Handbolti

Svona var blaðamannafundur Guðmundar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon, aðstoðarmaður hans.
Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon, aðstoðarmaður hans. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ í Arion Banka í Kringlunni þar sem að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi fyrsta hópinn fyrir undankeppni EM 2020.

Strákarnir okkar fara af stað í undankeppninni 24. október þegar að þeir mæta Grikklandi í Laugardalshöll en fjórum dögum síðar mæta þeir Tyrklandi ytra. Makedónía er fjórða liðið í riðlinum en efstu tvö liðin komast beint á EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð.

Guðmundur fer með strákana á HM 2019 í janúar og ætti hópurinn í dag því að gefa nokkuð skýra mynd af því sem landsliðsþjálfarinn er að hugsa fyrir fyrsta stórmótið eftir endurkomuna. Hann kom Íslandi á HM 2019 með því að leggja Litháen í sumar í umspili.

Upptöku frá fundinum kemur í spilaranum hér að neðan innan skamms. Einnig má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis hér að neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.