkanir líka? Ríkið þarf að koma með útspil sem slekkur í reiðinni sem ríkir vegna Kjararáðshækkananna. Útspil sem getur bætt lífskör fólks án launahækkana. Höfundur: Jón Tryggvi Jóhannsson Lögfræðingur og MS í mannauðsstjórnun jon.tryggvi.johannsson@gmail.com
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun