„Á ekki bara að setja þetta í beina kosningu?“ Alexandra Briem skrifar 25. október 2018 16:36 Þetta er algeng spurning, en ef ekkert skýrt ferli er til staðar fyrir íbúa til að afla upplýsinga um verkefni sem í gangi eru eða knýja fram kosningar með lýðræðislegum aðferðum áður en verkefni hafa náð vissum punkti, þá þjóna beinar kosningar þeim eina tilgangi að vera popúlískt verkfæri í kistu þeirra sem vilja ekki sætta sig við niðurstöður fyrri lýðræðislegri ferla. Þess heldur, ef ekki er til staðar tiltekinn rammi utan um það hvenær verk megi stöðva með kosningu og hvenær það sé orðið of seint, býr það til mjög mikla áhættu og óvissu í allri áætlanagerð og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu. Beint lýðræði og íbúalýðræði snúast einmitt ekki bara um að setja hluti í beina kosningu. Þvert á móti getur það verið beinlínis skaðlegt lýðræði og góðum stjórnarháttum að setja mál í beina kosningu í hvert skipti sem einhverjum dettur í hug að kalla eftir því. Sérstaklega ef það er eftir hentisemi kjörinn fulltrúa í þau skipti sem þeir telja það góða leið til að afla stuðnings við verkefni sem þeim sjálfum hugnast, eða tækifærissinnuð leið til að stöðva áætlanir sem þeir eru á móti. Sú aðferð býður heim mikilli hættu á að pólitískar upphrópanir og gögn valin af hentisemi komi í stað upplýstrar umræðu í aðdraganda slíkrar kosningar. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að setja Borgarlínu í beina kosningu undir yfirskyni aukins íbúalýðræðis, sem er til afgreiðslu á fundi Borgarráðs þessa vikuna, er dæmi um þetta. Óhætt er að segja að borgarstjórnarflokkur Pírata, og raunar allur núverandi meirihluti í borgarstjórn, leggi mikla áherslu á bæði íbúalýðræði og ábyrga stjórnsýslu. Raunverulegt beint íbúalýðræði er stærra verkefni en tilviljanakenndar beinar kosningar um einstaka mál. Það þarf að vera ofið inn í öll stig undirbúnings og ákvarðanatöku. Það fæst með reglulegri góðri og upplýsingagjöf, virkri þátttöku íbúa á öllum stigum og möguleikum á inngripum og kröfu um íbúakosningu eftir skýrum lýðræðislega skilgreindum leiðum, á ákveðnum tímum ferlisins, í kjölfar upplýstrar umræðu um málefnið. Borgarlínuáætlunin er yfirgripsmikil stefna um framtíðarskipulag borgarinnar. Hún er afrakstur margra ára vinnu sérfræðinga, með aðkomu íbúafunda og kjörinna fulltrúa í mörgum sveitarfélögum. Hún er afleiðing samtals við íbúa um hugmyndir þeirra um þéttingu byggðar, ferðamáta framtíðarinnar, borgarumhverfið og loftslagsmál. Þær áherslur voru lagðar til grundvallar að sviðsmyndagerð þar sem næst tók við mikil greiningarvinna á umferðarmynstri og væntri fólksfjölgun á svæðinu til næstu áratuga. Sú niðurstaða var skýr. Þess utan hefur síðan verið unnin mikil skipulagsvinna og aðrar áætlanir á tengdum sviðum sem gera ráð fyrir Borgarlínu í einhverri mynd og myndi sú vinna glatast ef hætt væri við á þessum tímapunkti, ásamt þeirri samstöðu sem náðst hefur milli sveitarfélaga og ríkisins um þessa leið sem myndi þurfa að ná að nýju um aðra aðferð. Byrja þyrfti frá grunni að skipuleggja samgöngur á svæðinu og þá þyrfti meðvitað að sleppa þeirri leið sem er metin best af öllum sem að ferlinu komu. Að lokum má svo vel benda á að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings borgarbúa í skoðanakönnunum og var þar að auki mikið í umræðunni fyrir kosningar og þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta gáfu allir skýr loforð um að úr henni myndi verða. Að mörgu leyti má lesa niðurstöðu síðustu borgarstjórnarkosninga á þann hátt að Borgarlínan hafi unnið. Ef einhvern tíma væri rétt að kalla eftir beinni kosningu um málefni, utan við skýrt lýðræðislegt ferli, væri það þegar um væri að ræða einstakt mál þar sem sterk rök lægju því til grundvallar að áætlun borgarstjórnar væri í mikilli andstöðu við vilja íbúa. Borgarlína er ekki slíkt mál. Hún var lýðræðislega unnin áætlun sem nýtur víðtæks almenns stuðnings og flokkarnir sem mynda meirihlutann hafa skýrt lýðræðislegt umboð, raunar lýðræðislega skyldu, til að fylgja því eftir.