Stefna ríkisstjórnarinnar að fækka störfum út á landi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 25. október 2018 08:03 Það var sorglegt að hlusta á ferðamálastjóra í fréttum RÚV nýlega þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að auka þyrfti sjálfvirkni og fækka störfum til að bregðast við tapi á rekstri ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Staðreyndin er að ferðaþjónusta er og verður mannaflafrek, enda snýst hún að miklu leiti um mannleg samskipti. Auðvitað er alltaf gott að hagræða og þá um allt land, en augljóst er að ferðamálastjóri vill ekki horfast í augu við rót vandans sem er léleg dreifing ferðamanna. Þetta viðhorf ferðamálastjóra lýsir ágætlega þeim vanda sem við er að glíma í stjórnsýslunni þegar kemur að uppbyggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Í könnun KPMG er augljóst að vandamálið er ekki að það starfi of margir í ferðaþjónustu út á landi, heldur þvert á móti sannar að lítið hefur gengið í dreifingu ferðamanna um landið. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að niðurstöðurnar staðfesti að ferðamenn dvelji skemur á landinu, gisti á höfuðborgarsvæðinu en fari síður út á land og því minna sem fjær dregur því. Það gefur augaleið að auðveldara að halda úti rekstri þegar nýtingin er betri. Sömuleiðis gerir lítill fjöldi ferðamanna það erfiðara að halda úti stærri og þar með hagkvæmari einingum. Því miður hefur ekki verið vilji í verki að dreifa ferðamönnum betur um landið. Ummæli ferðamálastjóra eru sérstaklega kaldhæðnisleg í ljósi þeirrar umræðu sem fór fram á Alþingi 17. október sl. um skýrslu ferðamálaráðherra um þolmörk í ferðamennsku á Íslandi. Þar kom fram skýr niðurstaða skýrslunnar að ferðamennska hefur náð þolmörkum á Höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlandsins og var skýr vilji þingmanna að bregðast við þessu með uppbyggingu samgönguinnviða, opnun fleiri gátta inn í landið og aukinni markaðssetningu þeirra svæða sem geta tekið á móti fleiri ferðamönnum. Það er grafalvarlegt að embættismaður sem situr í umboði ráðherra ferðamála og hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu um allt Ísland komi á þennan hátt upp um skilningsleysi sitt á ferðaþjónustu. Stjórnvöld hljóta að bregðast snarlega við niðurstöðum þessara skýrslna og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, opna fleiri gáttir og auka markaðssetningu landshlutanna til að stuðla að betri dreifingu erlendra ferðamanna um landið. Ef ekki er varla hægt að skilja ríkisstjórnina öðruvísi en svo að stefna hennar sé í samræmi við orð ferðamálastjóra, að fækka störfum utan höfuðborgarsvæðisins.Höfuundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það var sorglegt að hlusta á ferðamálastjóra í fréttum RÚV nýlega þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að auka þyrfti sjálfvirkni og fækka störfum til að bregðast við tapi á rekstri ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Staðreyndin er að ferðaþjónusta er og verður mannaflafrek, enda snýst hún að miklu leiti um mannleg samskipti. Auðvitað er alltaf gott að hagræða og þá um allt land, en augljóst er að ferðamálastjóri vill ekki horfast í augu við rót vandans sem er léleg dreifing ferðamanna. Þetta viðhorf ferðamálastjóra lýsir ágætlega þeim vanda sem við er að glíma í stjórnsýslunni þegar kemur að uppbyggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Í könnun KPMG er augljóst að vandamálið er ekki að það starfi of margir í ferðaþjónustu út á landi, heldur þvert á móti sannar að lítið hefur gengið í dreifingu ferðamanna um landið. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að niðurstöðurnar staðfesti að ferðamenn dvelji skemur á landinu, gisti á höfuðborgarsvæðinu en fari síður út á land og því minna sem fjær dregur því. Það gefur augaleið að auðveldara að halda úti rekstri þegar nýtingin er betri. Sömuleiðis gerir lítill fjöldi ferðamanna það erfiðara að halda úti stærri og þar með hagkvæmari einingum. Því miður hefur ekki verið vilji í verki að dreifa ferðamönnum betur um landið. Ummæli ferðamálastjóra eru sérstaklega kaldhæðnisleg í ljósi þeirrar umræðu sem fór fram á Alþingi 17. október sl. um skýrslu ferðamálaráðherra um þolmörk í ferðamennsku á Íslandi. Þar kom fram skýr niðurstaða skýrslunnar að ferðamennska hefur náð þolmörkum á Höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlandsins og var skýr vilji þingmanna að bregðast við þessu með uppbyggingu samgönguinnviða, opnun fleiri gátta inn í landið og aukinni markaðssetningu þeirra svæða sem geta tekið á móti fleiri ferðamönnum. Það er grafalvarlegt að embættismaður sem situr í umboði ráðherra ferðamála og hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu um allt Ísland komi á þennan hátt upp um skilningsleysi sitt á ferðaþjónustu. Stjórnvöld hljóta að bregðast snarlega við niðurstöðum þessara skýrslna og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, opna fleiri gáttir og auka markaðssetningu landshlutanna til að stuðla að betri dreifingu erlendra ferðamanna um landið. Ef ekki er varla hægt að skilja ríkisstjórnina öðruvísi en svo að stefna hennar sé í samræmi við orð ferðamálastjóra, að fækka störfum utan höfuðborgarsvæðisins.Höfuundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun