Lífið

Erla Alexandra tekur þátt í Miss World fyrir Íslands hönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erla er 24 ára lögfræðinemi við HR.
Erla er 24 ára lögfræðinemi við HR.

Erla Alexandra Ólafsdóttir tekur þátt í Ungfrú Heimur fyrir hönd Íslands en hún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Ég er að fara til Kína í byrjun nóvember að keppa í Miss World,“ segir Erla sem tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2015 en enginn keppni var haldin hér á landi í ár og forráðamenn Miss World höfðu samband við Lindu P um mögulegan keppandi út í Kína.

„Þau vilja alltaf hafa fulltrúa frá Íslandi og spurðu hana hvort hún gæti fundið einhvern til að fara. Hún hafði samband við mömmu og mig og okkur fannst þetta vera tækifæri sem við gætum ekki sagt nei við,“ segir Erla sem er dóttir Guðrúnar Möller sem vann Ungfrú Ísland keppnina árið 1982.

„Ég er mikil keppnismanneskja og auðvitað fer maður út með það hugafar að vilja gera land og þjóð stolt af manni. Þetta er líka bara ævintýri og lífsreynsla,“ segir Erla sem verður í heilan mánuð í Kína en hún fer út 8. nóvember og lokakvöldið er 8. desember.

„Þetta eru rosalega margir viðburðir sem maður þarf að mæta á. Miss World eru í raun góðgerðarsamtök og hafa safnað yfir einum milljarði sterlingspunda í góðgerðamál í gengum tíðina. Flestir viðburðir eru tengdir því. Hver keppandi þarf að koma með hluti frá þeirra landi og þeir eru boðnir upp. Við erum rosalega mikið að fara á munaðarleysingjahæli og heimsækja börn og eigum að vekja athygli á málefnunum,“ segir

Erla og bætir við að fegurðarsamkeppnir séu ekki endilega tímaskekkja og að það geti varla verið tímaskekkja að taka þátt í góðgerðamálum. Erla er 24 ára lögfræðinemi við HR.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.