Telja enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þáttum um kynbundinn launamun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2018 11:17 Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona er verkefnastýra Kvennafrídagsins 2018. Vísir/ernir Aðstandendur Kvennafrídagsins hafna því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands um kynbundinn launamun séu rangar, líkt og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hélt fram í pistli sem hún birti í gær. Þá telja aðstandendur Kvennafrís ekki ástæðu til að leiðrétta fyrir ákveðnum þáttum í slíkum útreikningum enda sé ekki um að ræða málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun. Pistill dómsmálaráðherra um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.Vísir/HannaSegja rök ráðherra ekki málefnaleg Í yfirlýsingu, sem aðstandendur Kvennafrís sendu frá sér í dag, segir að á vefnum kvennafri.is komi skýrt fram að þar séu reiknaðar út meðalatvinnutekjur kvenna. Aðstandendur Kvennafrís telja rök ráðherra enn fremur ekki málefnaleg. „Það er rétt hjá ráðherranum að við tökum ekki tillit til vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða og fleiri breyta. Við teljum enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þessum þáttum enda teljum við þá ekki málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun „Að okkar mati felst kerfisbundið ójafnrétti ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur mun fleiri þáttum eins og vinnutíma, menntun, starfi, atvinnugrein, barneignum og hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.“Fjölmennt var við Arnarhól á Kvennafrídeginum.Vísir/VilhelmÁstæðurnar hvorki skiljanlegar né ásættanlegar Þá eru raktar ástæður þess að meðalatvinnutekjur kvenna eru 26% lægri en meðalatvinnutekjur karla. Konur taki til að mynda lengra fæðingarorlof, þær þurfi frekar að vera frá vinnu vegna veikinda barna, þær þurfi að vera lengur frá vinnu til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og veljist sjaldnar í vel launaðar stjórnunarstöður. Aðstandendur Kvennafrídagsins telja þessar ástæður ekki ásættanlegar og óska þess að dómsmálaráðherra taki undir kröfu þeirra um jöfn kjör. „Ólíkt dómsmálaráðherra þá teljum við þessar ástæður ekki skiljanlegar og ásættanlegar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu gríðarfjölmennra samstöðufunda kvenna á Arnarhóli og í fjölda bæjarfélaga um allt land í gær krefjumst við þess að fæðingarorlof sé lengt, að kvennastéttir hætti að vera láglaunastéttir, að atvinnulífið verði fjölskylduvænna og að konur taki jafnan þátt í stjórnunarstöðum landsins. Með öðrum orðum þá krefjumst við jafnra kjara. Það væri óskandi að dómsmálaráðherra gæti tekið undir þá kröfu með okkur.“Upptöku frá útsendingu Vísis frá fundi kvenna á Arnarhóli í tilefni Kvennafrídagsins í gær má sjá að neðan.Yfirlýsing aðstandenda Kvennafrís 2018 vegna ummæla dómsmálaráðherra í heildSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerir kynbundinn launamun og Kvennafrí að umræðuefni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sem færslan hefur ratað í fréttir er mikilvægt að árétta nokkur atriði varðandi kynbundinn launamun og mikilvægi þess að honum sé eytt.Við, aðstandendur Kvennafrís, höfnum því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands séu rangar, eins og dómsmálaráðherra heldur fram. Eins og kemur skýrt fram á vefnum kvennafri.is reiknum við út meðalatvinnutekjur kvenna og er aðferðafræðin rakin nánar þar.Það er rétt hjá ráðherranum að við tökum ekki tillit til vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða og fleiri breyta. Við teljum enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þessum þáttum enda teljum við þá ekki málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun.Að okkar mati felst kerfisbundið ójafnrétti ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur mun fleiri þáttum eins og vinnutíma, menntun, starfi, atvinnugrein, barneignum og hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.Staðreynd málsins er þessi. Meðalatvinnutekjur kvenna eru 26% lægri en meðalatvinnutekjur karla. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars þær að þær taka lengra fæðingarorlof, þær þurfa frekar að vera frá vinnu vegna veikinda barna, þær þurfa að vera lengur frá vinnu til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þær veljast sjaldnar í vel launaðar stjórnunarstöður og þær tilheyra svokölluðum kvennastéttum þar sem störfin eru ekki metin af verðleikum þegar kemur að launum og öðrum starfskjörum. Til viðbótar við þetta eru lífeyrissjóðsréttindi þeirra sömuleiðis lægri en karlmanna.Ólíkt dómsmálaráðherra þá teljum við þessar ástæður ekki skiljanlegar og ásættanlegar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu gríðarfjölmennra samstöðufunda kvenna á Arnarhóli og í fjölda bæjarfélaga um allt land í gær krefjumst við þess að fæðingarorlof sé lengt, að kvennastéttir hætti að vera láglaunastéttir, að atvinnulífið verði fjölskylduvænna og að konur taki jafnan þátt í stjórnunarstöðum landsins. Með öðrum orðum þá krefjumst við jafnra kjara. Það væri óskandi að dómsmálaráðherra gæti tekið undir þá kröfu með okkur. Kjaramál Tengdar fréttir Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. 25. október 2018 08:43 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Aðstandendur Kvennafrídagsins hafna því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands um kynbundinn launamun séu rangar, líkt og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hélt fram í pistli sem hún birti í gær. Þá telja aðstandendur Kvennafrís ekki ástæðu til að leiðrétta fyrir ákveðnum þáttum í slíkum útreikningum enda sé ekki um að ræða málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun. Pistill dómsmálaráðherra um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.Vísir/HannaSegja rök ráðherra ekki málefnaleg Í yfirlýsingu, sem aðstandendur Kvennafrís sendu frá sér í dag, segir að á vefnum kvennafri.is komi skýrt fram að þar séu reiknaðar út meðalatvinnutekjur kvenna. Aðstandendur Kvennafrís telja rök ráðherra enn fremur ekki málefnaleg. „Það er rétt hjá ráðherranum að við tökum ekki tillit til vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða og fleiri breyta. Við teljum enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þessum þáttum enda teljum við þá ekki málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun „Að okkar mati felst kerfisbundið ójafnrétti ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur mun fleiri þáttum eins og vinnutíma, menntun, starfi, atvinnugrein, barneignum og hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.“Fjölmennt var við Arnarhól á Kvennafrídeginum.Vísir/VilhelmÁstæðurnar hvorki skiljanlegar né ásættanlegar Þá eru raktar ástæður þess að meðalatvinnutekjur kvenna eru 26% lægri en meðalatvinnutekjur karla. Konur taki til að mynda lengra fæðingarorlof, þær þurfi frekar að vera frá vinnu vegna veikinda barna, þær þurfi að vera lengur frá vinnu til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og veljist sjaldnar í vel launaðar stjórnunarstöður. Aðstandendur Kvennafrídagsins telja þessar ástæður ekki ásættanlegar og óska þess að dómsmálaráðherra taki undir kröfu þeirra um jöfn kjör. „Ólíkt dómsmálaráðherra þá teljum við þessar ástæður ekki skiljanlegar og ásættanlegar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu gríðarfjölmennra samstöðufunda kvenna á Arnarhóli og í fjölda bæjarfélaga um allt land í gær krefjumst við þess að fæðingarorlof sé lengt, að kvennastéttir hætti að vera láglaunastéttir, að atvinnulífið verði fjölskylduvænna og að konur taki jafnan þátt í stjórnunarstöðum landsins. Með öðrum orðum þá krefjumst við jafnra kjara. Það væri óskandi að dómsmálaráðherra gæti tekið undir þá kröfu með okkur.“Upptöku frá útsendingu Vísis frá fundi kvenna á Arnarhóli í tilefni Kvennafrídagsins í gær má sjá að neðan.Yfirlýsing aðstandenda Kvennafrís 2018 vegna ummæla dómsmálaráðherra í heildSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerir kynbundinn launamun og Kvennafrí að umræðuefni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sem færslan hefur ratað í fréttir er mikilvægt að árétta nokkur atriði varðandi kynbundinn launamun og mikilvægi þess að honum sé eytt.Við, aðstandendur Kvennafrís, höfnum því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands séu rangar, eins og dómsmálaráðherra heldur fram. Eins og kemur skýrt fram á vefnum kvennafri.is reiknum við út meðalatvinnutekjur kvenna og er aðferðafræðin rakin nánar þar.Það er rétt hjá ráðherranum að við tökum ekki tillit til vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða og fleiri breyta. Við teljum enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þessum þáttum enda teljum við þá ekki málefnaleg rök fyrir kynbundnum launamun.Að okkar mati felst kerfisbundið ójafnrétti ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur mun fleiri þáttum eins og vinnutíma, menntun, starfi, atvinnugrein, barneignum og hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.Staðreynd málsins er þessi. Meðalatvinnutekjur kvenna eru 26% lægri en meðalatvinnutekjur karla. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars þær að þær taka lengra fæðingarorlof, þær þurfa frekar að vera frá vinnu vegna veikinda barna, þær þurfa að vera lengur frá vinnu til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þær veljast sjaldnar í vel launaðar stjórnunarstöður og þær tilheyra svokölluðum kvennastéttum þar sem störfin eru ekki metin af verðleikum þegar kemur að launum og öðrum starfskjörum. Til viðbótar við þetta eru lífeyrissjóðsréttindi þeirra sömuleiðis lægri en karlmanna.Ólíkt dómsmálaráðherra þá teljum við þessar ástæður ekki skiljanlegar og ásættanlegar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu gríðarfjölmennra samstöðufunda kvenna á Arnarhóli og í fjölda bæjarfélaga um allt land í gær krefjumst við þess að fæðingarorlof sé lengt, að kvennastéttir hætti að vera láglaunastéttir, að atvinnulífið verði fjölskylduvænna og að konur taki jafnan þátt í stjórnunarstöðum landsins. Með öðrum orðum þá krefjumst við jafnra kjara. Það væri óskandi að dómsmálaráðherra gæti tekið undir þá kröfu með okkur.
Kjaramál Tengdar fréttir Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. 25. október 2018 08:43 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. 25. október 2018 08:43
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00