Handbolti

Guðjón Valur gaf ekki kost á sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón er ekki hættur.
Guðjón er ekki hættur. vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020.

Guðjón Valur gaf ekki kost á sér vegna persónulegra ástæðna en Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag er hann tilkynnti liðið fyrir komandi leiki.

„Guðjón Valur gefur ekki kost að sér að þessu sinni. Það voru persónulegar ástæður sem tengjast fjölskyldu hans en hann gæti verið með í framtíðinni,” sagði Guðmundur er hann var aðspurður út í málið.

Nánar má lesa um blaðamannafundinn hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.