Lífið

Safnaði skeggi í 911 daga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jon byrjaði með ekkert skegg.
Jon byrjaði með ekkert skegg.

Þann 2. september ákváðu hjónin Jon og Eva að ferðast saman um heiminn og hafa þau farið til 33 landa á tveimur og hálfu ári.

Jon ákvað að raka sig ekkert á þessum tíma og þegar ferðalagið hófst var Jon ekki með neitt skegg.

Þau greindu vel frá ferðalaginu á YouTube-síðunni CANRUSH en í lok ágústmánaðar birti þau myndband af skeggvaxtarferli Jon á 911 dögum og hvernig það þróaðist í réttri tímaröð.

Nú þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft á það tæplega 19 milljón sinnum og virðist fólk hafa mikinn áhuga á því, en hér að neðan má sjá útkomuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.