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þetta er algeng spurning, en ef ekkert skýrt ferli er til staðar fyrir íbúa til að afla upplýsinga um verkefni sem í gangi eru eða knýja fram kosningar með lýðræðislegum aðferðum áður en verkefni hafa náð vissum punkti, þá þjóna beinar kosningar þeim eina tilgangi að vera popúlískt verkfæri í kistu þeirra sem vilja ekki sætta sig við niðurstöður fyrri lýðræðislegri ferla. Þess heldur, ef ekki er til staðar tiltekinn rammi utan um það hvenær verk megi stöðva með kosningu og hvenær það sé orðið of seint, býr það til mjög mikla áhættu og óvissu í allri áætlanagerð og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu. Beint lýðræði og íbúalýðræði snúast einmitt ekki bara um að setja hluti í beina kosningu. Þvert á móti getur það verið beinlínis skaðlegt lýðræði og góðum stjórnarháttum að setja mál í beina kosningu í hvert skipti sem einhverjum dettur í hug að kalla eftir því. Sérstaklega ef það er eftir hentisemi kjörinn fulltrúa í þau skipti sem þeir telja það góða leið til að afla stuðnings við verkefni sem þeim sjálfum hugnast, eða tækifærissinnuð leið til að stöðva áætlanir sem þeir eru á móti. Sú aðferð býður heim mikilli hættu á að pólitískar upphrópanir og gögn valin af hentisemi komi í stað upplýstrar umræðu í aðdraganda slíkrar kosningar. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að setja Borgarlínu í beina kosningu undir yfirskyni aukins íbúalýðræðis, sem er til afgreiðslu á fundi Borgarráðs þessa vikuna, er dæmi um þetta. Óhætt er að segja að borgarstjórnarflokkur Pírata, og raunar allur núverandi meirihluti í borgarstjórn, leggi mikla áherslu á bæði íbúalýðræði og ábyrga stjórnsýslu. Raunverulegt beint íbúalýðræði er stærra verkefni en tilviljanakenndar beinar kosningar um einstaka mál. Það þarf að vera ofið inn í öll stig undirbúnings og ákvarðanatöku. Það fæst með reglulegri góðri og upplýsingagjöf, virkri þátttöku íbúa á öllum stigum og möguleikum á inngripum og kröfu um íbúakosningu eftir skýrum lýðræðislega skilgreindum leiðum, á ákveðnum tímum ferlisins, í kjölfar upplýstrar umræðu um málefnið. Borgarlínuáætlunin er yfirgripsmikil stefna um framtíðarskipulag borgarinnar. Hún er afrakstur margra ára vinnu sérfræðinga, með aðkomu íbúafunda og kjörinna fulltrúa í mörgum sveitarfélögum. Hún er afleiðing samtals við íbúa um hugmyndir þeirra um þéttingu byggðar, ferðamáta framtíðarinnar, borgarumhverfið og loftslagsmál. Þær áherslur voru lagðar til grundvallar að sviðsmyndagerð þar sem næst tók við mikil greiningarvinna á umferðarmynstri og væntri fólksfjölgun á svæðinu til næstu áratuga. Sú niðurstaða var skýr. Þess utan hefur síðan verið unnin mikil skipulagsvinna og aðrar áætlanir á tengdum sviðum sem gera ráð fyrir Borgarlínu í einhverri mynd og myndi sú vinna glatast ef hætt væri við á þessum tímapunkti, ásamt þeirri samstöðu sem náðst hefur milli sveitarfélaga og ríkisins um þessa leið sem myndi þurfa að ná að nýju um aðra aðferð. Byrja þyrfti frá grunni að skipuleggja samgöngur á svæðinu og þá þyrfti meðvitað að sleppa þeirri leið sem er metin best af öllum sem að ferlinu komu. Að lokum má svo vel benda á að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings borgarbúa í skoðanakönnunum og var þar að auki mikið í umræðunni fyrir kosningar og þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta gáfu allir skýr loforð um að úr henni myndi verða. Að mörgu leyti má lesa niðurstöðu síðustu borgarstjórnarkosninga á þann hátt að Borgarlínan hafi unnið. Ef einhvern tíma væri rétt að kalla eftir beinni kosningu um málefni, utan við skýrt lýðræðislegt ferli, væri það þegar um væri að ræða einstakt mál þar sem sterk rök lægju því til grundvallar að áætlun borgarstjórnar væri í mikilli andstöðu við vilja íbúa. Borgarlína er ekki slíkt mál. Hún var lýðræðislega unnin áætlun sem nýtur víðtæks almenns stuðnings og flokkarnir sem mynda meirihlutann hafa skýrt lýðræðislegt umboð, raunar lýðræðislega skyldu, til að fylgja því eftir.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar