Lífið

Zlatan og Corden tóku floss-dansinn með misjöfnum árangri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Zlatan alltaf skemmtilegur.
Zlatan alltaf skemmtilegur.
Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fékk sænska knattspyrnumanninn Zlatan Ibrahimovic í þáttinn til sín í vikunni og fékk þennan kokhrausta karakter til að leika sér örlítið með sér.

Það hefur sennilega enginn meira álit á sjálfum sér og sjálfur Zlatan en Corden langaði að sjá hvort kappinn gæti hreinlega gert allt.

Zlatan varð að spreyta sig á allskonar verkefnum alveg frá því að dansa fræga Fortnite flossdansinn yfir í það að geta nefnt Kardashian systurnar á nafn.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þessum skemmtilega karakter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×