Áhrif hækkana Kjararáðs 2016 segja til sín Jón Tryggvi Jóhannsson skrifar 23. október 2018 14:16 Mörg undanfarin ár hafa aðilar vinnumarkaðarins litið til hinna Norðurlandanna sem fyrirmynda með það í huga að taka upp nýtt kjarasamningsmódel hér á landi. Það sem einkennir kjarasamningsgerð á hinum Norðurlöndunum er meðal annars mikil samvinna og einhugur allra sem koma að kjarasamningsgerð þar um vinnslu upplýsinga og tölfræðigagna sem notast er við við samningsgerðina. Þar eru aðilar sammála um stöðuna og vita fyrirfram hvað hægt er að semja um. Í þessum efnum getum við Íslendingar mikið lært af hinum Norðurlöndunum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, brást hart við því þegar farið var fram á það að Starfsgreinasambandið legði fram kostnaðarmat á kröfugerð þess. Björn taldi að það væri óþarft og sagði m.a. að menn lifðu ekki á kostnaðarmötum, heldur á því hvað þeir fengju í kjarasamningum. Þessi vinnubrögð, að koma fram með kröfugerð án þess að vita eða upplýsa hvað hún í raun kostar, myndi ekki geta átt sér stað á hinum Norðurlöndunum. Ég tel að þessi háttsemi Björns, að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerðinni, sé til komin vegna mikillar uppsafnaðrar reiði í garð Alþingis. Þessi reiði er í raun til komin vegna tveggja atriða. Fyrra atriðið snýr að ákvörðunum Kjararáðs sem leiddu til megnrar óánægju í samfélaginu árið 2016. Um sumarið 2016 ákvað kjararáð að hækka laun skrifstofustjóra í ráðuneytum um 35%. Kjararáð lét ekki hér við sitja heldur tók ákvörðun um það á kosningadag í október 2016 að hækka laun forseta Íslands upp í tæpar þrjár milljónir og þingfararkaup alþingismanna um tæplega 45% upp í rúmlega ellefu hundruð þúsund og setti þar norðurlandamet. Hækkun til alþingismanna nam kr. 338.254 á mánuði. Alþingi kaus að þiggja þessa hækkun og grípa ekki inní þrátt fyrir gríðarlega óánægju í samfélaginu og mótmæli frá forystumönnum nánast allra stéttarfélaga. Í rökstuðningi sínum fyrir því að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerð Starfsgreinasambandsins, segir Björn Snæbjörnsson m.a.; „Ég man ekki til þess að það hafi verið sett upp kostnaðarmat þegar kjararáð birti niðurstöðu sína, og ekki þegar forstjórarnir hækkuðu. Þegar láglaunafólk á að fá hækkanir er allt annað í kortunum“. Af þessum orðum Björns má ráða að óhjákvæmilegt sé annað en að líta á aðgerðarleysi Alþingis gagnvart ákvörðunum Kjararáðs sem fordæmi í komandi kjarasamningum. Síðara atriðið tekur til skrifa Stefáns Ólafssonar sem heldur því fram að stór skattatilfærsla hafi átt sér stað á síðastliðnum 25 árum. Stefán segir að skattbyrði hafi verið færð frá þeim tejkuhærri yfir á millitekjuhópa en þó mest yfir á tekjulægsta fólkið. Stéttarfélögin gera nú flest kröfu um að skattkerfið verði tekið til endurskoðunar enda sé svo komið að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman en er samt sem áður að borga skatt af um helmingi launa sinna. Stefán bendir á að þetta sé breyting frá því sem áður var þegar ekki var greiddur skattur af lágmarkslaunum. Þessar staðhæfingar Stefáns Ólafssonar hafa hert baráttuhug forystumanna flestra stéttarfélaga og það er full nauðsyn á því að kanna hvort sú mynd og þær staðhæfingar sem koma frá Stefáni séu réttar. Ef svo er þá bíður það vandasama verk Alþingis að breyta skattkerfinu til bættra kjara fyrir lágtekjufólk þ.e.a.s. ef vilji Alþingis stendur til þess. Þó svo að ríkið sé einungis beinn aðili að örfáum kjarasamningum sem losna um ármót og í byrjun næsta árs þá háttar þannig til núna að það er mjög litið til ríkisins með lausnir. Því hefur verið haldið fram, m.a. af Gylfa Zoega, að svigrúm til beinna launahækkana sé lítið og að lausnin felist í öðrum hlutum. Eftirfarandi gæti snúið að ríkinu. -Skattalagabreytingar sem miða að því að skattbyrði verði létt af lægstu launum. -Ríkið komi með úrræði til að bæta ástandið á húsnæðismarkaði. -Ríkið stuðli að lækkun vaxta á lánum til íbúðakaupa. -Alþingismenn tóku við hækkun Kjararáðs árið 2016 og nú er sá tímapunktur kominn að stéttarfélögin eru með lausa samninga. Alþingi þarf nú að útskýra það fyrir forystumönnum stéttarfélaga hvers vegna þau ættu ekki að fara fram á tuga prósenta hækkanir líka? Ríkið þarf að koma með útspil sem slekkur í reiðinni sem ríkir vegna Kjararáðshækkananna. Útspil sem getur bætt lífskör fólks án launahækkana. Höfundur: Jón Tryggvi Jóhannsson Lögfræðingur og MS í mannauðsstjórnun