Lífið

Beckham hjónin selja slotið í Beverly Hills á 3,8 milljarða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjónin í konunglega brúðkaupinu í sumar.
Hjónin í konunglega brúðkaupinu í sumar.

David Beckham og Victoria Beckham hafa selt eign sína í Beverly Hills fyrir 33 milljónir dollara eða því sem samsvarar um 3,8 milljarðar íslenskra króna. Hjónin keyptu húsið á 18 milljónir dollara árið 2007.

Villan er rúmlega eitt þúsund fermetrar að stærð og eru sex svefnherbergi og níu baðbergi í húsinu.

Fyrir utan húsið er stór og falleg sundlaug og einstök verönd. Ástæðan fyrir því að Beckham-hjónin tóku ákvörðun um að selja eigina er sú að þau dvelja alltaf meiri og meiri tíma á Miami en David Beckham er að stofna knattspyrnufélag í borginni sem mun leika í MLS-deildinni.

Hjónin giftu sig árið 1999 og eiga saman fjögur börn. Hér að neðan má sjá mynd af húsinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.