jon.tryggvi.johannsson@gmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mörg undanfarin ár hafa aðilar vinnumarkaðarins litið til hinna Norðurlandanna sem fyrirmynda með það í huga að taka upp nýtt kjarasamningsmódel hér á landi. Það sem einkennir kjarasamningsgerð á hinum Norðurlöndunum er meðal annars mikil samvinna og einhugur allra sem koma að kjarasamningsgerð þar um vinnslu upplýsinga og tölfræðigagna sem notast er við við samningsgerðina. Þar eru aðilar sammála um stöðuna og vita fyrirfram hvað hægt er að semja um. Í þessum efnum getum við Íslendingar mikið lært af hinum Norðurlöndunum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, brást hart við því þegar farið var fram á það að Starfsgreinasambandið legði fram kostnaðarmat á kröfugerð þess. Björn taldi að það væri óþarft og sagði m.a. að menn lifðu ekki á kostnaðarmötum, heldur á því hvað þeir fengju í kjarasamningum. Þessi vinnubrögð, að koma fram með kröfugerð án þess að vita eða upplýsa hvað hún í raun kostar, myndi ekki geta átt sér stað á hinum Norðurlöndunum. Ég tel að þessi háttsemi Björns, að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerðinni, sé til komin vegna mikillar uppsafnaðrar reiði í garð Alþingis. Þessi reiði er í raun til komin vegna tveggja atriða. Fyrra atriðið snýr að ákvörðunum Kjararáðs sem leiddu til megnrar óánægju í samfélaginu árið 2016. Um sumarið 2016 ákvað kjararáð að hækka laun skrifstofustjóra í ráðuneytum um 35%. Kjararáð lét ekki hér við sitja heldur tók ákvörðun um það á kosningadag í október 2016 að hækka laun forseta Íslands upp í tæpar þrjár milljónir og þingfararkaup alþingismanna um tæplega 45% upp í rúmlega ellefu hundruð þúsund og setti þar norðurlandamet. Hækkun til alþingismanna nam kr. 338.254 á mánuði. Alþingi kaus að þiggja þessa hækkun og grípa ekki inní þrátt fyrir gríðarlega óánægju í samfélaginu og mótmæli frá forystumönnum nánast allra stéttarfélaga. Í rökstuðningi sínum fyrir því að leggja ekki fram kostnaðarmat með kröfugerð Starfsgreinasambandsins, segir Björn Snæbjörnsson m.a.; „Ég man ekki til þess að það hafi verið sett upp kostnaðarmat þegar kjararáð birti niðurstöðu sína, og ekki þegar forstjórarnir hækkuðu. Þegar láglaunafólk á að fá hækkanir er allt annað í kortunum“. Af þessum orðum Björns má ráða að óhjákvæmilegt sé annað en að líta á aðgerðarleysi Alþingis gagnvart ákvörðunum Kjararáðs sem fordæmi í komandi kjarasamningum. Síðara atriðið tekur til skrifa Stefáns Ólafssonar sem heldur því fram að stór skattatilfærsla hafi átt sér stað á síðastliðnum 25 árum. Stefán segir að skattbyrði hafi verið færð frá þeim tejkuhærri yfir á millitekjuhópa en þó mest yfir á tekjulægsta fólkið. Stéttarfélögin gera nú flest kröfu um að skattkerfið verði tekið til endurskoðunar enda sé svo komið að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman en er samt sem áður að borga skatt af um helmingi launa sinna. Stefán bendir á að þetta sé breyting frá því sem áður var þegar ekki var greiddur skattur af lágmarkslaunum. Þessar staðhæfingar Stefáns Ólafssonar hafa hert baráttuhug forystumanna flestra stéttarfélaga og það er full nauðsyn á því að kanna hvort sú mynd og þær staðhæfingar sem koma frá Stefáni séu réttar. Ef svo er þá bíður það vandasama verk Alþingis að breyta skattkerfinu til bættra kjara fyrir lágtekjufólk þ.e.a.s. ef vilji Alþingis stendur til þess. Þó svo að ríkið sé einungis beinn aðili að örfáum kjarasamningum sem losna um ármót og í byrjun næsta árs þá háttar þannig til núna að það er mjög litið til ríkisins með lausnir. Því hefur verið haldið fram, m.a. af Gylfa Zoega, að svigrúm til beinna launahækkana sé lítið og að lausnin felist í öðrum hlutum. Eftirfarandi gæti snúið að ríkinu. -Skattalagabreytingar sem miða að því að skattbyrði verði létt af lægstu launum. -Ríkið komi með úrræði til að bæta ástandið á húsnæðismarkaði. -Ríkið stuðli að lækkun vaxta á lánum til íbúðakaupa. -Alþingismenn tóku við hækkun Kjararáðs árið 2016 og nú er sá tímapunktur kominn að stéttarfélögin eru með lausa samninga. Alþingi þarf nú að útskýra það fyrir forystumönnum stéttarfélaga hvers vegna þau ættu ekki að fara fram á tuga prósenta hækkanir líka? Ríkið þarf að koma með útspil sem slekkur í reiðinni sem ríkir vegna Kjararáðshækkananna. Útspil sem getur bætt lífskör fólks án launahækkana. Höfundur: Jón Tryggvi Jóhannsson Lögfræðingur og MS í mannauðsstjórnun jon.tryggvi.johannsson@gmail.com
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun